Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 31
Erlent Bætt ástand í umferðinni í Bretlandi Umferðarslysum í Bret- landi hefur fækkað á síð- ustu árum. Banaslys og alvarleg slys voru að meðaltali 80.000 á ári 1981-85 en voru 56.000 ár- ið 1991. Þetta er um 30% lækkun þrátt fyrir aukna umferð. Hluti af lækkun- inni stafar af minni vin- sældum vélhjóla, sem eru hættulegri en önnur far- artæki. Ýmsar breytingar á umferðarmannvirkjum gætu bætt ástandið enn. Er þá meðal annars átt við lagfæringar á slysa- gildrum (svartblettum) og aðgerðir til að draga úr hraða í þéttbýli. Skylda verður að hafa loftpúða, sem blásast upp við árekstur á broti úr sekúndu, í öllum nýj- um bandarískum bílum árið 1997. Þessir púðar eiga að geta dregið úr slysum. Sænskar rannsóknir benda til að bílar séu mjög misjafnir hvað ör- yggi varðar. Ef allir bílar væru jafn öruggir og þeir bestu myndu helmingi færri slasast en nú. Stjórnvöld bregðast seint við auknum kröfum um öryggi en vonir eru bundnar við að bílafram- leiðendur leggi meiri metnað í öryggismál til að þjóna kröfuhörðum neytendum. British Meciical Joumal. Tveir deyja á hverri mínútu Hjarta- og æðasjúk- dómar eru helsta dánar- orsök í Bandaríkjunum, úr þeim deyja 930 þús- und manns á ári eða nær tveir á hverri mínútu að meðaltali. Hjartaáföll valda 490 þúsundum af þessum dauðsföllum. Mikið er gert til að draga úr hættunni. Árið 1990 fóru 285 þúsund manns í kransæðavíkkun, 392 þúsund í kransæða- skurðaðgerð og 2 þúsund fengu ígrætt hjarta. Hættuleg blanda Reykingar og áfengis- neysla fara illa saman að því er varðar hættu á krabbameini í barkakýli. Karlar sem reykja og drekka mikið eru í fimm- tán sinnum meiri hættu en aðrir á að fá þennan sjúkdóm. Todays Health Rcport. Reykingaský Reykingamönnum er helmingi hættara en öðr- um við að fá ský á augu, en það er sjúkdómur sem er algengasta orsök blindu í heiminum. Lík- legt er að tóbaksreykur dragi úr virkni vítamína í blóði, en þau hjálpa til við að gera augasteininn gegnsæjan. Americati Health. Eiturmengun Áætlað hefur verið að þrjár milljónir Banda- ríkjamanna eigi heima innan einnar rnílu frá geymslustöðum fyrir eit- urefnaúrgang og þeim stafi þannig bein hætta af krabbameinsvaldandi efnum. Meira en fimmtíu þús- und Bandaríkjamenn deyja ár hvert af völdum langvinnra sjúkdóma sem rekja má til eiturefna á vinnustöðum. American Medical Nezvs. Ekki sama hvernig sól- gleraugun eru Mikil sólarbirta getur haft áhrif á augu, ekki síður en húð. Sólgler- augu eru því nauðsynleg en ekki er sama hvernig þau eru. Dökk gler halda birtu frá augum betur en ljósari gler. Hins vegar segir liturinn ekkert til um vörn gegn útfjólublá- I um geislum því að varn- The World Almanac and Book of Facts. arlagið gegn þeim er lit- laust. Þess vegna hafa bandarískir gleraugna- framleiðendur komið sér saman um flokkun sól- gleraugna eftir því hve vel þau hindra útfjólu- bláa geislun. Lágmarks- vörn er 70% (cosmetic), flestum nægir 95% vörn (general purpose) en sumir þurfa 99% vörn (special purpose). Það eru einkum þeir sem eru mikið í sól, ekki síst við sjó og vötn, í snjó eða uppi í þunnu háfjalla- lofti, sem þurfa á mestu vörninni að halda. Mayo Clinic Health Letter. Jón og séra Jón Ekki er langt síðan franskt ölkelduvatn var tekið af markaði um tíma vegna þess að í því var of mikið af benseni, að mati bandarískra heil- brigðisyfirvalda. En ekki datt sömu yfirvöldum í hug að taka sígarettur af markaði þrátt fyrir það að sá sem reykir eina sígarettu fái í sig fimm sinnum meira bensen en sá sem drekkur hálfan lítra af menguðu vatni. Roykfritt. HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.