Heilbrigðismál - 01.03.1993, Blaðsíða 28
Jónas Raf
Meiri hreyfing og mirma af mat
em einu ráðin til að losna við aukakflóin
Grein eftir Jóhann Heiðar Jóhannsson
Eftir langan vetur fara margir að
hugsa sér til hreyfings, bæði í eig-
inlegri og óeiginlegri merkingu.
Skíðaferðirnar voru svo fáar að
hvorki tókst að viðhalda þreki né
bæta fyrir tapaðar orrustur í freist-
ingum jóla- og árshátíðamáltíða.
Sundsprettir urðu sömuleiðis færri
og styttri en til stóð. Akveðnir lík-
amshlutar hafa þanist út og felling-
ar myndast þar sem síst skyldi.
Strengur hefur þrengst í pilsi og
buxum, beltið verður að ganga út
um eitt eða fleiri göt, skálmar eru
orðnar óþægilegar um læri og jakki
liggur eins og þaninn bogastrengur
um axlir. Baðvigtin er þó hinn end-
anlegi dómari í árvissri fitusöfnun
vetrarins og nú er ekki hægt að
fresta því lengur ef eitthvað á að
gera fyrir sumarið.
Hvað er til ráða?
Löngum hefur verið sagt að við
aukakílóunum séu ekki til nema
tvö ráð: Borða minna og hreyfa sig
meira. Margir vilja þó ekki horfast í
augu við þessa einföldu staðreynd.
Það er svo miklu auðveldara að
geta kennt efnaskiptunum um,
aldrinum, streitunni eða einhverju
allt öðru og fá þannig góða afsökun
fyrir því að gera ekki neitt sjálfur.
En margir eru þeir, sem taka sig á,
að minnsta kosti öðru hvoru, til að
reyna að losna við fitufellingarnar
og endurheimta líkamsvöxt og
þrek fyrri ára.
Borða minna!
Það er erfitt að borða minna, en
getur þó tekist. Stundum er nóg að
skoða lauslega hvað borðað er og
hætta því sem er augljóslega óþarft.
Hætta að maula sælgæti eða sötra
bjór yfir sjónvarpinu og stöðva
hvers kyns gosdrykkjaþamb eða
nart í kökur og kex milli mála.
Stundum þarf hins vegar að skoða
matarvenjur mjög nákvæmlega til
að finna hvað að er og hvernig lag-
færa má. Til dæmis getur maður
sem fær sér sex vel sykraða kaffi-
bolla á hverjum degi fengið þar
orku sem samsvarar fjórum kílóum
af fituvef á ári. Með öðrum orðum
ætti hann að geta dregið úr fitu-
söfnun, sem þessu nemur, með því
einu að sleppa kaffisykrinum. Þá
gera margir nútímamenn og konur
þau mistök að borða mjög lítið í há-
deginu (til að halda í við sig!), en
koma sér í staðinn upp svo mikilli
svengdarkennd að þau geta ekki
látið vera að narta duglega frá
heimkomu og fram að kvöldmat.
Tvær óþarfar brauðsneiðar með
smjöri og osti eftir hvern vinnudag
svara til tólf kílóa af fituvef á ári.
Sumum þykir gaman að spá í
hitaeiningar fæðunnar, svokallaðar
kaloríur. Hinar ýmsu fæðutegundir
innihalda orku, sem mæla má í
hitaeiningum. Með því að athuga
upplýsingar um þann hitaeininga-
Orkueyðsla líkamans
við ýmsar athafnir
Mælt í kaloríum á klukkustund,
miðað við karlmann í meðalholdum.
Algjör hvíld ............ 75
Badminton .............. 450
Dans, rólegur .......... 250
Dans, fjörugur ......... 600
Fjallganga ............. 500
Ganga, róleg ........... 350
Ganga, hröð ............ 600
Golf ................... 350
Hjólreiðar, rólegar .... 450
Laxveiðar .............. 250
Leikfimi, Iétt ......... 300
Leikfimi, erfið ........ 600
Sipp, meðalhratt ....... 700
Sjónvarpsgláp ........... 95
Skokk, rólegt .......... 500
Skokk, rösklegt ........ 800
Skrifstofustörf ........ 120
Sund, hægt ............. 540
Sund, hratt ............ 750
Tækjaleikfimi .......... 550
28 HEILBRIGÐISMÁL 1/1993