Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 4
Tómas Jó Á fullri ferð út í lífið Þegar rætt var um það á Alþingi fyrir níutíu árum að veita styrk til kaupa á fyrsta bílnum (sem kom til landsins í júnímánuði 1904) komst einn þingmaður svo að orði að „þessir vagnar mundu naumlega geta verið notaðir án þess að slys yrði að." Hann reyndist sannspár. Annar þingmaður óttaðist að slysin yrðu svo mörg að fjölga þyrfti læknum og prestum! Deila má um hve sannspár hann var. í fyrstu lögum um notkun bif- reiða, sem voru sett árið 1914, var ákvæði um að ökumenn þeirra þyrftu að vera „fullra 21 árs að aldri" og að ökuhraðann skuli „ávallt tempra svo að komist verði hjá slysum." Aldursmörkin hafa síðan verið Iækkuð í 17 ár og há- markshraðinn aukinn úr 35 kíló- metrum á klukkustund í 90 kíló- metra. Og umferðin krefst fórna. Ar hvert deyja tuttugu til þrjátíu manns í umferðarslysum - helm- ingur þeirra er yngri en 25 ára. Fjöldi slysa í heild er sennilega um fjögur þúsund á ári. Útgjöld trygg- ingafélaganna vegna slysa og óhappa í umferðinni eru yfir fimm milljarðar króna á ári. Þar við bæt- ast útgjöld vegna heilbrigðisþjón- ustu og annarra þátta. Unga fólkinu er hættara en öðr- um í umferðinni. A hverju ári slas- ast um 5% þeirra sem eru á aldrin- um 15-19 ára, eða með öðrum orð- um: Fjórði hver unglingur kemst ekki óslasaður í gegnum þetta fimm ára aldursskeið. Ef öll um- ferðaróhöpp eru meðtalin (einnig þau sem leiða ekki til slysa) kemur í ljós að þriðji hver ökumaður á aldrinum 17-19 ára lendir í umferð- aróhappi á einu ári. Nýlega hafa verið gerðar breyt- ingar á ökuprófi og enn meiri breytingar eru í vændum. Það var mál til komið enda hlýtur eitthvað að vera að þegar nær allir þeirra sem komast í gegnum ökupróf falla í skóla lífsins og reynslunnar á fyrstu þremur árunum. Ástæðurn- ar gætu verið margvíslegar. Onóg- ur undirbúningur vegur þungt en sennilega skortir ekki síður reynslu til að bregðast rétt við aðstæðum. Of mikill hraði og glannaskapur skipta einnig máli. Færð hafa verið rök fyrir því að fyrsta árið eftir að ökuskírteini er fengið sé hættulegasti tíminn. Sautján ára unglingar eru líklega ö nægilega þroskaðir til að takast á við þessa raun en þeir þurfa aðhald og aðstoð. Eina aðhaldið sem nú er veitt felst í því að nýir ökumenn fá svonefnt bráðabirgðaskírteini sem þarf að endurnýja að tveimur árum liðnum. En þessi reynslutími er allt of lítið notaður til að gera þessa ökumenn framtíðarinnar að betri ökumönnum. Með ökuferilsskrá, sem nýlega er farið að halda, gefst tækifæri til að endurmeta hæfni þeirra sem brjóta af sér í umferð- inni og gæti hún orðið gagnleg til að halda aftur af unga fólkinu. Erlendis er beitt ýmsum ráðum til að létta unga fólkinu róðurinn gegnum fyrstu mánuðina meðan þeir afla sér reynslu - sem má ekki vera of dýru verði keypt. Ein leiðin er að banna þeim að aka að nætur- lagi, önnur að heimila þeim ekki að aka eins hratt og reyndari öku- mönnum og enn önnur að banna þeim að aka með jafnaldra sína. i Síðastnefnda hugmyndin var kynnt á Alþingi síðasta vetur í formi frumvarps um breytingu á umferðarlögum. Þar lögðu þrír þingmenn til að ökuskírteini yrðu þrenns konar: Reynsluskírteini (gefið út til byrjenda og gildir í sex mánuði), bráðabirgðaskírteini (gef- ið út að loknum gildistíma reynslu- skírteinis og gildir í tvö ár) og fullnaðarskírteini. Lagt var til að handhafa reynsluskírteinis verði „óheimilt að stjórna bifreið nema í fylgd með honum sé einstaklingur, handhafi fullnaðarskírteinis og a.m.k. 21 árs að aldri." Frumvarpið var ekki afgreitt, en full ástæða er til að skoða þessa tillögu nánar. Unga fólkinu virðist liggja svo mik- ið á að fullorðnast og því hættir til að leggja af stað út í lífið á fullri ferð. Það verður seint komist hjá því að slys verði í umferðinni, eins og réttilega var bent á í byrjun aldar- innar, en við verðum að gera allt sem unnt er til að draga úr hætt- unni, ekki síst meðal óharðnaðra unglinga. jónas Ragnarsson, ritstjóri. A 4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.