Heilbrigðismál - 01.06.1993, Qupperneq 34

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Qupperneq 34
Illustrated London News (Gamlar þjóðlífsmyndir). Gamalt Mannblendni og mannúð Svo fjölskrúðug sem er tign, fegurð og gæði grasa, nýgræðinga og trjáa á einu og sama eng- inu eða í einum og sama skóginum, þá er fjöl- breytnin þó langmest í siðum, háttum og yfir- bragði manna, jafnvel þeirra sem fæddir eru í sama landi og sama lofts- lagi, komnir af sömu for- eldrum og að auki upp- fæddir við sama kost í sama húsi. En úr því þetta efni er á annað borð til umræðu þá vil ég byrja á því að fullyrða um þjóð mína að þetta fólk er í eðli sínu hneigt til mannblendni, góð- gerðarsemi, Ijúfmennsku og yfirleitt til allrar mannúðar, og er alveg sérstaklega annt um frið og spekt. Því eftir að Erlendir ferðamenn og hjálparmenn þeirra búa sig af stað, 1875. óeirðum, róstum og inn- byrðis bardögum óeirða- og metorðaseggja létti, sem miklu losi komu á samfélag vort, er hvergi á byggðu bóli meiri frið- semi en á eylandi voru. íslandslýsing Odds Einarssonar biskups, satnin um 1590. Tilbúnar tennur Hér á Iandi hefir tannsýki farið mjög í vöxt á síðari tímum og því mun sennilega halda áfram, þangað til að fólki lærist að gefa tönnunum meiri gaum, hirða betur munninn og styrkja tenn- ur sínar og forðast það, sem þeim er skaðlegt. Tilbúnar tennur er góð og nauðsynleg hjálp í þessu tilliti, þegar þær náttúrulegu ganga úr sér - eyðileggjast. Ekki þarf að skýra það fyrir mönn- um, hvaða áhrif tennurn- ar hafa á svip eða útlit manna, hvað tannleysi getur gjörbreytt andlits- falli eða dráttum, - það þekkja allir. Einnig hjálpa tilbúnir tanngarðar mjög upp á málfærið, þegar fólk hefur vanist þeim. Það er líka margreynt að þeim sem tannlausir eru með öllu er miklu hætt- ara við kvefi og hálskvill- um, og ofkælingu á lungnapípum, því að þegar fólk hefur engar tennur í munninum þá er því miklu gjarnara að hafa munninn opinn, og þá streymir inn um hann of mikið kalt loft. Af því að ég hefi orðið þess var að fólk hefur stundum sér að gamni að setja upp í sig og „máta" annara tanngarða vil ég nota tækifærið og vara alla við slíku sem kynnu að láta sér detta hið sama í hug. Bæði er það að slíkur leikur er alveg þýðingarlaus, því að það er áreiðanlegt að aldrei „passa" tilbúnar tennur nema einmitt í þá einu persónu sem þær eru búnar til í - og svo er það fremur ólystugt og getur verið alvarlegt gaman því að sumir munnar geta verið besta gróðrastöð fyrir „bakter- íur", og enginn veit, sem ekki hefur rannsakað, hvað í annars munni býr. Brynjólfur Björnsson: Um tilbúnar tennur. Almanak Þjóðvinafélagsins 1914. W2, M @S W& Æ * Ohreinir andar Að brennisteinninn reki burt óhreina anda ^ efast ég mikið um, nema því aðeins að þessir and- ar séu eigi annað en óhollar lofttegundir, en þeim eyðir brennisteins- sýrlingurinn víst betur en flest önnur lyf. Það er í þessu efni eftirtektavert hvernig hjátrúin hefur jafnan einhvern fót fyrir sér og liggur nær hinu sanna en menn skyldu halda. Jón Hjaltalín. Heilbrigðistíðindi, 1871. Feitur biti Einn forboðinn munn- biti getur í mesta lagi verið tvær mínútur uppi í þér, tvo tíma í magan- um en ævilangt á mjöðmum þínum. Heimilisritið, 1945. Óregla á útgufuninni Hafi kvefið tilbyrgt nasirnar skal sjúklingur sjúga volgt vatn upp í þær, mysu eða tevatn, nokkrum sinnum á degi hverjum, eður dampana þar af. Þeir sem kvef hafa skulu forðast alla áfenga drykki, sterkan kulda og mikinn hita, þeim er heldur ekki þénanlegt að borða á kvöldtíma. Ekki er þeim óráðlegt að reykja tóbak undir svefn og sofa með bringuskjól. Til eru menn sem frem- ur öðrum er hætt við kvefi; þetta kemur þar af að útdampanin er í óreglu komin og maginn ásamt \ lungunum er kraftminni en ber, hvers vegna hinir slímfullu og skörpu vess- ar geta auðveldlega þang- að safnast. Jóns Péturssonar lækninga- bók fyrir almúga, 1834. 34 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.