Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 5
Tómas Jór ✓ Læknafélag Islands 75 ára: Átti meðal annars að beita sér fyrir bættu heilsufari landsmanna - samkvæmt upphaflegum tilgangi •é ■3 < í haust var þess minnst að 75 ár eru síðan Læknafélag íslands var stofnað, sem reyndar var 14. janúar árið 1918. Tilgangur félagsins var í upphafi að efla hag og sóma ís- lenskrar læknastéttar, stuðla að aukinni menntun íslenskra lækna Þetta merki var gert sem afmælis- merki Læknafélagsins. og beita sér fyrir bættu heilsufari landsmanna. Fyrsti formaður félags- ins var Guðmundur Hannesson. Læknablaðið hefur verið gefið út síðan 1915 fyrst af Læknafélagi Reykjavíkur en síðan í samvinnu við Læknafélag Islands. Læknafélag Islands skiptist í átta svæðafélög á íslandi en félög ís- lenskra lækna erlendis eiga einnig aðild að því. Félagsmenn eru um 1300, þar af um 400 erlendis. I tilefni af afmælinu var hátíðar- dagskrá þar sem litið var til liðinn- ar tíðar, nútíðar og framtíðar. Rifjuð var upp saga félagsins, saga lækna- kennslu og störf lækna fyrr á tíð. Þá var rætt um störf og hlutverk lækna, rannsóknir sem grundvöll kennslu og um listina að vera læknir, svo að nokkur viðfangsefni Nýlega festi Læknafélagið kaup á efstu hæðinni í þessu húsi við Hlíðarsmára í Kópavogi og er stefnt að því að flytja starfsemina þangað í vetur, en húsnæðið í Domus Medica var talið orðið of lítið. séu nefnd. Dagskrá haustþings læknafélaganna var óvenju fjöl- breytt að þessu sinni. Auk lækna- þings og vísindaþings var nám- skeið um endurlífgun og málþing um útgáfumál og um forgangsröð- un í heilbrigðisþjónustu. A aðalfundi Læknafélags íslands um miðjan september var Sverrir Bergmann endurkjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára. -jr. Fyrsti læknafundurmn Læknafundur var haldinn í Reykjavík 27.-30 júlí 1896 og er það talinn „hinn fyrsti almenni læknafundur hér á landi," eins og segir í Skírni. Jónas Jónassen landlæknir var forgöngumaður fundar- ins en auk hans sóttu fund- inn tólf læknar og þrír læknaskólastúdentar. A fundinum kom til um- ræðu að „stofnað yrði ís- lenskt læknafélag." Breyting á skipan læknahéraðanna var rædd og fundurinn vildi bæta kjör lækna og „hækka borgun fyrir sjúkravitjanir og læknisráð." Þá var rætt um stofnun „landsspítala" (sem var tekinn í notkun 34 árum síðar) og nauðsyn þess að reisa hjúkrunarskýli fyrir holdsveika sjúklinga (sem var lokið tveim árum síðar). Nefnd lækna var falið að undirbúa stofnun „vitfirr- ingaspítala" (Kleppsspíta- linn var tekinn í notkun ell- efu árum síðar). I Skírni seg- ir að umræður á læknafund- inum hafi borið vott um mikinn áhuga. HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.