Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 24
og sjálfsupphafningu. Ef til vill er innsta eðli og tilgangur fordóma sá að deyfa óægilegar efasemdir, ótta, kvíða og vanmetakennd - að ógleymdri öfundinni. Um leið dofnar einnig réttlætiskennd og dómgreind, við losnum að minnsta kosti um stundarsakir undan því álagi að hugsa sjálf um rök hlut- anna. Þannig henta fordómar bæði til varnar og sóknar. Hentugur for- dómur er góð vörn gegn ýmsu sem er nýtt og óþekkt, frábrugðið og á einhvern hátt ógnandi og gæti valdið röskun á högum okkar. Þetta skýrir vinsældir og langlífi sumra fordóma, og það að þeir bæta líðan verður næg ástæða til að varðveita þá og réttlæta. Sú grimmd og hræsni sem fordómunum fylgir Það einkennir fordómafullan mann að hann upphefur sjálfan sig og kennir öðrum um það sem miður fer. Alit hans einkennist af sjálfsánægju og öryggi um réttmæti og ágæti. birtist víða. Einhver allra þekktustu og grófustu afbrigði eru kynþátta- fordómar, fordómar um konur, pólitískir fordómar, fordómar með eða á móti trúarbrögðum - sem all- ir hafa þann eiginleika að geta rétt- lætt ill verk í nafni „hugsjóna" og orðið að tilganginum sem helgar meðalið. Eins og áður segir eru fordómar hentugir til að varðveita völd og hagsmuni, þó að beita þurfi bæði rangsleitni og jafnvel kúgun, beinni eða óbeinni, samanber fordóma- fulla afstöðu sem oft birtist gegn nýjungum og framförum. Sögulega frægir eru fordómar gegn frum- kvöðlum á sviði vísinda og þjóðfé- lagsumbóta og einnig gegn fjöl- mörgum brautryðjendum á sviði skáldskapar og lista. Síðan hafa slíkir fordómar, til dæmis gegn tækninýjungum, snúist við: I sömu blindni og menn lutu áður véfrétt- um skurðgoða fara menn að trúa á almætti vísindanna, tæknina og all- ar þær dásemdir sem hún getur af sér leitt. Andstaða gegn nýjum uppgötvunum er dapurleg, en for- dómafull oftrú á vísindi og tækni skapar mikinn háska, bæði lífríkinu Geðveiki og fordómar Geðrænum sjúkdómsfyrirbær- um er oft skipt í tvo megin- flokka, svonefnda meiriháttar geðsjúkdóma og geðræn vand- kvæði. Eiginlegir geðsjúkdómar einkennast af meira eða minna brostnum tengslum við raun- veruleikann um skeið, stundum hugsanatruflunum, ranghug- myndum og ofskynjunum og oft er mikil röskun á dómgreind, sjálfstjórn og atferli í samræmi við það á meðan á veikindum stendur. I minniháttar geðrænum sjúkdómsfyrirbærum eru tengsl- in við raunveruleikann yfirleitt heilleg þó ýmislegt þjaki sjúkl- inginn og móti nokkuð persónu hans. Hæst ber þar kvíða, brengl- aða sjálfsímynd, einbeitingarörð- ugleika, skerta nýtingu getu og greindar, snögg geðbrigði, skerta samskiptahæfni, einsemd og ein- angrun, margvísleg líkamleg ein- kenni og loks misnotkun vímu- gjafa og mismunandi andfélags- leg hegðunarvandamál. Nú vaknar sú spurning hvort nokkur maður sé heilbrigður ef öll þessi einkenni eru alltaf sjúk- leg. Því er til að svara að þessi „vægari" geðrænu einkenni skar- ast mikið og renna nánast saman við fullkomlega eðlilegar tilfinn- ingar og viðbrögð venjulegs fólks. Skarpa línu milli sjúks og heilbrigðs er erfitt að draga. Vel- flest áðurnefnd einkenni upplifa allir öðru hverju, en að vísu mjög mismunandi svæsin og það gerir gæfumuninn. Flest er það auðvit- að eðlilegt hlutskipti allra manna sem ekki má flýja frá heldur verður að takast á við og vaxa við það. Að sjálfsögðu geta menn þurft aðstoð bæði geðlækna og annarra meðferðar- og hjálparað- ila vegna þessara tilvistarvanda- mála þegar svo ber undir án þess að nokkuð sé við það að athuga. Ottinn við geðsjúkdóma tengist ótta mannsins við ógnvekjandi eðlisþætti innra með honum sjálfum, óttanum við að missa vald yfir sjálfum sér og „missa vitið" eins og sagt er, eygja engin úrræði. A þessum ótta þarf ein- mitt að vinna bug með aukinni fræðslu. Sú ranga skoðun að geð- sjúkdómar batni sjaldan eða síð- ur en líkamlegir sjúkdómar ýtir undir ótta og fordóma. Fordómar beinast meira að geðsjúkdómum en öðrum veik- indum. Það er í beinum tengsl- um við óttann við hið óþekkta og er að nokkru leyti skiljanlegt vegna þess hve geðlæknisfræðin er ung fræðigrein og hve stutt er síðan menn komu sér saman um helstu hugtök hennar og einnig vegna þess hve lítil fræðsla hefur verið um þessi mál miðað við margt annað. Eðlilegasta og mikilvægasta leiðin til að vinna gegn fordóm- um á þessu sviði er að auka fræðslu um andlegar og tilfinn- ingalegar þarfir. A öllum skóla- stigum þarf að gera fræðunum um hið mannlega hærra undir höfði en gert hefur verið. Markmið menntunar á að vera að þroska hæfileika fóks til gagn- rýni og til að vinna markvisst gegn hroka og þröngsýni, blekk- ingum og bábiljum. Fólk með sæmilega heilsteypt- an innri mann, sjálfsímynd og virðingu fyrir sjálfu sér og öðr- um þarf síður að styðjast við for- dóma. Við þörfnumst nú mann- verndar sem ekki einasta þarf að beinast gegn fjölmörgum ógn- völdum í umhverfinu, heldur einnig að stuðla að því að mað- urinn fái verndað sjálfan sig fyrir sjálfum sér - og fetað sig upp úr því dómgreindarleysi og þeim óheilindum sem eru jarðvegur fordómanna. M.S. 24 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.