Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 20
Torfi Hjaltasor
sem er 4807 metrar, er alls ekki erf-
ið tæknilega, en getur verið hættu-
leg."
Guðmundur hefur tvisvar gengið
á Mont Blanc. I annað skiptið töfð-
ust þeir ferðafélagarnir á bakaleið-
inni og þurftu að gista í fjögur þús-
und metra hæð. „Ég skalf mér til
hita alla nóttina," segir Guðmund-
ur. Á leiðinni niður þurfti hann að
fara upp litla brekku en varð mátt-
laus af hungri. Þá fann hann nokkr-
ar lausar rúsínur í vasa og það
dugði. Hæð fjalla virðist ekki segja
allt um hættuna sem fylgir fjall-
göngum því að það var á göngu til-
tölulega neðarlega á Mont Blanc
svæðinu sem „mér tókst að komast
næst því að drepa mig," segir Guð-
mundur.
En fann hann hamingjuna á tindi
Matterhorn? „Já og nei. Tindurinn
er ekki aðalmálið fyrir mér heldur
er leiðin í heild markmið í sjálfu
sér," segir Guðmundur. „Gott
útsýni af fjallstindi er bónus. Ég var
að vísu ánægður að komast á tind
Matterhorns og niður aftur sæmi-
lega klakklaust vegna þess vanda
sem ég hafði átt við að stríða, sem
var lofthræðslan. Þetta var ansi
bratt og tæpt víða. Maður sigrast
hins vegar aldrei á fjöllum en getur
sigrast á aumingjaskapnum í sjálf-
um sér."
Guðmundur gerir lítið úr afrek-
um sínum í fjöllum Himalaya í As-
íu. Hann fór með hópi Islendinga
árið 1987 og komst í 5300 metra
hæð en Iét yngra fólki eftir að kljást
við hærri tinda, „enda farinn að
reskjast." Þarna fann hann í fyrsta
skipti fyrir fjallaveiki, „var óvenju
skapvondur og fann fyrir höfuð-
verk." I fyrrahaust fór Guðmundur
aftur austur með nokkrum Islend-
ingum í gönguferð en fór ekki
hærra en í 4700 metra. Fararstjóri
var Helgi Benediktsson sem hefur
komist hæst Islendinga, í um 7270
metra hæð.
En aftur heim. Guðmundur var í
stjórn Ferðafélags Islands í áratug
og hefur oft verið fararstjóri í ferð-
um á vegum félagsins. „Af
skemmtilegum fjöllum til upp-
göngu má nefna Herðubreið, Hrút-
fell á Kili og Hlöðufell. Skjaldbreið-
ur er prýðis útsýnisfjall þó brekk-
urnar þar upp séu aflíðandi. Á
Vífilsfelli finnur maður vel fyrir
hæðinni og gaman að ganga eftir
fjallshryggnum." Þá berst loft-
hræðslan aftur í tal og Guðmundur
segir: „Ég held því fram að Ioft-
hræddur maður vinni á vissan hátt
sambærileg afrek á auðveldum stað
eins og klifurgarpur annars staðar.
Málið er að fara hæfilega nálægt
sínum mörkum, það skapar dálitla
spennu."
Geta allir lagt í fjallgöngu? „Fólk
þarf ekki að vera búið neinum sér-
stökum hæfileikum en almenn
skynsemi kemur sér nú oft vel. Það
er sjálfsagt að byrja á léttari göng-
um. Aðalatriðið er að fara af stað.
Það er mjög gott að byrja á því að
fara í hægar göngur með þeim sem
eru vanir. Smám saman lærir fólk
hvernig er best að vera klæddur.
Skófatnaðurinn skiptir verulegu
máli, hann þarf að vera þægilegur
og styðja að fæti. Rétt er að klæða
sig ekki of mikið á göngu en hafa
aukafatnað og nesti í bakpokanum.
Það er þægilegt að geta fengið sér
heitan sopa," segir Guðmundur.
„Þegar menn fara að ganga á eig-
in vegum þarf að gera kröfur um
leiðaval, kunna á áttavita, vera til-
búinn að breyta áætlunum ef veðr-
ið gefur tilefni til þess og ætla sér
ekki um of. Það er um að gera að
komast í sæmilega þjálfun til að
geta haft ánægju af göngunni. Þeir
sem komnir eru á minn aldur," seg-
ir Guðmundur, „verða að gæta þess
að gera ekki löng hlé á göngunni,
annars verður erfitt að ná aftur upp
hraða. Hins vegar virðist úthaldið
og seiglan endast dálítið."
„Það er hægt að reyna á líkam-
ann með ýmsu móti en ég tel að
fólk geti fengið ótrúlega fjölbreytta
reynslu út úr göngu, svo sem nátt-
úruskoðun og tilbreytingu í lands-
lagi, birtu og veðri," segir Guð-
mundur. „Hver og einn getur valið
sér áreynslu eftir mætti með því að
íslendingar á tindi Tour Rond,
við æfingar áður en gengið var á
Mont Blanc, sem er í baksýn. Frá
vinstri: Anna Guðrún Líndal (með
hvíta húfu), Anna Lára Friðriks-
dóttir, Ásdís Steingrímsdóttir
(snýr baki í myndavélina) og Guð-
mundur Pétursson. Á mörgum
fjallstindum eru líkneski dýrlinga
eða heilagra manna.
20 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993