Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 27
Spurt Til verndar umhverfinu Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að vörur geti talist umhverfisvænar? Birgir Þórðarson um- hverfismálafulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurlands svarar: Á undanförnum árum hafa verið notuð ýmis merki sem gefa eiga til kynna að vörur séu ekki skaðlegar umhverfinu. Til að koma í veg fyrir mismunandi skilgrein- ingar og viðmiðanir hef- ur Norðurlandaráð beitt sér fyrir samstarfi um gerð reglna um hvaða kröfur þurfi að uppfylla til að vara geti talist um- hverfisvæn og merkja megi hana með þar til gerðu umhverfismerki sem er táknmynd fyrir svan á flugi. Tilgangur- inn er að stuðla að bættu umhverfi og að þróuð verði ný og betri tækni við framleiðsluna. Við gerð þessara krafna er tekið mið af framleiðslunni frá vöggu til grafar, ef svo má að orði komast. Sett eru Norræna umhverfis- merkið mun lciðbcina neytendum við val á vistvænum vörum. Merkið á að sýna svan á flugi. w skilyrði um framleiðslu- hætti, hráefnanotkun, orkunotkun o. fl., en einnig um förgun og endurvinnslu að notkun lokinni. Mikil áhersla er lögð á að skoða heildar- myndina. Sem dæmi má nefna að pappír getur talist umhverfisvænn enda þótt hann sé bleikt- ur ef bleikingin er gerð með bestu fáanlegum efnum og annað í fram- leiðsluferlinum sé eins og best verður á kosið. Til dæmis er gerð sú krafa að í stað þeirra trjáa sem felld eru til pappírs- vinnslu séu gróðursett fleiri tré. Nú hafa verið sam- þykktar lágmarkskröfur fyrir nokkra vöruflokka svo sem ljósritunar- pappír, prentpappír og þvottaefni og fljótlega verða tilbúnar kröfur fyr- ir málningu, Ijósritunar- duft o. fl. Nýlega hefur verið tekið upp samstarf við Evrópubandalagið um samræmingu á kröf- um en búast má við því að fleiri en einn gæða- stimpill af þessu tagi verði á vörum í framtíð- inni. Mismunandi mettun fitu Er einómettuð fita jafn æskileg og fjöló- mettuð? Dr. Laufey Steingrnns- dóttir næringarfræðingur og skrifstofustjóri Manneld- isráðs svarar: Einómettuð fita hefur verið töluvert í sviðsljós- inu undanfarin ár en rannsóknir sýna að neysla hennar hefur hag- stæð áhrif á kólesteról í blóði, ekki síður en neysla fjölómettaðrar fitu. I daglegu tali er fita gjarnan flokkuð í tvo höfuðflokka, mettaða fitu og ómettaða. Mettun fit- unnar felst í efnafræði hennar. Öll fita er gerð úr fitusýrum en það eru efnatengi þessara sýra sem ýmist geta verið mettuð eða ómettuð af frumefninu vetni. Ef eitt tengi er ómettað er talað um einómettaða fitusýru, en fjölómettaða ef ómett- uðu tengin eru tvö eða fleiri. Öll ómettuð fita er fljótandi við stofuhita og lækkar kólesteról í blóði sé hennar neytt í stað mettaðrar fitu. Fjölómett- uð fita lækkar bæði LDL- kólesteról og HDL- kólesteról en einómettuð fita lækkar eingöngu LDL, sem hefur tilhneig- ingu til að setjast í æða- veggi og valda æðakölk- un. HDL hefur ekki slík áhrif, meira að segja er talið æskilegt að HDL- kólesteról sé sem hæst. Því telja sumir að einó- mettuð fita sé jafnvel æskilegri en sú fjölómett- aða, þótt flestir mæli með báðum tegundunum. Ólífuolía er mjög auð- ug af einómettaðri fitu og sama er að segja um margar hnetur, möndlur og eins avókadó (lár- peru). Allar þessar fæðu- tegundir eru fituríkar og því hlaðnar orku, þetta eru líka fremur dýrar fæðutegundir hér á landi en svo mikið er víst að neysla þeirra stuðlar ekki að hækkun kólesteróls í blóði. Avókadó-ávöxturinn er nokkuð feitur en megin- hluti fitunnar er ein- ómettuð, sem er ekki svo slæmt. HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.