Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 9
Innlent Heilsugæslan á Blönduósi í nýtt húsnæði Heilsugæslustöðin á Blönduósi flutti í haust í nýtt húsnæði á fyrstu hæð í viðbyggingu við Héraðshælið. Fram- kvæmdir við nýja húsið hófust fyrir tólf árum og er ekki lokið, en þegar Héraðshælið var byggt fyrir tæpum fjörutíu ár- um tók það aðeins rúm tvö ár. Húsnæði heilsugæsl- unnar er rúmir 400 fer- metrar sem er tvöföldun frá því sem áður var. Heilsugæslustöðin þjónar um 2500 íbúum á Blöndu- ósi og í Austur-Húna- vatnssýslu. Á annarri hæð Sjúkrahúsið og heilsu- gæslan á Blönduósi hafa verið til húsa í Héraðs- hælinu (fjær á mynd- inni) en nú er verið að taka stóra viðbyggingu í notkun í áföngum. nýbyggingarinnar átti að vera stór skurðdeild en nú hefur verið fallið frá þeim hugmyndum, að sögn framkvæmdastjóra sjúkrahússins og heilsu- gæslunnar, enda hafa for- sendur breyst síðan húsið var teiknað. Þess í stað verður þar aðstaða fyrir tannlækna, rannsóknir o. fl. Á þriðju hæð verður legudeild fyrir tuttugu sjúklinga og verður fækkað um jafn mörg rúm í eldri byggingunni. Efri hæðirnar eru til- búnar undir tréverk og er þess vænst að fram- kvæmdum ljúki á næstu tveimur til þremur árum. Fimm þúsund í meðferð Um 2,6% fullorðinna íslendinga hafa farið í meðferð vegna áfengis- neyslu, eða um fimm þúsund manns. Helming- ur þessa hóps heldur sig enn frá áfengi, hinir hafa fallið. Þetta sýna kannan- ir Hagvangs sem gerðar voru í janúar og maí fyr- ir Bindindisfélag öku- manna og Áfengisvarna- ráð. Þar kemur einnig fram að fjórði hver full- orðinn neytir ekki áfeng- is. Langflestir (95%) hafa valið sér þá lífsstefnu án þess að hafa farið í áfengismeðferð. Nær hundrað dauðsföll úr lungnakrabba- meini Lungnakrabbamein er fyrir nokkru orðið mann- skæðasta krabbameinið hér á landi. Árin 1986-90 lagði það að meðaltali að velli um 80 manns á ári (42 karla og 38 konur). í öðru sæti hjá körlum var blöðruhálskirtilskrabba- mein en brjóstakrabba- mein í öðru sæti hjá kon- um. Nýjustu tölur Hagstof- unnar um dánarorsakir sýna að árið 1991 dóu 98 manns úr lungnakrabba- meini hér á landi, 59 karlar og 39 konur. Þetta eru fleiri en nokkru sinni áður. Síðustu ár hefur dregið verulega úr reyk- ingum hér á landi og því er vonast til að þessar töl- ur fari senn lækkandi, en „meðgöngutími" lungna- krabbameins getur verið einn til tveir áratugir. Hressir Héraðsbúar Á þessu ári sem nefnt er ár aldraðra í Evrópu er margt gert til að vekja athygli á málefnum eldri borgara og til að hvetja þá til dáða. Er skemmst að minnast 500 kílómetra göngu Stefáns Jasonar- sonar um landið í ágúst- mánuði. 1 vor héldu Egils- staðabúar heilsuviku í til- efni af ári aldraðra. Kynnt var sú þjónusta sem öldruðum stendur til boða og flutt voru erindi um réttindamál, næringu, hreyfingu og síðast en ekki síst um lífsgleði. Svo góð þátttaka var í sund- leikfimi, sundi og bokkía að til stendur að hafa fasta tíma í þessum greinum fyrir aldraða. Einn dagurinn var svo- nefndur göngudagur aldraðra og vikunni lauk með messu í Egilsstaða- kirkju. Þeir sem stóðu að heilsuvikunni eru mjög ánægðir með undirtekt- irnar og telja að á öðrum stöðum á landinu megi gera eitthvað svipað fyrir sívaxandi hóp aldraða - og ekki eingöngu á ári þeirra. - jr. Sundleikfimi fyrir aldr- aða var meðal atriða á heilsuviku á Egilsstöð- um. HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.