Heilbrigðismál - 01.06.1993, Side 13

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Side 13
Tómas Jónasson Kalk og heilbrigði Nauðsynlegt er að neyta kalkríkrar fæðu til að styrkja beinin Grein eftir Ara Jóhannesson Fleiri þættir en hormón hafa áhrif á beinstyrk. Þannig er óum- deilanlegt að lífshættir og neyslu- venjur móta heilsu okkar að þessu leyti líkt og svo margt annað. Hreyfing og reykingar hafa t.d. andstæð áhrif á þéttni beina. Hvað neysluvenjur varðar hefur, af skilj- anlegum ástæðum, mikið verið fjallað um kalk og kalkneyslu. Flestir eru sammála um að nauð- synlegt sé að neyta kalkríkrar fæðu í einhverjum mæli alla ævi. Meðal ann- ars þarf að bæta líkamanum upp það kalk sem tapast daglega með þvagi og saur. Onóg kalkheysla veldur því, að ganga verður á kalk- forðabúr líkamans, þ.e. beinin. D- vítamín er nauðsynlegt fyrir eðli- lega nýtingu kalks úr fæðu. Líkam- inn hefur að vissu marki hæfileika til þess að laga sig að lítilli kalk- neyslu með aukinni hlútfallslegri nýtingu fæðukalks en margt bendir til þess, að geta til slíkrar aðlögunar minnki umtalsvert á efri árum. Skoðanir eru skiptar meðal fræðimanna um hversu mikils kalks þarf að neyta til þess að ná og viðhalda æskilegum beinstyrk. Þar hafa rannsóknir gefið misvísandi niðurstöður. Þetta á einkum við um þær rannsóknir sem byggja á neyslukönnunum, sem reyndar eru misjafnar að gæðum. Þar sem áhrif kalkneyslu á beinþéttni eru könnuð á framsækinn hátt með reglulegri kalkgjöf og samanburðarhópi virð- ast jákvæð áhrif kalkneyslu á bein óumdeilanleg. Undantekning er þó sennilega það æviskeið kvenna, sem eru fyrstu fimm árin eftir tíða- hvörf. Kalkgjöf við þær aðstæður hamlar tiltölulega lítt gegn gisnun á beinum, sem þá verður vegna hormónaskorts. Það eru hins vegar tveir aðrir aldurshópar, þar setn kalk virðist sérstaklega mikUvægt fyrir beinlieilbrigði. Hér er annars vegar um að ræða börn og unglinga, hins vegar eldra fólk, einkum konur. I nýlegri rannsókn á eineggja tví- burum, 6-14 ára, kom í ljós, að nær tvöföldun daglegrar kalkneyslu annars tvíburans í hverju pari (úr u.þ.b. 900 mg í 1600 mg) í þrjú ár leiddi til marktækrar aukningar á beinþéttni. Haldist þessi munur til fullorðinsára má ætla, að hægt sé að hafa jákvæð áhrif á hámarks- beinstyrk með ríkulegri kalkneyslu á uppvaxtarárum. Hjá konum, sem komnar eru yfir miðjan aldur má hafa umtalsverð áhrif á heilbrigði beina með kalk- gjöf. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að kalkneysla á bilinu 1,2-1,5 grömm á sólarhring hægir á niður- broti beina um allt að helming mið- að við smanburðarhóp með kalk- neyslu á bilinu 0,5-1,0 gramm. Ein- hver jákvæð áhrif má greina hjá flestum einstaklingum, en mestur er ávinningur þeirra, sem neyta lít- Sennilega er hægt að hafa áhrif á beinstyrk á fullorðinsaldri með ríkulegri kalkneyslu á uppvaxtar- árum. Lífræðilegt mikilvægi kalks er að sönnu margþætt. Styrkur beina- grindar byggir aðallega á kalksam- böndum, en í beinum fullorðinna eru um 99% alls kalkforða líkamans (um 1 kg). Kalkjónin sjálf í líkams- vökvanum er nauðsynlegur hlekk- ur í keðju margvíslegra lífeðlis- fræðilegra ferla svo sem vöðva- samdráttar, blóðstorknunar, losunar boðefna og frumuvaxtar. Gagnstætt því, sem áður var álit- ið, er beinagrindin mjög „lifandi" vefur í stöðugri endurnýjun, þar sem fram fer jöfnum höndum nið- urbrot og uppbygging, meðal ann- ars kalksambanda. Framan af æv- inni situr uppbygging í fyrirrúmi og bein þéttast og styrkjast. Há- marksbeinstyrk er náð á þrítugs- aldri, en nálægt miðjum aldri fer að halla undan fæti. Bein gisna þá smám saman og verða í mörgum tilfellum óeðlilega brothætt (bein- þynning). Konum er mun hættara við slíku en körlum, meðal annars vegna þess tiltölulega hraða niður- brots sem verður eftir tíðahvörf. Þá nýtur ekki lengur verndandi áhrifa kvenhormóna á beinagrindina. HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 1 3

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.