Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 19
í veðurblíðu á Vatnajökli. ■§ 1 að nefna rætur Vatnajökuls. Þar á meðal eru Miðfellstindur í Skafta- fellsfjöllum og Þverártindsegg í Suðursveit." Guðmundur hefur gengið nokkrum sinnum á Hvannadalshnjúk (sem hefur verið talinn 2119 metrar) og farið á skíð- um þvert yfir Vatnajökul, frá Kverkfjöllum til Skaftafells. „Það var sérstaklega eftirminnilegt," seg- ir hann, „og veðrið eins gott og hugsast getur. Erfiðast var að kom- ast niður af jöklinum og við vorum alveg uppgefin þegar komið var að Morsá." Fjöll í öðrum löndum hafa einnig freistað Guðmundar. Rétt fyrir 1980 fór hann á klifurnámskeið fyrir byrjendur í Sviss. Stuttu áður hafði hann lesið grein í bandarísku blaði með fyrirsögninni: Getur fertugur kaupsýslumaður fundið hamingj- una á tindi Matterhorns? Að loknu námskeiðinu langaði Guðmund að reyna við þetta fallega og tignar- lega fjall í Olpunum og komst ásamt leiðsögumanni á tindinn, sem er 4478 metra hár. „Síðustu 1200 metrana er klifur, en víðast hvar auðvelt klifur, sem gekk þokkalega," segir Guðmundur. „Aðstæður geta verið erfiðar ef óveður skellur á með ísingu á klett- um og margir hafa farist þar. Sama er að segja um hæsta fjall Evrópu, Mont Blanc, en þar eru árlega á annan tug sem farast. Mont Blanc, á landamærum Italíu og Frakk- lands, er í raun og veru fjalllendi. Auðveldasta leiðin á hæsta tindinn, Matterhorn er tignarlegt en erfitt uppgöngu. „Fyrstur Dana og Islendinga" Matterhorn er fjallstindur í Olpunum, á mörkum Sviss og Ítalíu. Englendingurinn Edward Whymper kleif hann fyrstur allra árið 1865. Af sjö manna leiðangri hans týndu fjórir lífi. Matterhorn hefur síðan krafist meiri mannfórna en nokkur annar tindur Alpafjalla. Þórður Guðjohnsen, sem fæddur var í Reykjavík árið 1867 en var læknir í Rönne á Borgundarhólmi alla sína starfsævi, kleif Matterhorn árið 1911, „fyrstur Dana og Islendinga," eins og segir í eftirmála bókar hans „End- urminningar fjallgöngu- manns" sem kom út fyrir þrjátíu árum. í bókinni lýsir hann leiðinni á tindinn. A einum stað er bratt stand- berg. Þórður segir: „Er vegg- urinn allsléttur og er hér Iít- ið sem slá má klóm í og ójöfnurnar eru ekki meiri en svo að víða bjóða þær með naumindum festu fyrir ann- að en skóbroddana." Þegar Þórður kom á tind- inn skein sól í heiði og var mjög víðsýnt. „Má sjá öll hin helstu fjöll í rnargra rnílna fjarlægð því loftið er tært í þessari hæð," segir hann. „Héðan liggja allflestir tind- ar undir fótum og landið lík- ist meira Iandakorti." Ferðin niður tók sex tíma. Einn kletturinn „hallaðist fram yfir hið neðra. Á niður- vegi skal lagst niður og síð- an mjakað sér á kviðnum uns beygja má sig í lærlið- num. Skal síðan leitað með skósólunum uns festir í ein- hverri ójöfnu. Auðvelt er það ekki, en miklu verra má í komast," segir Þórður Guð- johnsen læknir, sem ferðað- ist mikið en hafði „ekki meira en 60-70 tinda að rnonta með." HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.