Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 31
Erlent Hjálmar bjarga lífi New Jersey var fyrsta ríki Bandaríkjanna sem leiddi í lög skyldunotkun reiðhjólahjálma hjá börn- um. Fjögur önnur ríki (Kalifornía, Massachu- setts, New York og Penn- sylvania) hafa nú sam- þykkt svipuð lög, og frumvörp sama efnis eru til umfjöllunar í tíu öðr- um ríkjum. Reynslan frá New Jers- ey er mjög góð. Fyrsta hálfa árið fækkaði bana- slysum barna á reiðhjól- um um 57%. Hjálmar eru taldir mik- ilvægir fyrir hjólandi börn til þess að varna höfuðáverkum sem eru yfirleitt alvarlegir ef þau detta af hjólinu. Þar get- ur hjálmur bjargað Iífi. American Health. B-vítamín sem bætir gáfurnar Þeir sem eru með mik- ið af B12 vítamíni í blóð- inu eiga auðveldara en aðrir með að leysa flókin verkefni. Þetta fullyrða hollenskir læknar við há- skólasjúkrahúsið í Maa- stricht en þeir skoðuðu Kristallar af B12 víta- míni eru myndrænir í mikilli stækkun. blóðsýni úr áttatíu manns sem spreyttu sig jafnframt á gáfnaprófi. Vítamínið, sem einnig er nefnt kóbalamín, er meðal annars í innmat, feitum fiski, kjöti og mjólk. Prevention. A Avextir og megrun við háþrýstingi Niðurstöður rannsókna við Harvard háskóla sýna að þeir sem að jafn- aði borða lítið af ávöxt- um eru í 46% meiri hættu en aðrir að hafa of háan blóðþrýsting. Offita hafði þó enn meiri áhrif, þeir sem voru of feitir voru í 359% meiri hættu en hinir grönnu. Harvard Health Letter. Reykingar eru mun hættulegri en haldið var Breski læknirinn Richard Doll, sem einna fyrstur sýndi fram á sam- band reykinga og sjúk- dóma árið 1950, segir að reykingar séu mun skað- legri en áður var talið. Nýjustu rannsóknir sýna að annar hver reyk- ingamaður deyr fyrr en ella vegna þessa ávana en áður var áætlað að þetta ætti við um fjórða hvern. Þessar niðurstöður fengust úr rannsókn sem staðið hefur í fjóra ára- tugi og náði til 34 þús- und breskra lækna. Doll, sem nú er orðinn áttræður, segir að margir vanmeti þá hættu sem fylgir reykingum og haldi að það sé mikil- vægara að taka vítamín heldur en að hætta að reykja. Þá gerir fólk sér almennt ekki grein fyrir því að reykingar valda mun fleiri dauðsföllum en umferðarslys. Góðu fréttirnar, segir Doll, eru að þeir sem hætta að reykja geta bætt lífshorf- ur sínar verulega. The Journal. Áfengi og krabbamein í brjóstum Rannsókn sem gerð var á vegum bandarísku krabbameinsstofnunar- innar (NCI) bendir til að konur sem drekka tvo drykki af áfengi á dag séu í aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Fyrri rannsóknir höfðu leitt i ljós að hófdrykkju- konur eru í 40% meiri hættu á að fá þennan sjúkdóm heldur en konur sem eru bindindissamar. I The Joumal. Fallhættan eykst á efri árum Öldruðu fólki er hætt- ara en öðrum við að hrasa og slasast. Helm- ingur þeirra sem þurfa að leggjast inn á sjúkra- hús vegna slíkra slysa nær ekki sömu færni og áður og verður því öðr- um háður, en það er eitt af því sem fólk óttast mest með aldrinum. Hægt er að draga úr fallhættu með ýmsum ráðum. Rétt er að hafa eftirtalin atriði í huga: • Líkamsrækt í einhverju formi eykur styrk og stöðugleika. Gönguferðir eru tilvaldar fyrir aldr- aða. • Standið hægt upp til að komast hjá svima vegna snöggra breytinga á blóðþrýstingi. • Sjón og heyrn þurfa að vera í lagi til að auðveld- ara sé að bregðast við hættum. Látið athuga þessa þætti reglulega. • Stafur getur veitt stuðning þegar gengið er þar sem ójöfnur eru. • Stigar innanhúss þurfa að vera vel lýstir og með góðum handriðum. • Hillur sem erfitt er að komast í ætti ekki að nota - og alls ekki að standa uppi á stól. • Næturljós (ratljós) ættu að vera í svefnherbergi, á göngum og í baðher- bergi. Mayo Clinic Health Letter. HEILBRIGÐISMÁL 2/1993 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.