Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 30
Tómas Jór
Verðstýring er réttmæt leið
fyrir stjórnvöld til að hvetja
til hollra lífshátta.
Það er réttlætismál og jafn-
framt „heilsuhvetjandi" að
gera með einhverjum hætti
upp á milli þeirra sem baka
sér heilsutjón sjálfir og hinna
sem veikjast af orsökum sem
þeir ráða engu um.
(svo sem bílbelti og vélhjólahjálma)
til að draga úr slysahættu. Sjálf um-
ferðarlögin eru mikilvægt tæki til
að koma í veg fyrir tjón. Það yrði
dýrkeypt frelsi ef menn gætu hagað
sér eins og þeim sýndist á vegum
úti. Aftur á móti er það sanngjarnt
að fólk hafi nokkurt svigrúm til að
taka áhættu í lífinu án þess að
gjalda sérstaklega fyrir það ef illa
fer. Samfélagið hefur aðrar leiðir til
þess að rétta af hallann sem af
þessu skapast. Til dæmis er hægt
að auka álögur á óhollar neysluvör-
ur og afla þannig tekna í sameigin-
lega sjóði sem fjármagna heilbrigð-
isþjónustu. Slík verðstýring er rétt-
mæt leið fyrir stjórnvöld til að
hvetja til hollra lífshátta.
En hvers vegna ekki að láta fólk
sem skaðar heilsu sína með því að
taka viljandi áhættu borga beint
fyrir heiibrigðisþjónustuna fremur
en óbeint? Gegn því eru ýmis rök. I
fyrsta lagi er erfitt að meta í flest-
um tilvikum þegar slys eða sjúk-
dóma ber að höndum hvað er á
ábyrgð einstaklingsins og hvað
ræðst af þáttum sem hann ræður
engu um. Menn eru til dæmis mis-
næmir fyrir skaðlegum áhrifum
reykinga og gætu erfðir skýrt það
að nokkru leyti.
Það er sanngjörn krafa að allir
reykingamenn borgi jafnt fyrir að
taka áhættuna sem fylgir því að
reykja, en ósanngjarnt að einungis
þeir sem veikjast, sumpart vegna
líffræðilegra eða félagslegra orsaka,
sem þeir ráða litlu eða engu um,
borgi brúsann þegar þeir veikjast.
Sé því haldið fram að einstaklingar
sem hætta á að skaða heilsuna með
lífsstíl sínum eigi að borga fyrir þá
heilbrigðisþjónustu sem af því
hlýst, er því ekki nóg að sýna fram
á að þeir taki áhættuna sjálfviljugir.
Einnig þarf að sýna fram á að lífs-
stíllinn sé meginskaðvaldurinn og
að samfélagið eigi þess vegna ekki
að bera kostnaðinn af heilbrigðis-
þjónustunni við þá.
Það er ekki réttlætiskrafa að sam-
félagið kosti heilbrigðisþjónustu
þegar augljóst er að heilsutjónið er
tilkomið vegna lífshátta sem ein-
staklingar eru ótvírætt ábyrgir fyrir.
Það er réttlætismál og jafnframt
„heilsuhvetjandi" að gera með ein-
hverjum hætti upp á milli þeirra
sem baka sér heilsutjón sjálfir og
hinna sem veikjast af orsökum sem
þeir ráða engu um. Það er hins veg-
ar bæði mannúðlegra og auðveld-
ara í framkvæmd að leita óbeinna
leiða í þessu skyni heldur en að láta
hina „seku" sjúklinga greiða reikn-
inginn.
I lokin má nefna að kröfur um
breytta heilbrigðisþjónustu geta
rekist á frelsi heilbrigðisstarfsfólks
til að stunda störf sín eins og það
kýs sjálft. Það býr við ákveðið kerfi
sem veitir faglegt sjálfræði, réttindi
og forréttindi. Sé hróflað við þessu
kerfi í því skyni að auka heilsu-
vernd heyrast oft ramakvein um
brot á réttindum og faglegu sjálf-
ræði, en þó einkum um að dregið
sé úr gæðum þjónustu við sjúka.
Heilbrigðisstéttir geta villst á
þröngum sérhagsmunum sínum og
eiginlegum markmiðum heilbrigð-
isþjónustu sem þeim ber að efla
með starfi sínu. Það er til dæmis
lágmarksskilyrði að heilbrigðis-
stéttir geri sér grein fyrir því að
hlutverk þeirra er að græða sjúkl-
inga en ekki að græða á þeim. Nú-
verandi skipulag á læknisþjónustu
virðist ekki alltaf gera greinarmun
á þessu tvennu.
Dr. Vilhjálmur Árnason er dósent í
heimspeki við Háskóla íslands. Hann
vinnur nú að bók um siðfræði heil-
brigðisþjónustu.
Það yrði dýrkeypt frelsi ef menn
gætu hagað sér eins og þeim sýnd-
ist í umferðinni og lög kvæðu
ekki á um það hvort aka ætti á
hægri eða vinstri vegarhelmingi
og hver ætti forgang fyrir hverj-
um.
30 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993