Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Blaðsíða 18
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Það háði mér hvað ég var lofthræddur - segir Guðmundur Pétursson læknir og prófessor sem fór að stunda fjallgöngur á fullorðinsaldri Það var læknir, Bjarni Pálsson, sem gekk fyrstur manna á Heklu og Snæfellsjökul um miðja átjándu öld og annar læknir, Sveinn Páls- son, tengdasonur Bjarna, gekk fyrstur á Oræfajökul. Þetta voru allt taldar hinar mestu glæfraferðir, ekki síst vegna þeirrar dulúðar sem há fjöll voru sveipuð. A síðustu árum hafa íslendingar klifið tvöfalt til þrefalt hærri fjöll en þau íslensku og í hópi áhugasöm- ustu fjallamanna er Guðmundur Pétursson læknir og prófessor við læknadeild Háskólans en til skamms tíma var hann íorstöðu- maður Tilraunastöðvar Háskóla ís- lands í meinafræði á Keldum. Hann er enn á besta aldri, varð sex- Hsja er eitt þeirra fjalia sem Guð- mundur hefur oft gengið á. Hér er hann á leið upp á Hátind. tugur fyrr á árinu, og fæst við rann- sóknir á hæggengum veirum en nýtir tómstundir sínar til fjalla- ferða. „Framan af ævi var ég nánast frábitinn líkamlegri áreynslu," seg- ir Guðmundur þegar talið berst að áhuga hans á fjallaferðum, „en þeg- ar ég kom heim úr framhaldsnámi í Sviss fór ég að fara í hálendisferðir til að skoða landið og komst fljót- lega að því að maður þurfti stund- um að ganga svolítið til þess að fá sem mest útúr þessu. Þannig vakn- aði áhugi á gönguferðum. Fyrst í stað gekk ég einn en fór svo að ganga með félögum í Ferðafélag- inu. Eg hef mjög gaman af göngu- ferðum, bæði á fjöil og um lág- lendi." „Astæðan fyrir því að ég fór að blanda geði við áhugamenn um fjallaklifur var sú, þótt undarlegt megi virðast, að það háði mér dálít- ið hvað ég var lofthræddur. Ég tók það ráð að sækja námskeið hjá Alpakiúbbnum í undirstöðuatrið- um í klifri í klettum, ís og snjó, þar sem áhersla var lögð á öryggi." Þetta var fyrir um fimmtán árum og Guðmundur var þá kominn vel á fimmtugsaldur. „Aukið öryggi í grundvallaratriðum í sambandi við umgengni við fjöll og jökla hjálpaði mér til að hemja lofthræðsluna," segir Guðmundur. Hann leggur áherslu á að hann ráði ekki við erf- itt klifur en segir af hógværð að hann hafi fengið að fljóta með sér reyndari mönnum. „í raun og veru eru það mikil forréttindi," segir Guðmundur. Hann hefur enga tölu á því hve oft hann hefur gengið á Esju og önnur fjöll í nágrenni höfuðborgar- innar en um uppáhaldsfjöll segir hann: „Ég er ákaflega elskur að suðausturhorninu, sem nú er farið Rannsóknir á hæggengum veirum Guðmundur Pétursson lauk námi frá læknadeild Háskóla íslands árið 1959. Hann vann við krabba- meinsrannsóknir og veiru- rannsóknir við Sloan Ketter- ing stofnunina í New York frá 1961 til 1964 og síðan í Lausanne í Sviss. Guðmund- ur var skipaður forstöðu- maður Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræði að Keldum árið 1967 og lét af því starfi fyrr á þessu ári. Fyrir tveim árum var hann skipaður prófessor við læknadeild Háskóla íslands. Rannsóknir Guðmundar hafa einkum beinst að hæg- gengum veirum í sauðfé, en jaær hegða sér að sumu leyti líkt og eyðniveiran. 18 HEILBRIGÐISMÁL 2/1993

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.