Heilbrigðismál - 01.06.1993, Side 16

Heilbrigðismál - 01.06.1993, Side 16
Nikótínlyf Nýjar leiðir í boði fyrir reykingamenn Grein eftir Þorstein Blöndal Þegar hætt er að reykja er fyrsta skrefið að ná að stöðva reykingar og síðan þárf að viðhalda reykbind- indi. Algengast er að' fólki sem ætl- ar að hætta að reykja mistakist með síðara atriðið, samanber umsögn Mark Twain: Það er enginn vandi að hætta að reykja, ég geri það á hverjum degi. Nikótín er, eins og kunnugt er, það efni í tóbaki sem veldur ávana. Þol myndast fyrir verkun nikótíns og virðist það vera tvenns konar, í fyrsta lagi bráð þolmyndun sem kemur á nokkrum mínútum og stendur í nokkra tíma og í öðru lagi langvinnt þol sem kemur fram á nokkrum dögum og getur enst mánuðum saman eða jafnvel í ár. Eftir að langvinnt þol hefur mynd- ast verða fráhvarfseinkenni þegar notkun efnisins er hætt. Nikótín binst víða í miðtauga- kerfi en einkum í heilaberki. Þegar reykingamenn segja að nikótín bæði örvi og rói gæti það byggst á mismunandi verkun á mismunandi stöðum í miðtaugakerfinu. Það sem reykingamenn finna eftirsóknarvert við nikótín er trúlega geta þess til að örva hugann og þannig hafa áhrif á geðslag og jafnvel afköst og leikni. Talið er að nikótín verki á tauga- kerfið með því að setjast á svo- nefnda nikótínviðtaka. Þegar nikó- tín berst til heilavefs í fyrsta skiptið eru fáir nikótínviðtakar. Við lang- varandi nikótíngjöf hjá tilraunadýr- um verða þeir fleiri og fleiri. Mæl- ingar á nikótínviðtökum í heilavef frá mönnum sem hafa reykt stöð- ugt sýna sama fyrirbæri þ.e. fjölgun nikótínviðtaka. Taugafrumurnar hafa myndað langvarandi þol fyrir verkun nikótíns og þá fjölgar nikó- tínviðtökum. Við þessar kringum- stæður getur nikótín aðeins örvað þegar taugafrumurnar hafa verið óáreittar í nokkurn tíma, t.d. eftir svefn. Mikill fjöldi af viðtökum er for- senda fyrir að mikil örvun geti átt sér stað. Reykingamenn lýsa oft fyrstu reykingum dagsins sem ein- stökum og eins og þá svimi og „það fari alveg út í eyrnasnepla." Bráða þol myndast á nokkrum mínútum til klukkutímum og sömu áhrif nást ekki aftur þann daginn. Þótt reykt sé aftur og aftur verður engin örvun en það sem vinnst fyr- ir reykingamanninn er að hann losnar við fráhvarfseinkenni sem annars hefðu komið fram. Sama máli gegnir ef nikótínlyf eru gefin jafnt og þétt að degi til. Þannig eru megináhrif reykinga á taugakerfið hjá miklum reykinga- mönnum líklega ekki að örva það heldur hemja. Þeir sem láta langan tíma líða milli sígarettna reyna að láta þolið dvína á milli og fá meiri örvunarverkun. Mikilvægt er að hugmyndir um meðferð gegn reyk- ingum taki mið af þessu eftir því sem við á. Meðferð í reykingabindindi hef- ur breyst frá því að vera stuðnings- meðferð eingöngu í þá átt að gefa einnig nikótínlyf sem staðgengil fyrir nikótín úr tóbaki. Hugmyndin með notkun nikótínlyfja er að líkja eftir því sem gerist við reykingar. í þessu felst að litið er á reykingar sem ávana og fíkn í nikótín og er reynt að draga úr fráhvarfsein- kennum með því að gefa nikótín eitt sér. Vafalítið er að langtímaár- angur af lyfjameðferð verður betri ef leitast er við að koma til leiðar breyttu viðhorfi gagnvart reyking- um. Mikilvægt er að fjölskylda og vinnufélagar taki tillit til þess sem er að reyna að hætta og styðji hann heilshugar, sérstaklega ef mikið ber á þunglyndi. Meðferð með nikótíntyggigúm- míi er nú orðin hefðbundin. Ný form nikótínlyfja eins og nikótín- plástur voru skráð sem lyf hérlend- is á síðasta ári og verið er að rann- saka önnur lyfjaform eins og t.d. ni- kótínnefúða, nikótín til innöndunar í lungu og nikótín í sogtöflu. Tyggigúmmí bætir árangur í samantekt úr fjórtán rannsókn- um kom í ljós að 27% þeirra sem fengu nikótíntyggigúmmí voru í reykbindindi eftir sex mánuði en 18% þeirra sem fengu lyfleysu (óvirkt lyf, placebo). Ljóst er því að notkun lyfsins bætir árangurinn, en hann ræðst einnig af öðrum þáttum svo sem því hve löngunin að hætta ristir djúpt, hversu háðir reykinga- mennirnir eru reykingum, lengd meðferðar og skammtastærð, hvort reynt er að breyta hegðunarmynstri og hvernig reykbindindi er fylgt eftir. Fráhvarfseinkenni eins og pirr- ingur, kvíði, óþolinmæði og erfið- leikar að einbeita sér eru mælan- lega minni hjá þeim sem fá virkt lyf miðað við þá sem fá lyfleysu. Flest fráhvarfseinkenni minnka mjög eft- ir þrjár til fjórar vikur en löngun að reykja og mikil matarlyst standa lengur og eru þess oft valdandi að aftur er farið að reykja. 16 heilbrigðismál 2/1993

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.