Heilbrigðismál - 01.06.1996, Side 6
Erlent
Trefjar sanna gildi sitt
Nær tveir áratugir eru síðan mikil
umræða var um trefjar í fæðu og
gildi þeirra fyrir heilsuna. Fólk var
meðal annars hvatt til að borða
gróft brauð frekar en fínt og auka
neyslu ávaxta og grænmetis. Fullyrt
var að það hefði góð áhrif á melt-
inguna og minni líkur væru á
krabbameini í ristli.
Fyrir nokkrum árum var farið að
skipta trefjum upp í vatnsleysanleg-
ar og þær sem ekki voru vatnsleys-
anlegar. Bent var á að hafrar væru
ríkir af fyrrnefndu tegundinni sem
lækkaði kólesteról í blóði.
Nú hefur stór rannsókn frá Har-
vard háskóla leitt í ljós að trefjaríkt
fæði minnki hættu á hjartaáfalli.
Það sem gerir gæfumuninn í þessu
tilviki er sá hluti trefjanna sem er
ekki vatnsleysanlegur.
Mælt er með 20-35 grömmum af
trefjum á dag en meðalneyslan er
aðeins helmingur af því. Þeir sem
auka neysluna um 15 grömm
minnka líkur á hjartaáfalli um 30%,
samkvæmt rannsókninni.
Auðvelt á að vera að ná þessu
marki. í einum skammti af morg-
unkorni eru 3-10 grömm af trefjum,
í einni sneið af heilhveitibrauði eru
2-3 grömm (samanborið við 0,5
grömm í franskbrauði), 2 grömm í
banana og 8 grömm í bolla af
sveskjum.
Health, júlí-ágúst 1996.
Annar hver
of þungur
I fyrsta sinn eru of
þungir Bandaríkjamenn
fleiri en þeir sem ekki
eru það, samkvæmt nið-
urstöðum rannsóknar
sem náði til þrjátíu þús-
und karla og kvenna.
Nánar tiltekið teljast 59%
karla og 49% kvenna
þyngri en eðlilegt getur
talist, og er þá miðað við
svonefndan þyngdar-
stuðul (BMI, Body Mass
Index). Fyrir áratug voru
tölurnar 8% lægri.
Astæður aukningarinn-
ar eru einkum þær að
fólk er farið að borða
meira, án þess að reyna
meira á sig, sem því
nemur. Einnig eru þær
skýringar nefndar að
margir sitja tímunum
saman við sjónvarpið
og sumir þora ekki að
fara út af ótta við
glæpi.
ÞyngdarstuðuIIinn er
reiknaður þannig út að
hæðinni í metrum í öðru
veldi er deilt í þyngdina
í kílógrömmum. Ef út-
koman er hærri en 25 er
þyngdin talin of mikil og
heilbrigðisvandamál auk-
ast eftir því sem talan er
hærri. Sem dæmi má
nefna að sá sem er 1,80
metrar á hæð er álitinn
of þungur ef hann er
meira en 80 kílógrömm.
A sama hátt má sá sem
er 1,70 metrar ekki vera
þyngri en 73 kílógrömm
og sá sem er 1,60 metrar
ekki vega meira en 64
kílógrömm.
Healtli, júlí-ágúst 1996.
Bandaríska þjóðin held-
ur áfram að þyngjast,
eins og aðrar vestrænar
þjóðir. Þetta á bæði við
um karla og konur.
Fólki er nú ráðlagt að
borða minna og hreyfa
sig meira.
Að hugsa
sig í svefn
Ef þú átt erfitt með
svefn er ekki sama
hvernig viðhorf þitt er til
vandans. Á námskeiði á
vegum Harvard háskóla í
Bandaríkjunum reyndist
vel að leggja áherslu á já-
kvæða hugsun. í stað
þess að hafa áhyggjur af
þeim tíma sem maður
hefur legið andvaka á að
gera mikið úr því sem
eftir lifir nætur, þó að
það séu ekki nema fjórir
til sex tímar, og stefna að
því að bæta sér upp
næstu nótt það sem á
vantar.
Annað ráð er að láta
ekki eftir sér að dotta á
daginn og gæta þess að
leggjast ekki til svefns
fyrr en mann fer að syfja.
Þeir sem fylgdu ofantöld-
um ráðum á námskeið-
inu bættu svefn sinn
mikið.
American Health,
september 1996.
Stærri eyru
Enskir læknar hafa
komist að raun um að
eyrun stækka um 0,2
millimetra á ári. Eyru á
sjötugu fólki eru að með-
altali 7,1 sentimetri, sam-
anborið við 6,1 senti-
metra við tvítugsaldur.
American Healtli, mars 1996.
Hættan ofmetin
Bandarískar konur ótt-
ast fátt meira en brjósta-
krabbamein. Þær telja að
þessi sjúkdómur valdi
40% dauðsfalla. Rétta tal-
an er 4%.
American Health,
júní 1996.
6 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996
Styttri dvöl á
fæðingardeild
breytir litlu
Á sparnaðartímum
hefur víða verið gripið til
þess ráðs að stytta dvöl
sængurkvenna á fæðing-
ardeildum sjúkrahúsa
niður í einn sólarhring
þegar fætt er á hefð-
bundinn hátt en tvo sól-
arhringa þegar um er að
ræða fæðingu með keis-
araskurði.
Bandarískir barnalækn-
ar hafa mótmælt slíkri
hraðþjónustu og telja tvo
sólarhringa algjört lág-
mark til að hægt sé að
fullvissa sig um að barn-
ið sé heilbrigt.
Mæður eru heldur ekki
fyllilega sáttar við styttri
dvöl en áður á fæðingar-
stofnun. Það tekur þær
meira en einn eða tvo
sólarhringa að ná sér og
aðstæður eru mismun-
andi þegar heim er kom-
ið.
Nú hefur rannsókn á
nýfæddum börnum í
Utah leitt í ljós að lengd
dvalar á fæðingardeild
skiptir ekki öllu máli um
afdrif barnsins, að því til-
skyldu að meðgangan
hafi verið eðlileg. Hins
vegar verður að meta
ástand móður og barns
áður en útskrifað er of
snemma.
American Medical Neivs,
september 1996.
Léttar gönguferðir gera
sitt gagn.
Vítamín seljast vel
þegar haustar. Allir hafa
gott af þeim, en
fjölbreytt og holl fæða
er þó aðalatriði.
Saltpokar
Neysla á söltum mat
eykur líkur á því að pok-
ar myndist undir augum.
Aðrir þættir sem hafa
áhrif eru of lítill svefn,
streita og sólböð.
American Health,
september 1996.
Sláið ekki
slöku við
Vilt þú minnka hættu
á heilablóðfalli um helm-
ing? Ef þú ert kyrrsetu-
maður er aðferðin ein-
föld: Hreyfðu þig í 20
mínútur í senn, þrisvar í
viku. Áreynslan þarf ekki
að vera mikil, gönguferð-
ir, dans, golf og garð-
vinna nægja. Ef þú vilt
minnka hættuna um tvo
þriðju skaltu hjóla, synda
eða stunda tennis.
Heilablæðing er helsta
orsök örorku og þriðja
algengasta dánarorsökin í
vestrænum þjóðfélögum.
Prevenlipn, október 1996.
Misjafnar
ástæður
Meira en helmingur
karla vill léttast til að
bæta heilsuna en aðeins
tíunda hver kona. Hins
vegar vilja 96% kvenna
léttast til að Iíta betur út.
Hcallh, júlí-ágúst 1996.
Tengsl milli
kólesteróls og
krabbameins?
Kólesteról hefur hing-
að til tengst kransæða-
sjúkdómum en ef til vill
má bæta krabbameini við
- að minnsta kosti
krabbameini í eggja-
stokkum, samkvæmt nið-
urstöðum nýrrar rann-
sóknar, Þær sýndu að
konur sem eru með mik-
ið af kólesteróli í blóði
eru í þrefalt meiri hættu
á að fá eggjastokka-
krabbamein samanborið
við þær konur sem hafa
minnst af kólesteróli.
Ekki er ljóst hvað veld-
ur þessu en hugsanlegt
er að þær fæðutegundir
sem auka kólesterólið
hafi einnig áhrif á horm-
ón sem gætu ýtt undir
myndun krabbameins í
eggjastokkum.
Prevention,
júní 1996.
Morgunverður
fyrir minnið
Áður en þú ákveður
að sleppa morgunverðin-
um enn einu sinni skaltu
átta þig á því að nýlegar
rannsóknir sýna að þessi
máltíð hækkar gildi á
þrúgusykri í blóði, en
hann er í lágmarki eftir
nóttina. Þetta er talið gott
vegna þess að heilinn
nærist á þrúgusykri.
Fólk sem borðar morg-
unverð nær betri árangri
en aðrir þegar það þreyt-
ir próf sem reyna á
minni og athygli. Ávextir
og ávaxtasafi eru góðir
að þessu leyti.
Health, júlí-ágúst 1996.
Ofþyngd
skaðar nýrun
Krabbamein í nýrum
er fjórum sinnum algeng-
ara hjá konum sem eru
mjög þungar samanborið
við þær sem eru í eðli-
legum holdum, sam-
kvæmt nýrri rannsókn.
Ein kenningin er að álag-
ið á nýrun aukist svo
mikið við umframþyngd-
ina og viðhald hennar að
hormónajafnvægi líkam-
ans raskist.
Ef gætt er hófs í
neyslu, valin holl fæða
og stunduð líkamsrækt
er hægt að draga úr
hættu á krabbameini í
nýrum og jafnframt úr
öðrum krabbameinum,
svo sem í ristli, og einnig
hjartasjúkdómum.
Prevention, júní 1996.
Ekki þarf að neyta fisk-
máltíðar nema einu
sinni í viku til að draga
úr hættu á hjartaáfalli
um helming, samkvæmt
rannsókn sem gerð var á
vegum háskóla í Seattle
og sagt er frá í tíma-
ritinu American Health.
Ekki er sama hvaða fisk-
ur er á borðum því
áhrifin virðast tengjast
fitusýru sem er í ríkara
mæli í feitum fiski,
t.d. laxi, en í öðrum
fiski.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 7