Heilbrigðismál - 01.06.1996, Side 10
í réttu
ljósi?
Á sama tíma og þynning óson-
lagsins veldur því að meira en áður
berst til jarðar af útfjólubláum
geislum sólar bætum við gráu ofan
á svart með því að bjóða fólki út-
fjólubláa geisla að vild í svonefnd-
um ljósabekkjum.
Þrátt fyrir sífellt meiri upplýsing-
ar um skaðsemi óhóflegra sólbaða,
ekki síst í ljósabekkjum, hefur sól-
baðsstofum í Reykjavík fjölgað á
síðustu árum, samkvæmt upplýs-
ingum frá Heilbrigðiseftirlitinu. Nú
er hægt að fara í ljós á meira en
tuttugu stöðum. Jafnvel eru boðnir
ókeypis ljósatímar sem verðlaun
fyrir þá sem kaupa sér tíma í
heilsurækt. Sérstakur afsláttur er
veittur þeim sem kaupa marga
tíma með stuttu millibili og farið er
að leigja bekki á vildarkjörum til
notkunar í heimahúsum.
Jón Hjaltaiín Ólafsson læknir
benti á það í grein í Heilbrigðismál-
um fyrir nokkrum árum að þeir
sem liggja í ljósabekkjum í tuttugu
mínútur fái álíka mikið af útfjólu-
bláum geislum og þeir sem liggja í
sólbaði við Dauðahafið í fjórar
klukkustundir um miðjan dag, þeg-
ar sólin er sterkust.
Á síðasta ári var í Heilbrigðis-
málum sagt frá sænskri rannsókn
sem sýnir að fólk sem er undir þrí-
tugsaidri og fer í ljósalampa oftar
en tíu sinnum á ári sé í sjö sinnum
meiri hættu en aðrir á að fá sortu-
æxli, hættulegustu tegund krabba-
meins í húð. Þessar niðurstöður
þóttu svo athyglisverðar að Banda-
ríska læknafélagið hefur mælst til
þess að fólki verði bannað að fara í
ljós, nema að læknisráði.
í síðasta hefti Heilbrigðismála
var fræðsluefni frá Geislavörnum
ríkisins um ljósabekki. Þar segir:
„Ljósabekkir geta verið hættulegir,
engu síður en sólin. Börn eiga því
ekki að nota ljósabekki. Allir sem
hafa ljósa og viðkvæma húð, sem
brennur gjarnan í sól, eru ljóshærð-
ir eða rauðhærðir, eða eru með
marga fæðingarbletti, ættu að forð-
ast ljósböð. Þeir sem á annað borð
kjósa að nota ljósabekki ættu ekki
að fara oftar í þá en tíu til fimmtán
sinnum á ári."
Félag íslenskra húðlækna varaði í
vor við því að of sterkar perur í
ljósabekkjum gætu valdið alvarleg-
um brunasárum. í kjölfar þess var
ákveðið að herða eftirlit með sól-
baðsstofum.
Eins og kunnugt er hefur tíðni
húðkrabbameins aukist síðustu
áratugi og er það rakið til aukinna
sólbaða og notkunar ljósabekkja.
Ár hvert eru greind meira en fjöru-
tíu ný tilfelli af húðkrabbameini hér
á landi. Meðaltai áranna 1991-95 er
20 sortuæxli og 27 önnur krabba-
mein í húð. Mikilvægt er að fara til
læknis ef fram koma breytingar á
húð eins og blettir sem stækka, eru
óreglulega litir eða breytast, og sár
sem ekki gróa.
Þegar ljósabekkir voru að koma á
markaðinn fyrir rúmum áratug
brugðust heilbrigðisyfirvöld við og
settu skýrar reglur um búnað
þeirra og gáfu leiðbeiningar um
notkun. Nú virðist tímabært að
endurskoða reglurnar en einnig
skortir á fræðslu.
Efna ætti til átaks til að fræða um
húðkrabbamein og áhættuþætti
þess. Eðlilegt er að þar standi sam-
an Landlæknisembættið, Geisla-
varnir ríkisins, Félag íslenskra húð-
lækna og Krabbameinsfélagið.
Einnig þarf, í samráði við ferða-
skrifstofur, að kynna sólarlandaför-
um hvernig best er að verjast sól-
bruna. Víða erlendis er mikil
áhersla lögð á notkun sólarolíu
með tilteknum verndunarþætti en
hér á landi er ekki vakin nægileg
athygli á því.
Eins og segir í áðurnefndri grein
úr síðasta hefti Heilbrigðismála er
ekki ástæða til að amast við því að
fólk láti geisla sólar leika um sig, ef
það er gert innan skynsamlegra
marka en fátt eða ekkert mælir með
því að nota Ijósabekki í þeim til-
gangi að „líta betur út". Það er
staðreynd að of mikið af útfjólublá-
um geislum hefur slæm áhrif á
húðina, hún verður þykk og skorp-
in og hætta á húðkrabbameini
eykst. Það er einnig staðreynd að á
síðustu þrjátíu árum hefur fjöldi
nýrra tilfella af húðkrabbameini
fimmfaldast, sem er svipuð aukn-
ing eins og hefur orðið á lungna-
krabbameini á sama tíma! Gerum
við allt sem hægt er til að sporna
gegn þessari þróun?
Jónas Ragnnrsson, ritstjóri.
10 HEILBRIGÐISMÁL 2/1996