Heilbrigðismál - 01.06.1996, Qupperneq 19
Heilbrigð manneskja er ekki gallalaus í sið-
ferðilegu tilliti, heldur einfaldlega einstakl-
ingur í góðu líkamlegu ástandi. Ég vil því
líta á heilbrigði sem þröskuldarhugtak en
ekki sem fyrirmyndarhugmynd. Ég sé ekk-
ert því til fyrirstöðu að skilgreina sjúkdóm
og heilbrigði sem líkamleg fyrirbrigði en
leggja jafnframt mikla áherslu á þá and-
legu og félagslegu þætti sem eru ófrávíkj-
anlegur hluti bæði af sjúkdómssamheng-
inu og bataleiðinni. Ég minni líka á að lif-
andi mannslíkami er eining efnis og anda.
Mönnum sést iðulega yfir þetta mikilvæga
atriði vegna þess að þeir eru ýmist fastir í
tvíhyggju sálar og líkama eða í vélfræði-
legri einhyggju sem vanmetur sálarlíf
mannsins.
Ef menn vilja endilega reyna að skil-
greina heilbrigði, held ég að vel megi dusta
rykið af hugmyndum Platons um það efni.
Þegar maður er heilbrigður, segir Platon,
rækir hver líkamshluti vel sitt hlutverk og
líkamsheildin gerir sitt gagn. Þetta heil-
brigðishugtak vísar til góðs líkamsástands
og eðlilegrar líffærastarfsemi. Hugmyndin
um gott líkamsástand vísar síðan óhjá-
kvæmilega til þess sem menn eru færir um
að gera. „Sá sem getur elskað og unnið er
heilbrigður", sagði Freud. Með þessu orða-
lagi bendir Freud réttilega á að heilbrigði
birtist ekki síður í samskiptahæfni okkar en
starfshæfni. Þar með tengjast líka heilbrigði
og mannkostir. Sá sem er ófær um að
mynda góð tengsl við sjálfan sig og aðra er
ekki heilbrigður. Hann þarf hins vegar
hvorki að hafa vinnu né að vera ástfanginn
til þess að teljast heilbrigður. Heilbrigð
manneskja er fær um að axla ábyrgð, þótt
Lykilhugtök hins
siðferðilega lífs
eru frelsi og
ábyrgð sem fela í
sér möguleika
manna til að ráða
sér sjálfir og
bæta líf sitt.
hún kunni af einhverjum ástæðum að gera
það ekki.
Þessar hugmyndir þeirra Platons og
Freud um heilbrigði fela ekki í sér svör við
því hvernig manneskjan á að lifa. Þetta
kann að vera til marks um einn mikilvæg-
an mun á heilbrigðum mönnum og heil-
brigðum dýrum. Það er eflaust ekki heil-
brigður skógarþröstur sem ekki gerir sér
hreiður og það er vanheill íkorni sem ekki
safnar hnetum, því að lífsmynstur þessara
dýra og tegundareðli er svo njörvað niður
af náttúrunni. Manneskjan hefur aftur á
móti náð að slaka svo á böndum náttúr-
unnar að svigrúm hefur skapast fyrir fjöl-
breytta lífskosti sem heilbrigð manneskja
getur nýtt sér, þótt þeir séu mismunandi
lofsverðir frá siðferðilegu sjónarmiði.
Þetta er einmitt meginástæðan fyrir því
hversu varlega verður að beita heilbrigðis-
hugtakinu. Þess eru fjölmörg dæmi í sög-
unni að fólk hafi verið misrétti beitt í krafti
hugmynda um heilbrigði og sjúkleika. Ég
er ekki að halda því fram að dómar um
heilbrigði séu ekki gildisdómar. Öðru nær:
Hcilbrigði er gott og æskilegt ásigkomulag
manneskjunnar til líkama og sálar. En slíkum
gildisdómum, sem vísa til starfsemi
mannslíkamans, á ekki að rugla saman við
siðferðilega dóma um hegðun og lífs-
máta.
Dr. Vilhjálmur Árnason er dósent í heim-
spcki við Háskóla íslands.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 19