Heilbrigðismál - 01.06.1996, Qupperneq 31

Heilbrigðismál - 01.06.1996, Qupperneq 31
Sigurður Stefán Jónsson - Jóhannes Long Fjölþætt starfsemi Krabbameinsfélagsins Starfsemi Krabbameinsfélags Islands er mjög fjöl- þætt. Leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er um- fangsmesta verkefni félagsins. Síðan 1964 hefur farið fram skipuleg leit að leghálskrabbameini á vegum Leit- arstöSvarinnar og að brjóstakrabbameini síðan 1973. Mikil breyting varð á þeirri leit þegar Röntgendeild var komið á fót árið 1985. Sýni úr leghálsslímhúð eru skoð- uð í Frumurannsóknastofu og skráning og úrvinnsla gagna fer fram í Tólvudeild og Tólvinnustofu. Samkvæmt samningi sem gerður var við heilbrigðisyfirvöld árið 1987 tók félagið að sér skipulag og framkvæmd krabba- meinsleitar, sem nær til kvenna á aldrinum frá tvítugu til sjötugs. Allar konur á þessum aldri eru boðaðar til skoðunar annað hvert ár. Skráning krabbameina hófst árið 1954 á vegum Krabbameinsskrárinnar. Safnað er upplýsingum um alla sem greindir eru með krabbamein. Urvinnsla gagna miðar að því að afla þekkingar á orsökum og eðli krabbameins. I tengslum við skrána er unnið að rann- sóknum á fjölskyldufylgni (ættgengi) krabbameins. Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði, sem kom- ið var á fót í kjölfar Þjóðarátaksins 1986, fæst við svo- nefndar grunnrannsóknir á krabbameini. Ahersla er einkum lögð á rannsóknir á að brjóstakrabbameini og hafa niðurstöður vakið athygli. Á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins er lesið úr 29 þúsund leghálssýnum á ári og teknar myndir af brjóstum nær 14 þúsund kvenna. Fræðsla og útgáfa eru stór þáttur í forvarnastarfi krabbameinssamtakanna. Félagið gefur út tímaritið Heilbrigðismál, sem fjallar um þennan málaflokk með sérstakri áherslu á krabbamein, Bókasafn er opið fyrir lærða sem leika og hjá Krabbameinsráðgjöfinni er svarað í síma 800 4040 kl. 15-17 virka daga og veittar upplýs- ingar, gefin ráð og veittur félagslegur stuðningur. Stuðningur við sjúklinga er eitt af forgangsverkefn- um Krabbameinsfélagsins. Innan vébanda félagsins starfa fimm stuðningshópar krabbameinssjúklinga. Síðan 1986 hefur félagið rekið Heimahlynningu sem miðar að því að langt leiddir sjúklingar geti dvalist heima. Skrifstofa félagsins sinnir stjórnun, þjónar áðurnefnd- um starfsdeildum og annast almenna afgreiðslu. Velta Krabbameinsfélags Islands árið 1995 var um 200 millj- ónir króna og eignir þess eru um 250 milljónir. Starfs- menn eru alls um 80 í 60 stöðum. Helstu tekjustofnar eru gjöld fyrir veitta þjónustu, tekjur af happdrætti og sölu minningarkorta svo og ýmsar gjafir. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur tekið að sér fræðslu um krabbamein, í nafni heildarsamtakanna, og vinnur ekki síst að tóbaksvörnum, m.a. í grunnskólum landsins. Þá gefur félagið út röð fræðslurita og annast rekstur Happdrættis Krabbameinsfélagsins. Krabba- meinsfélag Akureyrar og nágrennis, Krabbameinsfélag Árnessýslu og Krabbameinsfélag Suðurnesja hafa ráðið starfsmenn, einkum til fræðslustarfa, og einnig er starfsmaður á Austurlandi. Nánari upplýsingar um starf Krabbameinsfélagsins má fá á skrifstofu félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Afgreiðslutími er frá kl. 08.30 til kl. 16.30 og síminn er 562 1414. Sími Leitarstöðvarinnar er 562 1515. íbúðirnar sem Krabbameinsfélagið og Rauði kross- inn eiga að Rauðarárstíg 33 hafa komið að góðum notum fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggðinni. HEILBRIGÐISMÁL 2/1996 31

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.