Heilbrigðismál - 01.06.1996, Síða 34
Tómas Jónasson
Á sumum stöðum
mættu allar konur
sem boðaðar voru í
krabbameinsskoðun
segir Jón Þorgeir Hallgrímsson
formaður Krabbameinsfélags
Islands um upphaf krabbameins-
leitar á landsbyggðinni
Hann hefur verið formaður Krabbameinsfélags ís-
lands í fjögur ár og var áður formaður Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur í fjögur ár. Tengsl hans við félagið og
starf þess ná þó enn lengra eða til ársins 1966 þegar
hann, nýkominn úr sérfræðinámi í kvenlækningum í
Svíþjóð, gerðist héraðslæknir á Hólmavík um skeið og
sá um leit að leghálskrabbameini þar. Það var gert að
höfðu samráði við Ölmu Þórarinsson yfirlækni Leitar-
stöðvar Krabbameinsfélagsins, en stöðin hafði tekið til
starfa tveim árum áður. Þetta var fyrsta skipulega hóp-
skoðunin utan Reykjavíkur. Auk skoðunar á Hólmavík
fór Jón Þorgeir með strandferðaskipi í Norðurfjörð og á
Djúpuvík og skoðaði konur þar í heimahúsum meðan
skipið beið.
Jón Þorgeir hóf störf hjá Leitarstöð Krabbameinsfé-
lagsins í ársbyrjun 1967, ásamt Guðmundi Jóhannes-
syni, sem síðar varð yfirlæknir stöðvarinnar. I rúman
áratug fór Jón Þorgeir oft í ferðir um landið á vegum
Leitarstöðvarinnar. Sem dæmi má nefna að árin 1969
og 1970 skoðaði hann „nánast allt kvenfólk á svæðinu
frá Eyjafirði og austur og suður um að Eyjafjöllum,"
eins og hann segir í stuttu viðtali við Heilbrigðismál,
og kímir við.
Jón Þorgeir Hallgrímsson minnist þessara ára með
ánægju, þó aðstæður hafi ekki verið eins góðar og nú
þekkist. „Þetta var áður en farið var að byggja allar
heilsugæslustöðvarnar. A Húsavík skoðuðum við inn-
an um uppstoppuð dýr í náttúrugripasafninu, á
Vopnafirði í eldhúsinu í félagsheimilinu, á Norðfirði í
sjómannaheimilinu, á Egilsstöðum í skóla og á Fá-
skrúðsfirði í félagsheimilinu, í búningsherbergi bak við
leiksviðið. Anægjulegast var hve þátttakan var mikil
og almenn," segir Jón Þorgeir, „en fyrir kom að allar
boðaðar konur í ákveðnum hreppum mættu til skoð-
unar."
Hjúkrunarfræðingur frá Leitarstöðinni var yfirleitt
með í för og sýni voru send til Reykjavíkur svo fljótt
sem unnt var. Ferðirnar voru farnar vor og haust og
gat brugðið til beggja vona með veður og færð.
„Stundum voru varðskip fengin til að flytja okkur á
milli staða og ég man eftir að hafa verið ferjaður í land
á þyrlu. Það var á Djúpavogi."
Jón Þorgeir Hallgrímsson í ræðustól á aðalfundi
Kabbameinsfélags Islands í vor. Hann hefur verið
formaður félagsins í fjögur ár.
Víða voru stofnuð krabbameinsfélög til að skipu-
leggja leitina og aðstoða við hana. Síðan hafa þessi fé-
lög beitt sér fyrir öðrum verkefnum, verið dugleg við
fjáröflun og átt sinn þátt í að koma upp íbúðum í
Reykjavík fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggð-
inni meðan þeir eru í meðferð. Mörg félaganna greiða
kostnað við dvöl í íbúðunum. „Starf þessara sjálfboða-
liða er ómetanlegt og ekki síður starf stuðningshópa
krabbameinssjúklinga," segir Jón Þorgeir.
Fulltrúar aðildarfélaganna, svæðafélaga og stuðn-
ingshópa, koma saman tvisvar á ári. Á haustin er for-
mannafundur til að leggja línur fyrir vetrarstarfið en á
vorin er haldinn aðalfundur Krabbameinsfélags ís-
lands. Aðalfundurinn í vor var haldinn í nýinnréttuðu
húsnæði á fjórðu hæð Skógarhlíðar 8, hússins sem
þjóðin gaf félaginu og sjálfri sér í einni stærstu söfnun
landsins árið 1982. „Nú er því takmarki náð að nýta
húsið allt - og veitir ekki af, því að starfsemin er alltaf
að aukast," segir Jón Þorgeir. „Um helmingur starfsins
tengist krabbameinsleitinni. Síðan hið opinbera gerði
við okkur samning um leitina, fyrir tæpum áratug,
stendur hún nokkurn veginn undir sér. Hins vegar hef-
ur annað starf félagsins, ekki síst rannsóknir, aukist svo
hratt að okkur hefur ekki tekist að renna nógu styrkum
stoðum undir það fjárhagslega. Það sem hefur bjargað
okkur síðustu ár er að við höfum fengið hverja stór-
gjöfina á fætur annarri, og er það ómetanlegt."
„Allir sem vinna fyrir okkur og með okkur eru að
vinna af hugsjón og eldmóði - án þess hefðum við ekki
náð eins langt og raun ber vitni," segir Jón Þorgeir.
„Við höfum verið að vinna að baráttu gegn krabba-
meini í þágu þjóðarinnar og með miklum stuðningi
hennar, eins og best hefur komið í ljós þegar við höfum
efnt til þjóðarátaks gegn krabbameini. Þjóðin hefur
treyst Krabbameinsfélaginu til að takast á við mörg og
brýn viðfangsefni og vonandi fær félagið áfram umboð
til að vinna að þessum góðu málum." -jr.
34 heilbrigðismAl 2/1996