Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 4

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 4
Tömas J< Innlent Réttindi sjúklinga tryggð með lögum Réttarstaða sjúklinga gagnvart heilbrigðis- þjónustunni er orðin skýrari en áður, í kjölfar setningar sérstakra laga um réttindi sjúklinga en þau gilda frá 1. júlí 1997. Markmið laga þessara er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í sam- ræmi við almenn mann- réttindi og mannhelgi, segir í fyrstu grein lag- anna. Þau eru í þrjátíu greinum. Sérstakur kafli er um upplýsingar og samþykki, annar um trúnaðarskyldu og þagn- arskyldu, einn um með- ferð upplýsinga í sjúkra- skrá, langur kafli er um meðferð, sérreglur eru um sjúk börn og loks er fjallað um rétt til að kvarta. Frumvarp til laga um réttindi sjúklinga var fyrst lagt fram á Alþingi vorið 1996. „Héraðsskylda" í nýju formi? Störf á heilsugæslustöð á svonefndu kandídatsári eru nú metin til jafns við störf á sjúkrahúsum. Sá sem lokið hefur háskóla- prófi í læknisfræði (er orðinn kandídat) þarf að ljúka viðbótarnámi í tólf mánuði á viðurkenndum heilbrigðisstofnunum til þess að eiga rétt á að öðl- ast lækningaleyfi og heita læknir. í reglugerð um veit- ingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa, sem sett var í maí, er áskilið að fjóra mánuði, að minnsta kosti, skuli starfa á lyf- lækningadeild sjúkrahúss og tvo mánuði á hand- lækningadeild. Þá er það nýmæli í reglugerðinni að heimilt er að starfa allt að fjóra mánuði á heilsugæslustöð. Ólafur Ólafsson land- læknir segir að þessi breyting sé gerð vegna þess að erfitt hafi verið að fá lækna til starfa á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Hér áður fyrr hafi svonefnd „hér- aðsskylda" verið við lýði, en með því var átt við að læknakandídatar yrðu að vinna í læknishéraði í nokkra mánuði. Hann viðurkennir þó ekki að jafna megi þessu ákvæði við héraðsskylduna, enda er hér einungis um heim- ild að ræða. Engu að síð- ur vonast hann til að læknakandídatar noti tækifærið til að vinna á heilsugæslustöðvum og öðlist þannig skilning á læknisstörfum á lands- byggðinni. • Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. (3. gr. laga um réttindi sjúklinga.) • Virða skal rétt sjúklings til að ákveða sjálfur hvort hann þiggur meðferð. (7. gr.) • Starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skal gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúk- dómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýs- ingum. (12. gr.) • Heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem starfs síns vegna hafa samskipti við sjúkling skulu koma fram við hann af virðingu. (17. gr.) • Ef nauðsynlegt reynist að forgangs- raða sjúklingum vegna meðferðar skal fyrst og fremst byggt á læknisfræði- legum sjónarmiðum og eftir atvikum öðrum faglegum forsendum. (19. gr.) • Sjúklingur á rétt á að leita til þess læknis sem honum hentar best. Þá á hann rétt á að fá álit annars læknis á greiningu, meðferð, ástandi og bata- horfum. (20. gr.) • Sjúklingur ber ábyrgð á heilsu sinni eftir því sem það er á hans færi og ástand hans leyfir. (21. gr.) • Lina skal þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum tíma frekast leyfir. (23. gr.) • Dauðvona sjúklingur á rétt á að deyja með reisn. (24. gr.) Framúrakstur skapar mikla hættu í umferð- inni. Þessi mynd var tek- in á veginum í Kjós að kvöldlagi í júníbyrjun, nokkrum mínútum áður en þar varð alvarlegt slys við slíkar aðstæður. Áætlun um umferðaröryggi Alþingi hefur sam- þykkt að stefna að fækk- un banaslysa og annarra alvarlegra umferðarslysa um fimmtung fram til aldamóta. Einkum verður lögð áhersla á að draga úr ökuhraða og auka þekkingu ungra öku- manna en einnig verður athyglinni beint að notk- un bílbelta og akstri á gatnamótum. Einn sá elsti Þórður Kristleifsson lést 24. júní 1997, rúm- lega 104 ára. Aðeins þrír aðrir íslenskir karlmenn hafa orðið eldri en hann. Faðir Þórðar varð rúm- lega níræður, einn bróðir hans 99 ára og ein systir hans 96 ára. 4 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.