Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 5

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 5
Sigurður Stefán Jónsson - Tómas Jónasson Til verndar umhverfinu Umhverfisráðherra hef- ur sett reglugerð um álagningu spilliefna- gjalds, sem kveður á um að gjald skuli lagt á alla blýsýrurafgeyma til að standa straum af kostn- aði við móttöku og förg- un þeirra. Rafgeymar eru fyrsti vöruflokkurinn sem spilliefnagjald er lagt á skv. lögum sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra, en einnig hefur verið lagt spilliefnagjald á ljósmyndavökva. Til stendur að leggja gjald á ýmsa aðra vöruflokka í áföngum á næstu misser- um. Til spilliefna telst hvers kyns úrgangur sem tal- inn er hafa skaðleg eða óæskileg áhrif á um- hverfi og jafnvel á heilsu fólks. Margs kyns olíu- vörur, málning, lífræn leysiefni, rafhlöður, ljós- myndavörur og ýmsar aðrar efnavörur geta orð- ið að spilliefnum. Mark- mið laga um spilliefna- gjald var að skapa skil- yrði fyrir söfnun og viðunandi eyðingu eða endurnýtingu þessara efna. Grænn lífseðill til að bæta heilsu og líðan Heilbrigðisráðuneytið og íþróttasamband Is- lands hafa gert samning til tveggja ára um verk- efni sem nefnist „Grænn lífseðill" og miðar að því að bæta heilbrigði og líð- an almennings. Fólk er hvatt til að hreyfa sig reglulega, neyta hollrar fæðu og hafna hvers konar fíkniefnum. Fram- kvæmd verkefnisins er í höndum íþrótta fyrir alla og Heilsueflingar. Svipmynd frá upphitun í Heilsuhlaupi Krabba- meinsfélagsins. Sextíu hlaup á einu ári Sextíu almennings- hlaup eru í boði frá mars og fram í desember, sam- kvæmt skrá Frjálsíþrótta- sambands íslands. Flest þeirra voru í júní, eða átj- án, en einnig voru mörg í maí og júlí. Kvenna- hlaup ÍSI var fjölmenn- ast, eins og áður, en mörgum finnst Reykja- víkurmaraþonið í ágúst vera hápunkturinn. Vegalengdir eru frá tveggja kílómetra skokki upp í 42,2 kílómetra maraþon. Lengst var þó hlaupið í lok júlí þegar lagt var í Laugaveginn, frá Landmannalaugum og niður í Þórsmörk. Þetta eru um 55 kíló- metrar. í áttina Mjólkursamsalan hefur sætt ámæli fyrir að selja Engjaþykkni sem er með 6-8% fitu, en það er helmingi meira en í venjulegri jógúrt og fjór- um sinnum meira en í léttjógúrt. Nú hefur fyrirtækið sett á markað nýja teg- und, Létt engjaþykkni, þar sem fituhlutfallið er aðeins 1,9%. Eitt sinn var sagt að batnandi manni væri best að lifa. Ætli sama máli gegni ekki um fyrirtæki sem laga sig að kröfum neyt- enda um heilnæmari vöru? Niðurskurður hefur ekki bitnað á fötluðum „Málefnum fatlaðra hefur verið sinnt mun betur en öðrum mála- flokkum á undanförnum árum og niðurskurður í ríkisfjármálum hefur ekki bitnað á fötluðum. Þvert á móti. Og því ber að fagna," segir Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra í grein í tímaritinu Þroska- hjálp. Hann segir að út- gjöld til þessa málaflokks hafi aukist um 21% frá 1990 en á sama tíma hafi útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála aukist um 10% og útgjöld til at- vinnumála, þar á meðal landbúnaðar, hafi lækkað um 25%. „Takist að ná hallalaus- um fjárlögum og draga úr vaxtagreiðslum ríkis- sjóðs mun það koma öll- um landsmönnum til góða, einnig fötluðum," segir Friðrik. Útgjöld ríkissjóðs til fatlaðra hafa aukist meira en til margra ann- arra málaflokka. HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 5

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.