Heilbrigðismál - 01.03.1997, Qupperneq 7
Létt fæða og
lægri þrýstingur
Með því að neyta fitu-
lítillar fæðu, grænmetis,
korns og ávaxta, er hægt
að lækka blóðþrýsting.
Ef hlutfall fæðuorku úr
fitu er minnkað úr 37% í
27% lækkar þrýstingur-
inn um 5-10 mm Hg á
nokkrum vikum, sam-
kvæmt niðurstöðum
bandarískrar rannsóknar.
Þetta er svipaður árangur
og næst með algengum
háþrýstingslyfjum, að
sögn.
Harvnrd Health Letter,
febrúar 1997.
Hjálmarnir
gera gagn
Notkun reiðhjóla-
hjálma getur dregið úr
hættu á alvarlegum af-
leiðingum slysa um 65-
80%. Þetta sýna niður-
stöður rannsóknar sem
gerð var á slysadeild
Washington-háskóla í
Hjálmamir veita börn-
um vörn hvort sem þau
eru á hjóli eða hjóla-
I skautum.
Grænmeti og ávextir
bæta blóðþrýstinginn.
Seattle í Bandaríkjunum.
Hvatt er til aukinnar
fræðslu um gildi hjálma
og að notkun þeirra
verði lögleidd. Þá er
mælt með gerð reiðhjóla-
stíga til að skilja umferð
hjólreiðamanna frá bíla-
umferð.
American Medical Nezvs,
janúar 1997.
Bananar
og kartöflur
Kalíum getur hjálpað
til við að hjartslátturinn
sé reglulegur og að halda
blóðþrýstingi í skefjum.
Mikið af þessu nauð-
synlega efni er í ban-
önum og álíka mikið er
í kartöflum. Ráðlagðir
dagskammtar eru 2000
milligrömm, en það fæst
úr 500 grömmum af
banönum eða kartöfl-
um.
Health, apríl 1997.
Grátt ofan á svart
Ef lungnakrabbamein,
lungnaþemba og hjarta-
sjúkdómar nægja ekki til
að sannfæra reykinga-
menn um að hætta að
reykja má bæta við enn
einni staðreynd: Reyk-
ingamenn eru fjórum
sinnum líklegri til að
verða gráhærðir heldur
en jafnaldrar þeirra sem
ekki reykja.
Health, apríl 1997.
Reykur frá
öðrum er
hættulegur
fyrir hjartað
Konur sem eru mikið í
reykmettuðu lofti á
vinnustað eða heimili, en
reykja ekki sjálfar, tvö-
falda hættuna á að fá
hjartaáfall, samanborið
við þær sem njóta heil-
næmara andrúmslofts.
Þetta kemur fram í nýrri
rannsókn sem náði til 32
þúsund bandarískra
hjúkrunarkvenna. Þær
konur sem þurfa af og til
að þola reykmengun eru
einnig í aukinni hættu.
Áður hefur verið sýnt
fram á tengsl lungna-
krabbameins og óbeinna
reykinga en þessi rann-
sókn er talin valda
straumhvörfum varðandi
tengsl hjartasjúkdóma og
óbeinna reykinga. Ef nið-
urstöður hennar eru
lagðar til grundvallar má
áætla að 30-60 þúsund
Bandaríkjamenn látist á
hverju ári vegna tóbaks-
reyks frá öðrum.
Pathfinder, maí 1997.
Alls staðar til ama.
Sólarvörn
fyrir börn
Nokkuð vel hefur tek-
ist að fræða bandarískar
fjölskyldur um þá hættu
sem börnum stafar af því
að vera í mikilli sól. Ný-
leg könnun sýndi að
helmingur ungra barna á
sólbaðsstöðum í New
Hampshire var vel var-
inn, fjórðungur var var-
inn að nokkru leyti en
fjórðungur óvarinn.
Miklivægt er talið að
hlífa líkamanum sem
mest við sólargeislum,
ekki síst andliti. Ástralir
hafa góða reynslu af því
að skapa tísku sem kem-
ur að gagni, til dæmis
notkun barðastórra hatta.
Einnig skiptir máli að
vera í þægilegum fötum,
bolum og helst buxum
með hálfsíðum
skálmum - að ekki sé
minnst á sólarolíu.
Pathfinder, maí 1997.
Netlifnaður
Þeir sem sitja fastast
við tölvuna vegna Inter-
netsins hafa gjarnan eitt-
hvað við hendina til að
setja upp í sig meðan
flakkað er um veraldar-
vefinn. Oftast er um að
ræða poppkorn, salthnet-
ur og kartöfluflögur.
Þetta er síður en svo
hollustufæði en að sjálf-
sögðu má fá leiðbeining-
ar á netinu um hvað sé
hollt og óhollt!
Psychology Today,
maí-júní 1997.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 7