Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 8

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 8
i Gamalt Andlegt uppeldi Margur efnalítill mað- ur hefur meiri virðingu og á hana fremur skilið en stórríkur burgeis, og eins er með þjóðirnar. Maður sá sem er þrosk- aður á sálu og líkama er vandur að virðingu sinni; eins ættu þjóðirnar að vera. Smáþjóðir hafa oft komið miklu til leiðar og haft stórkostlega þýðingu fyrir menningu heimsins. Það sem mest ríður á er andlegt uppeldi þjóð- arinnar; það er grund- völlur allrar velmegunar og vellíðunar. Sú þjóð sem hefur siðferðislegt þrek fær allt annað leik- andi og svo sem af sjálfu sér. Upp er sprottinn mikill nýgræðingur sið- ferðislegrar menningar; Vöruúrvalið hjá Thom- sens-magasíni í Reykja- vík var ótrúlega mikið. Þessi mynd úr matvöru- deildinni var birt í Óðni, 1907. hlúum að honum svo hann vaxi og verði fagur- laufgaður skógur á 20. öld. Menntun og vísindi eru hin ágætustu vopn mannlegs anda til þess að hefja félagslífið til fullkomnunar og fram- fara; en því aðeins koma þau að notum að siðferð- isgrundvöllur þjóðarinn- ar sé tryggur og traustur. Þorvaldur Thoroddsen prófessor (f. 1855, d. 1921). Hugleiðingar um aldamótin. Andvari, 1901. Brautryðjendur Tveir frægir menn hafa verið áhrifamestir braut- ryðjendur við að opna þjóðum heims frjálsa leið í fegurð hinnar auðu náttúru og út í birtu sól- arinnar. Rousseau gerðist seint á átjándu öld spámaður nýrrar náttúruhyggju. í samræmi við hans vakn- ingu leitar mannkynið með hverju ári meira og meira úr þröngbýli borga og bæja út í auða náttúr- una, þar sem er að sjá fossa, sanda og gróður- lendi, skóga og fjöll, jökla og ævarandi bylgjugang hafsins. Menntastéttir Suður- Áhyggjur? Geðlæknir er maður sem ekki þarf að hafa áhyggjur - svo lengi sem aðrir hafa þær. Læknablaðið, 1973. landa höfðu í fornöld sól og sjávarböð til hressing- ar þreyttu fólki, en í myrkri miðalda var þessi þekking fallin í gleymsku. Níels Finsen hélt áfram þessu verki í nýrri mynd. Hann varð spámaður sólarljóssins. í hans anda leita nú millj- ónir manna í öllum heimsálfum heilsubótar og hressingar í sól- og geislaböðum í Finsens- stofnunum, þar sem menn lækna óteljandi mannamein með geisla- flóði sólarorku og ann- arra geislalinda, sem vís- indin hafa gefið hrjáðu mannkyni. jfínas jónssfín frá Hrifhi (f. 1885, d. 1968): Aldamótamenn, 1959. Giftugjafi Enginn verður sterkur nema hann stælist í átök- um. Enginn verður ham- ingjusamur nema hann finni máttinn í sjálfum sér. Hinir válegustu at- burðir geta jafnvel orðið giftugjafi, ef þeir megna að vekja þá blundandi orku sem í flestum býr. Þórarinn Björnsson skóla- meistari (f. 1905, d. 1968). Rætur og vængir 1,1992. Innri ró og vitsmunir Sumum hjálpar trú, öðrum eldmóður. En fyr- ir þá sem hvorugt eiga veit ég aðeins eitt sem hjálpar. Og það er sú innfjálga ró sem vex upp af vitsmunum, mann- dómi og góðu hjartalagi. Hún er fáum gefin í vöggugjöf en flestir geta áunnið sér hana með því að efla vitsmuni sína, temja hvatirnar og lifa óbrotnu lífi. Og það er oftar en á hinni hinstu stund sem þessi ró er eina hjálpin. Hvenær sem kreppir að, hvenær sem sorgir og vonbrigði mæta, þá er hún hinn besti eiginleiki mannsins. Pálmi Hannesson rektor (f. 1898, d. 1956). Fósturjörð, 2, 1975. Þekking og siðgæði Vissulega er þekking eitt hinna æðstu lífs- hnossa. En án góðvildar og kærleika, án mannúð- ar og hógværðar verður maðurinn aldrei ham- ingjusamur. Hamingju sína og farsæld eflir mað- urinn best með því að gera hvort tveggja í senn að treysta þekkingu sína og styrkja siðgæðisvitund sína. Gylfi Þ. Gíslason prófessor og ráðherra (f. 1917). Samtíð og saga, 1951. Fegurðarheimurinn í okkur sjálfum Við þurfum ekki að leita langt eftir fegurð og ham- ingju, fegurðarheimurinn býr í okkur sjálfum. Öll sæla felst í því að gleyma sjálfum sér. Þá hrökkva upp dyrnar sem loka okkur inni og heimurinn sjálf- ur blasir við okkur, skínandi, sólbjartur og óendanlega víð- ur. Og allt sem lifir, talar til okkar sínu máli, ef við viljum hlusta eftir því. Laufey Valdimarsdóttir (f. 1890, d. 1945). íslenskar tírvalsgréinar, 1976. 8 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.