Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 9
Læknislist á fyrstu öld-
um Islands byggðar
miðaðist fyrst og fremst
við að gera að sárum ef
til átaka kæmi.
Eins og iðn
eða íþrótt
Frægastur íslenskra
lækna á fyrri öldum var
Hrafn Sveinbjarnarson á
Eyri við Arnarfjörð, d.
1213. Læknislistin var
honum ættgeng, eins og
mörg dæmi verða til
fundin fyrrum, og auk
þess sem hann hafði
heima numið framaðist
hann efalaust í læknislist
á ferðum sínum erlendis
en var að upplagi mjög
hneigður fyrir slíkt.
Sagan segir að Atli
Höskuldsson, langafi
Hrafns, væri í liði Magn-
úsar konungs góða í or-
ustunni á Hlýrskógaheiði
1043 og væri hann einn
þeirra manna er kon-
ungur kvaddi til þess að
binda sár manna eftir or-
ustuna. Hafði hann ekki
fengist við lækningar áð-
ur, en síðan gerist hann
læknir fullkomlega. Son-
arsonur hans, Sveinbjörn,
faðir Hrafns, var talinn
góður læknir.
Er sýnilegt að hér
gengur læknislistin svo
sem hver önnur iðn eða
íþrótt frá föður til sonar,
en um kunnáttu og
hæfni slíkra lækna hlaut
þó mjög að fara eftir því
hversu þeim var lagin al-
úð til starfans og áhugi
um að halda kunnáttu
sinni við og auka hana.
Hér má líka sjá vott
þess að læknislist þessara
tíma, fyrst og fremst
sáralækningarnar, var
mjög af þeirri nauðsyn
sprottin að til væru
menn er kynni að gera
að sárum ef til hernaðar
kæmi. Vígvellirnir urðu
höfuðskóli herlæknanna
ytra, feldtskeranna er svo
voru nefndir, og síst var
hætta á því að þryti slík-
ar menntastofnanir né
verkefni sem þeim voru
tengd.
Nákomnir herlæknun-
um voru bartskerarnir, er
reyndar voru fyrst og
fremst hárskerar og rak-
arar og iðn en stunduðu
auk þess blóðtökur og
aðrar handlækningar og
svo sáralækningar á
styrjaldartímum. Bart-
skerarnir erlendu mynd-
uðu sérstaka iðnaðarstétt
með föstum lögum og
skorðuðum venjum, sem
þá var títt, en munu
fæstir verið hafa miklir
vísindamenn. Hér á landi
getur bartskera ekki
framan af öldum og
aldrei var hér um skipu-
lega bartskeraiðn að
ræða í líkingu við það
sem tíðkaðist ytra. Allt
um það voru jafnan ein-
hverjir menn í landinu
sern fengust við sára-
lækningar, hliðstæðir
bartskerunum utanlands.
Þorkell Jóhannesson Imskólarektor
(f. 18%, d. 1960).
Saga fslendinga, 1950.
Lífið
Meðan lifað er,
skal erfiða.
Sæmundur Magnússon Hólm
listmálari og prestur
(f 1749, d. 1921).
Þegar maður er vanur
því að lifa á engu er
hægt að lifa á litlu.
Gunnar Gunnarsson
rithöfundur (f. 1889, d. 1975).
Sagt
Fjötur um fót
Það er árátta stjórn-
málamanna og raunar
ýmissa embættismanna
að tala niður til aldraðra,
líkt og fleiri hópa sem
þjóðfélagið neyðist til að
taka tillit til en vill helst
vita sem minnst af, því
þeir eru fjötur um hag-
vaxtarfótinn.
Árni Björnsson læknir.
Morgnnblaðið, 6. niaí 1997.
Kraftaverkalausn
Fólk sem ætlar sér að
grennast verður einfald-
lega frá fyrsta degi að
hugsa um að borða skyn-
samlega, óháð því hvað
megrunin muni taka
langan tíma. Það eina
sem dugir er að læra inn
á rétt mataræði og
stunda reglulega þjálfun.
Þessi kraftaverkalausn er
hins vegar erfið og
þarfnast mikils skipulags
og stendur í raun allt líf-
ið.
Ólafur Sæmundsson næringar-
fræðingur. Dagur-Tíminn,
9. janúar 1997.
Þrennt
Hugsun, hreyfing
og hollt mataræði
er undirstaða vel-
líðunar.
Gaui litli. Dagur-
Timinn, 21. júní 1997.
Eðlileg viðbrögð
Sorgin er eðlileg við-
brögð við áföllum og
hún er leið okkar til að
ná aftur tökum á lífinu.
Sorginni lýkur ekki svo
lengi sem við lifum, en
við getum lært að afbera
hana og hætt að láta
hana birgja okkur sýn
fram á veginn.
Páll Pétursson
félagsmálaráðherra.
Ný dögun, 1. tbl. 1997.
Að axla
ábyrgðina
Aðstæður hverrar
manneskju eru einstæðar
og þess vegna verður
hver og einn að finna
sína leið, bregðast á sinn
hátt við þeim verkefnum
sem lífið leggur honum á
herðar. Höfuðatriðið er
að hann gangist við frelsi
sínu og axli ábyrgðina
sem því fylgir.
Vilhjálmur Árnason prófessor.
Lesbók Morgunblaðsins,
15. febrúar 1997.
Mótun
uppeldis
Uppvaxandi kynslóð á
rétt til uppeldismótunar
sem stuðlað getur að því
að einstaklingurinn öðlist
sjálfsvirðingu, fái tæki-
færi til að fást við þrosk-
andi viðfangsefni, verði
siðferðilega ábyrgur og
fær um að sýna öðrum
virðingu, kærleika og til-
litssemi.
Sigurður Pálsson prestur.
Forvarnamál 2+2, mars 1997.
HEILBRIGDISMÁL 1/1997 9