Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 16
sem við daglega gjöf leiddi ekki til
nýrnaskemmda.
I tilraunum með rottur og mýs
hefur mátt fá fram illkynja frumu-
breytingar í nýrum og að nokkru
leyti í lifur, ef dýrunum var gefið
okratoxín A um munn í tvö ár." í til-
raunum með mýs voru notaðir svo
stórir skammtar að erfitt er að meta
hvort niðurstöðutölurnar væru
marktækar. í tilraunum með rottur
var dagskammtur hins vegar ekki
meiri en 70 míkróg/kg/dag. Er sá
skammtur ekki nema tæplega tí-
faldur á við þann, sem áður er að
vikið og olli nýrnaskemmdum í
svínum.
I skammtímatilraunum dregur
okratoxín A úr frumuskiptingu og
virkni lymfuhvítfrumna (ekki síst
náttúrlegra drápsfrumna) í skömmt-
um, sem eru allnokkru meiri en
þarf til þess að framkalla nýrna-
skemmdir í tilraunadýrum. Trúlega
getur þetta haft áhrif á sýkingar-
varnir líkamans og einnig aukið
líkur á meinvörpum frá illkynja
æxlum.
I dýratilraunum hefur komið
fram að okratoxín A hefur skaðleg
áhrif á fóstur. Á grundvelli þessara
dýratilrauna er þó erfitt að meta
líkur á því hvort okratoxín A kunni
að valda fósturskemmdum í mönn-
um.
Ófullnægjandi upplýsingar eru
fyrir hendi um það, hve mikið
okratoxín A kunni að vera í fæðu
manna og fóðri húsdýra á Norður-
löndum. Nauðsynlegt verður að
teljast að afla upplýsinga um magn
okratoxíns A í fæðutegundum eða
fóðri og bera saman við magn þess
í blóði manna. Erlendis er sums
staðar fylgst með magni okratoxíns
A í nýrum svína og verður það að
sjálfsögðu einnig að teljast nauð-
synlegt hér á landi. í svipinn er tal-
ið, að daglegt hámarksneyslugildi
okratoxíns A skuli ekki vera um-
fram 5 ng/kg x líkamsþyngd. Þetta
litla magn bendir því ótvírætt til
þess, að okratoxín A sé eða geti
verið háeitrað efni.
í Rannsóknastofu í lyfjafræði hef-
ur lengi verið áhugi á því að skima
fyrir okratoxíni A og aflatoxínum
(þekktir krabbameinsvaldar í lifur í
Áfríku og víðar) í matvælum á ís-
lenskum markaði, einkum korn-
vöru. Höfundur og Kristín Ólafs-
dóttir, deildarstjóri eiturefnadeild-
ar, hófu því samstarf við Franklín
Georgsson, forstöðumann rann-
sóknastofu Hollustuverndar ríkis-
ins, og Margréti Geirsdóttur, sam-
starfsmann hans.
Starfsmenn Hollustuverndar
völdu sýni til rannsóknar og
greindu fjölda myglusveppa í sýn-
unum. Starfsmenn Rannsóknatofu í
lyfjafræði skimuðu því næst fyrir
aflatoxínum og okratoxíni A í sýn-
unum með svokallaðri flúrmælingu
eftir að úrhluti (extrakti) úr sýnun-
um hafði verið rennt gegnum þar
til gerðar súlur með einstofna mót-
efnum gegn aflatoxínum eða okra-
toxíni A. Helstu niðurstöður þess-
ara rannsókna eru sýndar í með-
fylgjandi töflu.
Þar má sjá að fjöldi myglusveppa
í sýnum var mjög breytilegur (var
mestur í valhnetum). Nær ekkert
aflatoxín var að finna í fyrstu ellefu
sýnunum, sem rannsökuð voru í
ágúst 1996, og var þeim mælingum
þá hætt. Okratoxín A fannst hins
vegar í alls ellefu sýnum (þ.e.a.s í
tæplega þriðjungi allra sýna) í
magni sem marktækt má telja. At-
hyglisvert var að ekki var neitt ör-
uggt samband milli fjölda myglu-
sveppa í sýnum og magns okra-
toxíns A.
Með tilliti til fyrrgreindra niður-
staðna var ákveðið að rannsaka út-
breiðslu okratoxíns A í blóði
manna og tengja þær rannsóknir
við nýrnabilun í fólki. Því var leitað
samtarfs við Guðmund Vikar Ein-
arsson, dósents í þvagfærasjúk-
dómum. Rannsóknir þessar verða
hluti af stærra samnorrænu rann-
sóknaverkefni og munu að öllu for-
fallalausu hefjast í haust. Er ætlun-
in að birta niðurstöðutölur frá öll-
um Norðurlöndunum sameigin-
lega.
Þorkell Jóhannesson læknir, dr.
med., er prófessor í lyfjafræði við
læknadeild Háskóla íslands og for-
stöðumaður Rannsóknastofu í lyfja-
fræði. Landbúnaðarráðuneytið kostaði
efniskaup vegna þessara rannsókna.
míkróg = 1/1000000 úr grammi;
ng = 1/1000000000 úr grammi.
• Aðalfundur Krabbameinsfélags
Stór erlendur
rannsókna-
styrkur
Á aðalfundi Krabbameinsfélags
íslands, sem haldinn var í maí, kom
fram að félagið hefur nýlega hlotið
stóran bandarískan styrk til rann-
sókna á tengslum áhættuþátta
brjóstakrabbameins við stökkbreyt-
ingar og brjóstakrabbameinsgen.
Um er að ræða samvinnuverkefni
Tölvinnustofu, Krabbameinsskrár
og Rannsóknastofu í sameinda- og
frumulíffræði. Styrkurinn nemur 36
milljónum króna.
Leitarstarfið er enn sem fyrr
veigamesti þátturinn í rekstri
Krabbameinsfélags íslands. Nú er í
athugun að breyta bilinu milli
skoðana þannig að fram yfir þrí-
tugt verða frumustrok frá leghálsi
tekin á tveggja ára fresti, á þriggja
ára fresti fram á miðjan sextugsald-
ur og síðan á fjögurra ára fresti eftir
það, að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum.
í haust verða miklar breytingar á
skipulagi tóbaksvamafræðslunnar. í
stað hefðbundinna heimsókna verð-
ur skólunum boðið nýtt námsefni
Heilsudrykkur
Þegar boðið er til samkvæma í húsi
Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í
Reykjavík er ætíð á boðstólum sérstakur
óáfengur heilsudrykkur, sem hefur líkað
mjög vel.
Meðfylgjandi uppskrift er miðuð við
tíu manns:
• 1,5 lítrar hreinn appelsínusafi.
• 1 lítri hreinn ananassafi.
• 1-2 appelsínur.
• 1 sítróna.
• 1 fjórðungsdós af kurluðum ananas.
• 1 lítri Seven Up eða Sprite.
• Klaki.
Gosið er sett í rétt áður en safinn er
borinn fram og klakinn allra síðast.
16 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997