Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 22

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 22
skaðlegt. Á meðan beðið er eftir frekari sönnunum er mikilvægt að verjast ágangi framleiðenda sem vilja markaðssetja nýjar tóbaksvör- ur. Skoðum nánar það sem þegar er vitað um skaðleg áhrif þessa tóbaks. Andremma er vissulega tengd notkun munntóbaks og neftóbaks, þó óþefurinn sé annar en úr vitum þess sem reykir. Þetta er ekki sjúk- dómur heldur sóðaskapur. Áhrif á slímhúð og tennur. í tób- akinu eru mörg efni sem hafa slæm áhrif á slímhúð í munni og nefi. Ni- kótín veldur æðasamdrætti sem aftur dregur úr blóðflæði. Með tím- anum rýrnar slímhúðin og bólgnar. í nefi getur þetta gengið svo langt að gat myndast á miðsnesið (vegginn milli nasanna). í munni nær bólgan dýpra og dýpra og skemmir smám saman bönd sem tengja tannrótina við kjálkabeinið. Þessi bönd eru hvorutveggja í senn, fjaður- og festibúnaður tannarinnar. Þegar þau slitna losnar tönnin og bit getur orðið sársukafullt þar sem dempar- ar tannarinnar starfa ekki lengur sem skyldi. Gómur rýrnar smám saman vegna tóbaksnotkunar og tannhálsinn verður þá berskjaldað- ur. Það ásamt fleiri tóbaksáhrifum ýtir undir tannskemmdir. Tóbak upp- litar tennur og getur líka valdið lit- arbreytingum í slímhúð. Eftir lang- vinna notkun geta komið fram margs konar breytingar í slímhúð bæði í nefi og munni, þar á meðal forstig krabbameina og krabbamein. Krabbamein. Árið 1761 benti breskur læknir á samband milli neftóbaksnotkunar og krabbameins í nefi. Fyrstu vísbendingar um hlið- stætt samband milli munntóbaks- notkunar og krabbameins í munni komu fram 1837. í reyklausu tóbaki eru mörg efni sem eru þekktir krabbameinsvaldar. Nú liggja fyrir niðurstöður margra rannsókna, bæði austan hafs og vestan, sem sýna óyggjandi samband milli notkunar á reyklausu tóbaki og tíðni krabbameins í vefjum næst ítroðslustaðnum. Þar má nefna krabbamein í munnholi. kjálkum og nefi. Þessi krabbamein eru sem betur fer sjaldgæf, en þeir sem nota reyklaust tóbak eru í mun meiri hættu á að fá þau en þeir sem ekki nota tóbak. Þau eru almennt mjög illviðráðanleg og krefjast oft stórra afskræmandi aðgerða á ásjónu Innflutningur á reyklausu tóbaki Upplýsingar frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Skipting milli tegunda árin 1992 og 1993 er ekki alveg ljós. Fínkorna neftóbak Munntóbak í grisjum Samtals Breyting milli k8 k8 k8 ára 1987 ? 7 45 1988 ? ? 7 1989 ? 7 7 1990 ? 7 581 1991 ? 7 902 + 55% 1992 936 219 1155 + 28% 1993 1227 248 1475 + 28% 1994 1566 403 1969 + 33% 1995 1392 259 1651 - 16% 1996 2408 474 2882 + 75% 1997 191 34 225 - 78% Frá 1. febrúar 1997 er bannaður innflutningur á fínkornóttu neftóbaki og öðru munntóbaki en skrotóbaki (innflutningur þess er nú um 25 kg á ári). Auk innflutta tóbaksins eru seld rúm 10 tonn á ári af hefðbundnu íslensku neftóbaki. Nikótín í einum skammti Fínkornótt nef- og munntóbak (2,5 g) 32-61 mg Hefðbundið neftóbak („gamli ruddinn", 2,5 g) 25 mg Ein sígaretta (meðaltal) 1 mg fólks. Einnig virðast vera tengsl milli notkunar á reyklausu tóbaki og krabbameinsmyndunar í sum- um fjarlægari líffærum svo sem vélinda, maga, brisi o.fl. Hjartasjúkdómar. Reyklaust tób- ak veldur hækkun á blóðþrýstingi. Þetta gæti skýrst af áhrifum nikó- tíns (æðasamdráttur, hjartsláttar- hraði) og hugsanlega annarra óþekktra orsaka. Líklegt verður að teljast að langvinn notkun reyk- lauss tóbaks geti valdið sjúkdóm- um í líffærum sem verða fyrir áhrifum þrýstingsaukningarinnar, þ.e. hjarta og æðum. Því miður hef- ur þetta ekki verið rannsakað nægj- anlega, en þegar liggja fyrir niður- stöður rannsókna sem benda til að reyklaust tóbak geti valdið hjarta- og æðasjúkdómum. Meðan beðið er eftir frekari rannsóknarniðurs- töðum ber að sjálfsögðu að upplýsa fólk um að mjög líklegt sé að reyk- laust tóbak valdi hjarta- og æða- sjúkdómum. Nikótínfíkn. Mesta hættan sem fylgir neyslu á reyklausu tóbaki er trúlega fólgin í nikótínfíkninni sjálfri. Hún er líkt og fíkn í ýmis önnur efni, t.d. áfengi, flokkuð sem sjúkdómur. Nikótínmagn í tóbaks- skammti sem neytt er ræður miklu um það hve hratt fíkn myndast. í hverjum skammti af reyklausu tób- aki, er meira af nikótíni en í einni sígarettu. Mjög mikið nikótín er í fínkornótta tóbakinu, snuffinu, sem 22 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.