Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 23

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 23
Dæmi um áhrif nikótíns á líkamsstarfsemi Hjarta og æðakerfi • Aukinn hjartsláttarhraði • Áhrif á samdrátt hjartavöðvans • Hækkaður blóðþrýstingur • Samdráttur æða í húð, og því minni húðhiti Bruni • Áhrif á blóðfitur og mjólkursýru í blóði Taugakerfi • Örvun / (slökun) • Breytingar á heilalínuriti • Skjálfti Kirtlastarfsemi / hormón • Áhrif á framleiðslu vaxtarhormóns • Áhrif á nýrnahettur hér var selt til skamms tíma. Þann- ig er jafnmikið nikótín í einni lítilli dós af fínkornóttu neftóbaki eins og í fjórum til fimm pökkum af sterk- um sígarettum. Þar með er ekki öll sagan sögð því auk þess verður ýmislegt til þess að nikótínið í snuffinu kemst mjög auðveldlega inn í blóðrásina. Það er fínkornótt, sem þýðir að heildaryfirborð tób- aksins er mjög stórt og það auð- veldar losun fíkniefnisins (og auð- vitað annarra eiturefna) inn í ríku- legt háræðanet slímhúðarinnar. Auk þess hefur í sumar tegundir verið bætt söltum sem hækka sýru- stig, en það eykur og flýtir upp- töku nikótíns í blóðrásina. Flestir reykja eina sígarettu í einu og þegar henni er lokið (eftir 5-10 mínútur) byrjar nikótínmagn í blóði að minnka. Sá sem notar reyklaust tóbak hefur það oftast mikið lengur í nösinni eða í vörinni og auk þess er í hverri „hleðslu" mun meira af nikótíni en í einni sígarettu. Rann- sóknir sýna að við neyslu á reyk- lausu tóbaki berst a. m. k. jafn mik- ið af nikótíni inn í blóðið eins og við reykingar og helst þar lengur. Þannig er neytandinn mun lengur undir verulegum nikótínáhrifum eftir hverja neyslu, en sá sem reykir. Þetta veldur því að sá sem neytir fínkornótts tóbaks, snuffs (gjarnan unglingur) verður mjög fljótt háður því. Það gerist eftir mun færri neysluskipti (oft 1-5 skipti), en hjá þeim sem er að fikta við að reykja (gjarnan 20 skipti). Trúlega skýrir þetta líka þá staðreynd að oft er mikið erfiðara fyrir þann sem notar reyklaust tóbak að hætta, en fyrir hinn sem reykir. Heilbrigðisstarfs- fólk sem þekkir til segir og að frá- hvarfseinkennin séu mun svæsnari hjá þessum tóbaksneytendum, en hjá reykingafólki. Rannsóknir sýna ótvírætt að þeir unglingar sem byrja að nota reyk- laust tóbak, fara margir síðar að reykja. Þetta hlutfall er oft 30-50%, og samkvæmt sumum rannsóknum mun hærra. Einmitt þarna er ein mesta hættan við reyklausa tóbak- ið: Það beinlínis ryður reykingum braut. Stóraukin notkun ungmenna á snuffi á síðustu árum er trúlega hluti skýringar á vaxandi reyking- um sem kannanir sýna í þeirra hópi. Þetta undirstrikar hve fráleitt og ábyrgðarlaust það er að tala um notkun á reyklausu tóbaki sem hættulitla. Samanburður á nikótínmagni í blóði, annars vegar eftir sígarettu- reykingar og hins vegar munntó- baksnotkun. Mælingar eru gerðar að morgni og höfðu þátttakendur þá ekki notað tóbak frá því kvöld- ið áður. Við reykingar var að með- altali reykt í 9 mínútur (1,3 sígar- ettur) en við munntóbaksnotkun- ina voru sett 2,5 grömm af munn- tóbaki í munninn og höfð þar í 30 mínútur. Nikótínmagn í blóði 0 10 30 60 90 120 Tími (mínútur) Neyslutími sígarettu | Neyslutími munntóbaks HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 23

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.