Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 24

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Side 24
Siðleysi tóbaksfrmnleiðenda Sá urmull nýrra tegunda reyk- lauss tóbaks sem á síðustu árum hefur komið fram er engin tilviljun. Tóbaksiðnaðurinn stendur frammi fyrir minnkandi reykingum á Vest- urlöndum. Við því bregst hann m. a. með því að markaðssetja nýtt tóbak, reyklaust tóbak. Þessu smeygir hann inn á markaðinn í sakleysislegum umbúðum, sem minna á sælgæti og er óþverrinn gjarnan bragðbættur og lyktarbætt- ur (jarðarber, piparminta og fleira). Markhópurinn er börn, ungmenni og einnig íþróttamenn. Sem dæmi má nefna að til skamms tíma gaf ákveðinn tóbaksframleiðandi sænska íshokkílandsliðinu reyk- laust tóbak til eigin þarfa. Þá hafa pakkningar með smáskömmtum af fínkornóttu tóbaki verið gefnar. Allt er þetta gert með það að mark- miði að „skaffa" áfram nikótín- þræla og tryggja þessari tegund fíkniefnasala, tóbaksframleiðend- um, viðurværi enn um sinn. Svo mjög höfðaði þetta tóbak til ís- lendinga að neyslan jókst úr 45 kg 1987, í tæp 3 tonn árið 1996. Drif- kraftur þessarar aukningar er fíkn- in og neytendurnir eru íslensk æska, einkum ungir karlar og drengir. Meðal annars náði þetta talsverðri útbreiðslu á meðal íþróttamanna. Áfangasigur Áhrif reyklauss tóbaks á heilsu- far fólks hafa mun minna verið rannsökuð en áhrif reykinga. Víða um heim er nú verið að rannsaka þessi áhrif og sífellt berast nýjar upplýsingar. Nú þegar er hægt að fullyrða að þetta tóbak er skaðlegt. Það veldur bólgu í slímhúð í munni og nefi, einnig tannskemmdum, aukinni tíðni krabbameina í munni, nefi, koki, kjálkum og víðar. Enn- fremur eru sterkar líkur á að það valdi sjúkdómum í hjarta og æða- kerfi. Stærsta hættan við neyslu á reyk- lausu tóbaki er þó trúlega sú stað- reynd að hún er gjarnan undanfari reykinga. Það er því út í hött að mæla með því að reykingamaður fari að nota nef- eða munntóbak til að hætta að reykja. Þeirri spurn- ingu, hvort reyklaust tóbak sé hættulaust, er því hiklaust hægt að svara neitandi. Þvert á móti er það stórhættulegt. Bann við innflutningi, fram- leiðslu og sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki frá 1. febrúar 1997 var stórt skref. Mikilvægi þess felst ekki síst í því, að til lengri tíma séð vinnur það gegn því að ung- menni byrji að reykja. Tóbaksfram- leiðendur vinna markvisst og markmið þeirra krefjast þess að gera sem flest ungmenni að nikótínfíklum. Tóbaks- varnir eru ekkert annað en barátta allra þeirra sem vilja vinna gegn því. Þessum áfanga tóbaksvarna má ekki glutra niður vegna lin- kindar gagnvart þeim sem fjálgleg- ast tala um óheft frelsi í viðskipt- um, oft án þess að skeyta um heil- brigðissjónarmið. Pétur Heimisson læknir er sérfræð- ingur í heimilislækningum og starfar við heilsugæslustöðina og sjúkrahíisið á Egilsstöðum. bllémcmil Í2»«iís rmm Fagmennska og ferskleiki Hnossgæti úr öllum heimshornum íslenskt grænmeti, ferskt og safaríkt Heilsuvörur og fæðubótaefni 'M Dg 24 heilbrigðismAl 1/1997

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.