Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 27

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 27
hvítblæði 11% og mergfrumuæxli 5%. Aðrir sjúkdómar voru undir 3% af heildarfjölda tilfella. Á síð- ustu árum er orðið algengara en áður að bandarískir brjóstakrabba- meinssjúklingar fari í háskammta lyfjameðferð með stofnfrumu- ígræðslu. Þróunin hefur ekki orðið eins ör í Evrópu. Enn skortir rann- sóknir sem sanna óumdeilanlega yfirburði háskammta lyfjameðferð- ar yfir hefðbundna meðferð við brjóstakrabbameini. Líklegt er að þessi meðferð verði umdeild með- an svo er, en vonast er til að niður- stöður ýmissa rannsókna sem nú er unnið að liggi fyrir á næstu árum. Igræðsla er kjörmeðferð fyrir Yfirlit yfir blóðmyndun. Sýnt er hvernig allar tegundir blóðkorna eru upprunnar frá ósérhæfðri stofnfrumu (pluripotent stem cell). Tegundir blóðkorna eru: Rauð blóðkorn (erythrocyte), blóðflögur (thrombocytes), hvít blóðkom (polymorphonucleated neutrophil, monocyte, eosinophil, basophil) og eitilfrumur (B-cell, T- cell). sjúklinga með bráða hvítblæði, sem ekki hafa svarað fyrstu meðferð og fyrir ýmsa aðra hvítblæðisjúklinga í áhættuhópum. ígræðsla er eina meðferðin sem getur læknað sjúk- dóma eins og t.d. langvinnt merg- frumuhvítblæði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að háskammta lyfja- meðferð er kjörmeðferð fyrir ýmsa sjúklinga með eitilfrumukrabba- mein og Hodgkins sjúkdóm ef þeir hafa ekki svarað fyrstu meðferð og þegar sjúkdómurinn hefur tekið sig upp aftur. Einnig hefur verið sýnt fram á að háskammta lyfjameðferð bætir lífslíkur sjúklinga með mergfrumuæxli. Rannsóknir á gagnsemi ígræðslu fyrir ýmis ill- kynja æxli standa yfir. Hornhimnuígræðsla er, enn sem komið er, eina tegund ígræðslu eða líffæraflutnings sem framkvæmd er á íslandi. Sennilega hafa margir ís- lendingar heyrt um mergskipti og kannast ef til vill við fólk sem hefur farið í slíka meðferð. Síðustu ár hafa sjúklingar verið sendir til ann- arra landa til meðferðar, einkum til Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Nú er ísland eitt af fáum löndum Vestur- Evrópu þar sem stofnfrumuígræðsl- ur eru ekki gerðar, en nokkrar líkur eru til þess að brátt verði breyting þar á. Þessi meðferð hefur gefið mörgum sjúklingum nýja von í erf- iðri stöðu. Miðað við fjölda krabba- meinstilfella á Islandi er full þörf á að huga að þessari meðferð hér- lendis. Helstu heimildir: L. B. To, D. N. Haylock, P. J. Simmons, C. A. Juttner: The biology and clinical uses of blood stem cells. Blood 1997, 89: 2233. J. O Armitage: Bone marrow transplantat- ion. New England Journal of Medicine 1994, 330: 827. ABMTR Newsletter. Autologous Blood & Marrow Transplant Registry - North America. IBMTR/ABMTR Statistical Center, Nov. 1996. A. Gratwohl, J. Hermans, H. Baldomero: Hematopoietic Precursor Cell Transplants in Europe. Activity in 1994. Report from the European group for Blood and Marrow Transplantation (EBMT). Bone Marrow Trans- plantation 1996,17: 137. H. J. Deeg, H-G. Klingeman, G. L. Phillips: A Guide to Bone Marrow Transplantation. Springer-Verlag 1992. Sigrún E. Þ. Reykdal læknir hefnr sérfræðiviðurkenningu í lyflækningum og blóösjúkdómum. Hún hefur verið í sérnámi í Bandaríkjunum en starfar nú í sumarafleysingum á Landspítal- anum. Lymphoid\ StomCell ' [Thymus] \ Prothymocyte m CFU-Bns I • Basophlllc Myolocyto I Ðasophll Eosinophlllc Myolocyto Eoslnophll Proorythroblast Erythrocyto ¥ Thrombocytes Promonocyte T 1 Monocyto Ncutrophllic Myolocyto Polymorpho- nucloatod Neutrophll HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 27

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.