Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 30

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 30
Tómas Jónasson óþarflega lengi yfir óláni sínu því þegar hann lítur til baka síðar segir hann: „Nú veit ég ekki, nema lærdómsleysið, með öll- um sínum göllum hafi verið lán mitt, svo að ég uni vel því, sem varð." Hví unir Stephan vel því sem varð, hvernig reyndist ólánið lán? Ein vísbend- ing er í nákvæmu orðalagi hans. Hann seg- ir ekki þrátt fyrir alla sína galla heldur, að með öllum sínum göllum hafi lærdóms- leysið (ólánið) orðið lán sitt. Orðalagið gef- ur til kynna skilning á óhjákvæmileika gallanna, jafnvel mikilvægi þeirra. Vera má að ólánið hafi fært honum þennan lífsskiln- ing. Önnur vísbending er í kvæðum Steph- ans um menntun og skólagöngu, sem mörg eru með sjálfsævisögulegu ívafi. Af þeim má ráða hvað það var sem Steph- an taldi sig sleppa við með því að komast ekki á skólabekk (hvernig ólán forðaði stærra óláni) og hvað honum hafi tekist að hrifsa til sín á sjálfsmenntabrautinni (hvernig ólánið reyndist lán). Skoðum hvort tveggja. Hvaða gildrur leynast á þeirri leið sem Stephan slapp að mestu undan? Sam- kvæmt kvæðinu „Barnaskólinn" eru þær lagðar börnum snemma á lífsleiðinni. Hér er andrúmsloft óhollt. Hér er uppfræðslan þó stolt. Hér er máttur og megin úr menningu dregin. „Allar mann- raunir geta ver- ið lán, ef þær þroska mann, og manndóms- sæla að hafa mætt þeim og vaxið við það." Sérhvert manns- barn er hafsjór innri möguleika og náttúrugæða, en lærir snemma að betla af öðrum fáeina vatns- dropa. Hér í hugunum inni er heilbrigðis synjun: voða vatnssýki í minni, en visnun í skynjun. Munu ei glappaskot gera - spyr mín stuttorða stakan - þeir, sem barnsvitið bera út á kenningaklakann? í bamaskólanum er börnum uppálagt að sjá hlutina með augum annarra, leggja á minnið skynjun forfeðranna og vanrækja að sama skapi eigin skynjun. Sjálfstraust er bannorð og börnin fá aldrei að komast í milliliðalausa snertingu við náttúruna. Kvæðið er miskunnarlaus árás á þá sem virðast álíta að börn blómstri í návist þeirra sem liðið hafa undir (líkkistu)lok, að gróð- ursældin sé mest þar sem sólin aldrei skín. Og það er langt því frá að Stephan telji þennan vanda staðbundinn: En í skólum úti um lönd er sú menntun boðin: fátt er skeytt um hjarta og hönd, hausinn út er troðinn. Ef börnin feta lærdómsleiðina áfram tek- ur ekki betra við. í kvæðinu „Hámenntun" lýsir Stephan því hvernig nemandinn getur orðið rökvædd nöldurskjóða sem finnur galla á öllu en er samt ófær um að taka ein- dregna afstöðu: Sérhverja hreyfing og liugargrip þú handleikur varkárt með spekingssvip, uns vandkvæði finnur þú öllu á, í orðabók þinni er ei nei eða já, þú lærdómur bókfræðslubleikur, þú blóðlausi heiðarlegleikur. Síðustu tvær ljóðlínurnar taka af öll tví- mæli um hvað Stephan taldi sig eiga á hættu að glata á langskólagöngu. Það var sjálft lífið með öllum sínum göllum. Ólánið forðaði honum frá því að verða lifandi lík, bókfræðslubleikur og blóðlaus heiðarleg- leikur. Hvers vegna var það lán að neyðast til að feta sjálfsmenntabrautina? Mikilvægast er öryggið, traustið, sú skýra og óbrotna mynd sem hann hefur öðlast af því hver hann er og hvar rætur hans liggja. Það er áhyggjuleysi og ómæld ró í eftirfarandi lín- um: ,,[É]g er bóndi, allt mitt á / undir sól og regni." Hann þiggur líf sitt af náttúr- unni og í glímunni við hana. Hann er eng- um háður nema henni og telur ástæðulaust að láta það hlaupa í skapið á sér því ,,[v]eðuráttin aldrei fer / eftir manna 30 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 /

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.