Heilbrigðismál - 01.03.1997, Síða 32
vörusamningum og milliríkjasamningum.
Var Stephan þegar allt kemur til alls ekki of
stífur einstaklingshyggjumaður - einyrki?
Er speki hans ekki of einföld í þeim flókna
upplýsinga- og tölvuheimi sem við byggj-
um? Verðum við ekki að lengja skóla-
gönguna og auka ítroðsluna til vera sam-
keppnishæf!? Og kemst nútímamaðurinn
hjá því að eiga málsverð sinn undir lýð-
hylli eða embættum?
Sjálfur tel ég að orð Stephans eigi betur
við nú undir lok aldarinnar en við upphaf
hennar. Ég skil ósköp vel hvernig börn og
unglingar missa trúna á eigin mátt and-
spænis ríkisvaldi, menntastofnunum,
markaðsöflum og öðrum voldugum kerf-
um sem eru oft hrokafull og tornæm á
þarfir einstakingsins og telja barnsvitið
bókstaflega hlægilegt. Börnum er snemma
kennt að reiða sig á aðra en vantreysta eig-
in hugsunum, bara af því að það eru þeirra
hugsanir.
Sérhvert mannsbarn er hafsjór innri
möguleika og náttúrugæða, en lærir
snemma að betla af öðrum fáeina vatns-
dropa. Það er síst auðveldara að finna og
móta sína eigin röddu í dag en það var á
tíma Stephans; menntastofnanir gera lítið
til að vekja það besta sem í hverjum ein-
stakling býr.
Vissulega er óviturlegt að boða aftur-
í leit okkar að
hinu góða lífi
höfum við til-
hneigingu til að
einfalda hlutina
og látum okkur
dreyma um hið
góða, gallalausa
líf. Það er þessi
draumur sem
oft vill fjarlægja
okkur hvers-
dagslífinu og
skapar okkur
margvíslegt böl.
hvarf til bændamenningar og sjálfsþurfta-
búskapar en það er ekki langsótt að leggja
að hverjum einstaklingi að rækta sína eigin
hugsun og eigna sér sitt eigið tungutak.
Það er þetta sem ljóðskáldið gerir.
Ef Stephan er okkur fyrirmynd þá er það
sem ljóðskáld og bóndi. Á sama tíma og
Stephan semur þau kvæði sem hér hafa
verið rædd skrifar Rainer Maria Rilke bréf
til ungs ljóðskálds. Þar víkur hann að ljóð-
skáldinu og bölinu:
E/ hversdaglíf þitt virðist fátæklegt, skaltu
ekki álasa því, álasaðu frekar sjálfum þér; viður-
kenndu fyrir sjálfum þér að þú ert ekki nægi-
lega ntikið Ijóðskáid til að kalla fram ríkidæmi
þess; því fyrir hinum skapandi einstaklingi er
ekki til nein fátækt eða fátæklegir, ómerkilegir
staðir.
í leit okkar að hinu góða lífi höfum við
tilhneigingu til að einfalda hlutina og lát-
um okkur dreyma um hið góða, gallalausa
líf. Það er þessi draumur sem oft vill fjar-
lægja okkur hversdagslífinu og skapar
okkur margvíslegt böl. Miðlungsskáldum
tekst oft að færa hversdagsleikann nær
okkur - en afburðaskáldinu tekst að færa
okkur nær hversdagslífinu.
Róbert H. Haraldsson er lektor í heimspeki
við Háskóla íslands og ritstjóri Skírnis.
32 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997