Heilbrigðismál - 01.03.1997, Page 34
Tómas Jónasson
Það á að vera
metnaður okkar að
hlúa vel að bömum
og unglingum
segir Ásgeir Haraldsson
prófessor við læknadeild Háskóla
Islands og forstöðulæknir
Bamaspítala Hringsins
í júnímánuði var þess minnst að fjötutíu ár voru síð-
an Barnaspítali Hringsins var tekinn í notkun. í tilefni
afmælisins var auglýst samkeppni um hönnun nýs
barnaspítala, en það er framkvæmd sem flestir síðustu
heilbrigðisráðherrar hafa sagt að ætti að hafa forgang.
Mikil og almenn samstaða er um þessa framkvæmd
innan Landspítalans eins og sjá má af yfirlýsingum
lækna og hjúkrunarfræðinga.
Barátta fyrir nýjum spítala var löngu hafin. þegar
Asgeir Haraldsson var skipaður prófessor í barnasjúk-
dómum við læknadeild Háskóla íslands og forstöðu-
læknir Barnaspítala Hringsins fyrir tæplega þremur ár-
um. Asgeir segir að Barnaspítalinn sé í húsnæði sem
engan veginn hentar starfseminni og er ekki í samræmi
við þær kröfur sem nú eru gerðar. „Aðbúnaður veikra
barna og aðstandenda þeirra er óásættanlegur svo og
aðstaða til starfs og náms á spítalanum," segir Ásgeir.
Þrengslin eru mikil og erfitt að gera foreldrum kleift að
vera hjá börnunum. „Börn eiga að fá að vera börn
hvort sem þau eru heilbrigð eða sjúk um lengri eða
skemmri tíma."
Viðhorf til meðferðar hafa breyst mikið á síðustu
áratugum. Ásgeir nefnir sem dæmi að þegar systir
hans veiktist sem barn, fyrir meira en fjörutíu árum,
mátti móðir þeirra ekki heimsækja hana á spítalann.
Hún fór oft með föt og fleira til dóttur sinnar, reyndi að
koma auga á hana í gættinni en grét oft á leiðinni heim.
„Nú er viðurkennt að tengsl barna við foreldra eru öll-
um börnum nauðsynleg," segir Ásgeir. „Þessi tengsl og
það öryggi sem þeim fylgir er veikum börnum mikil-
vægt og stuðlar að skjótum bata."
Þriðji til fjórði hver íslendingur er á barnsaldri, en á
því aldursskeiði er meiri hætta á ýmsum smitsjúkdóm-
um heldur en þegar kemur fram á fullorðinsár. Um
3000 börn eru lögð inn á Barnaspítala Hringsins ár
hvert og um 5000 koma á bráðamóttöku og göngudeild
án þess að leggjast inn. Þau yngstu eru nýfædd, þau
elstu um og yfir 16 ára. Ásgeir vill ekki fallast á að sam-
keppni sé við barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
„Verkaskipting er til staðar og samvinna er á mörgum
sviðum," segir hann.
„Nú er hægt að meðhöndla marga alvarlega sjúk-
Hinn nýi barnaspítali verður á lóð Landspítalans,
milli kvennadeildarhússins og Hringbrautar, skammt
frá gamla Kennaraskólanum. Hér er Ásgeir á væntan-
legum byggingarstað.
dóma sem áður leiddu til dauða," segir Ásgeir og nefn-
ir krabbamein sem dæmi. Meðferðin er að vísu erfið en
árangurinn jafnvel betri en annars staðar á Norður-
löndum.
Kostnaður við byggingu nýs barnaspítala hefur ver-
ið áætlaður 800-900 milljónir króna. Byggingin verður
á sjötta þúsund fermetrar en það er nokkru stærra en
núverandi húsnæði. Kvenfélagið Hringurinn, sem er
aðalbakhjarl barnaspítalans, á um 100 milljónir króna í
byggingarsjóði, í öðrum sjóðum eru um 30 milljónir og
ríkisstjórnin hefur samþykkt að 140 milljónirnar sem
fengust fyrir sölu Vífilsstaðalands renni til þessa verk-
efnis.
Ekki er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun rúma á
nýja spítalanum - þau eru nú 64 - og því er ekki líklegt
að spítalinn verði mikið dýrari en nú í rekstri. „Það
sem helst breytist er aðstaðan," segir Ásgeir, „bæði fyr-
ir börnin, foreldrana og starfsfólkið. Þá bindum við
miklar vonir við aukna göngudeildarþjónustu. Börnin
geta þá fengið meðferð og farið í rannsóknir að degi til
en dvalið heima á kvöldin og nóttunni." Ásgeir bendir
á að nú sé það viðhorf ríkjandi meðal foreldra að þeir
eigi ekki að þurfa að láta börnin frá sér, allra síst þegar
þau eru veik. Réttarvitund foreldra er allt önnur en áð-
ur var og væntingarnar meiri.
„Markmið Barnaspítala Hringsins er að lækna sjúk
börn, sé þess nokkur kostur, og að útskrifa þau hraust
á líkama og heilbrigð til sálar," segir Ásgeir Haralds-
son prófessor. „Nýr spítali á að stuðla að því, hann á að
vera vinalegur en ekki spítalalegur."
Þegar Ásgeir er spurður að því hvenær framkvæmd-
ir hefjist segir hann að væntanlega geti það orðið vorið
1998 og að stefnt sé að því taka hann í notkun árið
2000. Ef til vill verður vígsluathöfnin 19. júní, nokkrum
dögum áður en landsmenn skunda á Þingvöll á kristni-
tökuhátíð. -ir.
34 heilbrigðismál 1/1997