Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 4
Meðal- Karlar Konur ævilengd Við fæðingu 1 árs 76,2 75,6 ár ár 80,6 79,9 ár ár 1995-96 15 ára 61,9 ár 66,2 ár Ólifuð meðal- 50 ára 28,7 ár 32,3 ár ævi á mismun- 65 ára 16,2 ár 19,1 ár andi aldri. 80 ára 7,1 ár vO 00 ár Innlent Tvö þúsund ölvaðir ökumenn Á hverju ári eru tekin blóðsýni úr rúmlega tvö þúsund ökumönnum vegna gruns um ölvun. Þetta kemur fram í árs- skýrslu Rannsóknastofu í lyfjafræði. í einungis tíunda hluta sýna er etanólþéttni (alkóhól- magn) í blóði undir 0,50 %o, sem nú er miðað við hér á landi, í tæplega fjórðungi sýna var þéttn- in á bilinu 0,50-0,99%o, í fjórðungi á bilinu 1,00-1,49 %o og í liðlega fjörutíu af hundraði til- fella var þéttnin yfir l,50%o. „Þessir ökumenn hafa því, ef að líkum læt- ur, verið greinilega ölv- aðir eða mjög ölvaðir eða allt að því dauðadrukkn- ir," segir dr. Þorkell Jó- hannesson prófessor, for- stöðumaður Rannsókna- stofunnar. Hann telur ölvun við akstur „vænt- anlega það vímugjafa- vandamál sem leiðir til flestra slysa og mests tjóns á lífi og limum og dauðum hlutum." Hátt hlutfall ungra mæðra Um 4,5% íslenskra kvenna sem eignuðust börn árið 1995 voru und- ir tvítugsaldri. Hlutfallið var mun lægra í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi (1,4-3%) en hærra á Grænlandi (9%), að því er fram kemur í norrænu tölfræðihandbókinni. í eldri aldurshópum er ekki eins mikill munur á íslandi og hinum nor- rænu löndunum. Ævitíminn eyðist hægar en áður Meðalævi íslendinga hefur lengst um fimmtán ár síðustu sex áratugina, sé miðað við svonefnda ólifaða meðalævi við fæðingu, en aðeins um hálft annað ár sé miðað við áttatíu ára aldur. Þetta sýnir hve mikill hluti af breytingunni skýrist af lækkandi dánartíðni á fyrstu ævi- árum. Nýjustu tölur Hagstof- unnar, sem birtar eru í ritinu Landshagir 1997, benda til þess að meira en helmingur þeirra sem nú fæðast geti vænst þess að ná áttræðisaldri, samanborið við þriðjung þeirra sem fæddust fyrir sextíu árum. Þeir karlar sem nú eru áttræðir lifa að meðaltali í 7,1 ár til viðbótar en jafn gamlar konur í 8,6 ár. Of margir tannlæknar? „Tannskemmdum hefur fækkað um rúmlega 70% hérlendis á undanförnum fimmtán árum. Tannlækninga- þjónusta byggist nú æ meir á einföldum aðgerðum eins og eftir- liti og fyrirbyggjandi aðgerðum í stað tannvið- gerða, meðhöndlun tann- pínu og tannúrdráttum," segir Magnús R. Gíslason yfirtannlæknir heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytis. Hann segir að búast megi við að styttast fari í að atvinnuleysi verði meðal tannlækna. „Við útskrif- um hlutfallslega fleiri tannlækna en flestar aðrar þjóðir," segir Magnús. Bráðainnlögnum á Landspítalann og komum á dagdeildir fjölgar en legudögum fækkar Alls leituðu 23.097 manns til Landspítalans á árinu 1996. Svarar það til tæplega 9% þjóðarinnar. Legudagar voru 258.484 og fækkaði þeim um rúmlega 18 þúsund (6,6%) milli ára. Þjónusta er nú í æ meira mæli veitt á dagdeildum og göngudeild- um. Á dagdeildum hefur rýmum verið fjölgað úr 84 í 124 á síðustu fimm árum og hefur sjúklingafjöldi þar hátt í tvöfaldast, farið úr ríflega 4 þúsundum í tæp 8 þúsund. Kom- ur á göngudeildir Landspítala nema tugum þúsunda á ári hverju. Má sem dæmi nefna að komur á göngu- deildir geðdeildar voru tæpar 26 þúsundir á árinu 1996 og á almenna göngudeild voru þær tæplega 12 þúsund. Hlutfall bráðasjúklinga á Land- spítala heldur enn áfram að aukast. A árinu 1996 voru um 72% allra innlagna á legudeildir bráðar á móti 57% árið 1990. Á sama tíma styttist meðallegutími á sjúkrahúsinu úr 15,5 dögum í 12,1 dag ef allar legu- deildir eru taldar með. Á geðdeild- um fór meðallegutími úr 52 dögum í 37 en á vefrænum deildum úr 11 dögum í 8 daga. Á vefrænum bráðadeildum var meðallegutíminn tæpir 7 dagar. Á bráðamóttöku koma sífellt fleiri sjúklingar. Þangað leituðu 13.530 sjúklingar á árinu 1996 eða 18% fleiri en árið áður. Af þessum fjölda námu komur barna yngri en 16 ára hátt í 40% af heildarfjölda. í samræmi við ákvörðun heil- brigðisyfirvalda voru á árinu 1996 stigin nokkur skref í átt að verka- skiptingu stóru sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík. Þannig fluttust öldrunarlækningar frá Landspítala til Sjúkrahúss Reykjavíkur en öldr- unarmatsdeild var stofnuð á Land- spítala. Þá fluttust augnlækningar frá Landakoti til Landspítalans. Úr frctt sem byggð er á Ársskýrslu Ríkis- spítala 1996 og er birt á nýrri vefsíðu spítalanna: http://www.rsp.is 4 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.