Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 7
Erlent
Gengið gegn
krabbameini
Reglulegar gönguferðir
draga úr streitu og
minnka líkur á hjarta-
sjúkdómum. Líkamleg
áreynsla virðist einnig
vinna gegn brjósta-
krabbameini og nú berast
fréttir af ávinningi
áreynslunnar að því er
varðar ristilkrabbamein.
Niðurstöður banda-
rískrar rannsóknar sem
náði til 68 þúsund
kvenna sýndu að þær
konur sem gengu í eina
klukkustund á dag voru
í helmingi minni hættu á
að fá ristilkrabbamein
samanborið við kyrrsetu-
konur. Svipaður ávinn-
ingur var af því að
synda, hjóla eða skokka í
hálftíma á dag.
Áður höfðu vísinda-
menn sýnt fram á að
neysla trefjaríkrar fæðu
dregur úr líkum á ristil-
krabbameini.
Health, október 1997.
Heyrnin verður
fyrir skaða
Heyrnarskaði af völd-
um of mikils hávaða á
fyrstu æviárunum er
meira heilbrigðisvanda-
mál en offita, astmi, syk-
ursýki og margir aðrir
sjúkdómar, að mati
bandarískra lækna. Skert
heyrn getur haft slæm
áhrif á nám, líf og
starf.
Hægt er að koma í veg
fyrir skaða með því að
stilla hljómflutningstæki
ekki of hátt og nota
heyrnarhlífar eða eyrna-
tappa ef nauðsynlegt
er að vera í miklum
hávaða.
Prevention,
desember 1997.
Sætindin geta
verið varasöm
Konur sem borða mik-
inn sykur en lítið af trefj-
um eru í tvöfaldri til þre-
faldri hættu á að fá þá
tegund sykursýki sem er
ekki háð insúlíni. Þetta
sýndu niðurstöður rann-
sóknar þar sem meira en
sextíu þúsund banda-
rískum konum var fylgt
Þeir sem fá nóg af karó-
tíni eiga síður en aðrir á
hættu að fá sóríasis, seg-
ir í tímaritinu Vibrant
Life. Karótín er meðal
annars í gulrótum og
tómötum.
eftir í sex ár. Á sama hátt
dregur neysla á trefjaríkri
fæðu úr hættunni. Gróft
brauð og morgunkorn
geta bætt ástandið.
Vibrant Life, nóvember-
desember 1997.
Minnisverð
vítamín
Svissnesk rannsókn
bendir til þess að þeir
sem fá mikið af C-víta-
míni og beta-karótíni úr
fæðu hafi betra minni en
aðrir, ekki síst þegar ald-
urinn færist yfir. Vítamín
í töfluformi virtust ekki
bæta minnið.
Pathfinder,
júní 1997.
Ekki sama
hvernig sogið er
Minni tjara og minna
nikótín í sígarettum hafa
ekki allt að segja. Sumir
reykingamenn sem skipta
úr sterkum sígarettum
yfir í léttar reykja af
meiri áfergju en áður og
fá þannig meira af skað-
Iegum efnum úr hverri
sígarettu en gefið er upp
á pökkunum.
Sú stofnun í Bandaríkj-
unum sem hefur mælt
efni í sígarettum síðan
1967, FTC, ætlar að taka
tillit til þessa og gefa upp
mismunandi tölugildi
eftir því hvernig reykt er.
CNN Health,
september 1997.
Richard Doll setur
aldurinn ekki fyrir sig
Breski læknirinn Richard Doll er
talinn hafa verið fyrstur til að sanna
tengsl reykinga og lungnakrabba-
meins, um 1950. í kjölfar rannsókna
hans og annarra hafa milljónir manna
hætt að reykja - og eiga líf sitt þannig
honum að þakka að nokkru leyti.
Richard Doll hefur verið mikilvirk-
ur á mörgum sviðum faraldsfræði-
rannsókna. í ritskrá hans eru
436 greinar og hann hefur tuttugu
sinnum fengið sérstakar viðurkenning-
ar fyrir ævistarf sitt. Lengst af var hann
prófessor við háskólann í Oxford.
Doll er enn að, orðinn 85 ára. Á
síðustu mánuðum hafa birst nokkrar
tímamótagreinar í vísindatímaritum.
Fjalla þær um brjóstakrabbamein,
hormónameðferð og óbeinar reyking-
ar. Einnig hefur hann nýlega skrifað
um öldrun, rafsegulbylgjur og tengsl
fæðu og sjúkdóma.
Þess má geta að Richard Doll kom
til íslands í júnímánuði 1955 og hélt
erindi í Reykjavík og á Akureyri um
orsakir krabbameins í lungum. Þá var
haft eftir honum að miðað við auknar
reykingar hér á landi á þeim tíma
væri hann ekki í vafa um að lungna-
krabbamein ætti eftir að aukast til
mikilla muna - og hann hefur reynst
sannspár.
British Medical Journal, október 1997.
6 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998
Larry King sjónvarps-
maður leggur banda-
rískum mjólkurfram-
leiðendum lið í auglýs-
ingaherferð fyrir
mjólkurdrykkju - her-
ferð þar sem þekkt fólk
er sýnt með mjólkur-
skegg. Það vekur athygli
að í öllum þessum aug-
lýsingum er lögð rík
áhersla á neyslu fitulít-
illa mjólkurafurða, sem
eru ekki síðri en þær
fituríku að því er varðar
kalk o. fl.
Morguninn
er betri
Þeir sem taka verkefni
með sér heim úr vinn-
unni ættu frekar að
vakna fyrr á morgnana
en að vinna lengi fram-
eftir á kvöldin. Rannsókn
sem gerð var við háskól-
ann í Pittsburg í Banda-
ríkjunum sýndi að af-
köstin eru um 30% minni
eftir kl. 11 á kvöldin.
Þessu til viðbótar var
sýnt fram á að of stuttur
nætursvefn getur bitnað
á vinnunni daginn eftir.
American Health,
desember 1997.
Þægindi
°g öryggi
fara saman
Röntgenmyndataka af
brjóstum kvenna eftir
fimmtugt hefur fyrir
löngu sannað gildi sitt
og fáir efast lengur um
gildi brjóstamyndatöku
á fimmtugsaldri. En
skiptir máli hvenær tíða-
hringsins konur á þessu
aldursskeiði fara í
skoðun?
Kanadískar rannsóknir
benda til þess að svo sé.
Erfitt reyndist að greina
hnúta á myndum sem
teknar voru á síðari hluta
tíðahrings og auk þess
voru brjóstin viðkvæmari
á þeim tíma. Það virðist
því vera best að fara í
myndatöku áður en tvær
vikur eru liðnar frá upp-
hafi blæðinga.
Health, nóvember-
desember 1997.
Áreiðanlegar
upplýsingar
Bandarísk heilbrigðis-
yfirvöld hafa áhyggjur af
því að ýmsar upplýsing-
ar á Internetinu séu ekki
eins áreiðanlegar og
ákjósanlegt er. Þess
vegna hafa þau opnað
sérstakan heilbrigðis-
fræðsluvef á netinu
(http://www.healthfin-
der.gov). Fyrsta mán-
uðinn voru heimsóknirn-
ar 4,8 milljónir. Þá eru að
bætast við sérstakar upp-
lýsingar um heilsufar
kvenna (http://
www.4woman.org).
í sama tilgangi hefur
verið leyfður óheftur að-
gangur að opinberum
upplýsingabanka urn
tímaritsgreinar sem varða
heilbrigðismál, Medline.
Slóðin er: http:/ /
www.nlm.nih.gov.
Internet Medicine,
ágúst 1997.
Bláber hafa mest allra
garðávaxta af hinum
nauðsynlegu andoxunar-
efnum, samkvæmt
nýjum upplýsingum
frá bandaríska land-
búnaðarráðuneytinu. I
næstu sætum eru kál,
jarðarber, spínat og
rósakál. Frá þessu er
sagt í sumarhefti tíma-
ritsins Health. I sjötta
til tíunda sæti eru plóm-
ur, spergilkál, rófur,
appelsínur og rauð
greipaldin.
Leiður siður
Unglingar sem eru
þunglyndir eru fjórum
sinnum líklegri en aðrir
unglingar til að fara að
reykja, samkvæmt niður-
stöðum rannsóknar sem
gerð var á Nýja Sjálandi.
Þetta er því einn af þeim
þáttum sem þarf að
bregðast við ef vel á að
ganga í baráttunni gegn
reykingum.
Prevention,
ágúst 1997.
Truflandi tónar?
Útvarpstæki eru í flest-
um bifreiðum og segul-
bandstæki í mörgum
þeirra. En hefur það ekki
truflandi áhrif að hlusta
á tónlist meðan ekið er?
Nei, segja ástralskir
sálfræðingar sem könn-
uðu þetta. Þvert á móti.
Ökumenn sem hafa
kveikt á útvarpinu bregð-
ast fyrr við óvæntum að-
stæðum heldur en þeir
sem kjósa þögnina. Tón-
list virðist halda öku-
mönnum vakandi, janvel
þótt hún sé ekki hátt
stillt.
Health, nóvember-
desember 1997.
Bráðhollar baunir
Elstu heimildir um bakaðar baunir eru frá
því sex þúsund árum fyrir Krists burð. Saga
þeirra á síðari öldum er rakin til Boston í
Bandaríkjunum, en hún er stundum nefnd
baunaborgin. Bretar hófu innflutning á bökuð-
um baunum um síðustu aldamót og eiga nú
heimsmet í neyslu þeirra. Innan Bretlands er
neyslan mest í Wales.
Á árurn áður þóttu baunirnar veisluréttur og
voru dýrar. Síðan verðið lækkaði eru bakaðar
baunir orðnar að hentugu hversdagsfæði sem
er próteinauðugt án þess að vera feitt. Ekki má
gleyma því að tómatsósan sem umlykur þær er
einnig holl. Það er því full ástæða til að grípa
dós í næstu verslun.
Men's Health, nóvember 1997.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 7