Heilbrigðismál - 01.03.1998, Qupperneq 11

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Qupperneq 11
Tómas Jó Mikils vísir Lækningarannsóknir í áttatíu ár Stefán Jónsson var fyrstur íslenskra lækna til þess að sérhæfa sig í sjúkdómafræði og leggja út á braut svo- kallaðra lækningarannsókna. Hann var ráðinn dósent í líffærameinafræði og sóttkveikjufræði við Læknadeild Háskóla íslands frá og með 1. janúar 1917 og kom til starfa í apríl fyrir áttatíu árum. Þetta er talið upphaf Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. í janúar 1923 fluttist hann alfarinn til Danmerkur. Þá var enginn ís- lenskur læknir undir það búinn að taka við öllum störfum Stefáns. Guðmundur Thoroddsen, síðar próf- essor í handlæknisfræði, var þá settur í embætti Stef- áns og gegndi því til hausts 1926. Kennslugreinar Stefáns voru almenn sjúkdómafræði, líffærameinafræði, gerlafræði og blóðvatnsfræði og auk þess hafði hann verklegar æfingar í vefjafræði. Stefán mun hafa fengist við algengustu lækningarann- sóknir þess tíma, sem voru mest fólgnar í smásjárskoð- un á vefjum og smásjárleit að sýklum í ýmsum lík- amsvökvum en einnig mun hann hafa gert próf á blóð- vatni til leitar að sýklum. Stefán annaðist einnig blóðflokkanir. Fljótlega eftir komu sína til íslands stofnaði Stefán „Rannsóknarstofu læknadeildar Háskólans" eins og hann nefndi hana upphaflega. Var hún fyrst í kjallara í húsi prófessors Einars Arnórssonar við Laufásveg 25, sem stendur enn. Árið 1920 var rannsóknarstofan fiutt að Kirkjustræti 12 í hús sem Háskólinn hafði keypt úr dánarbúi Halldórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara. Þar fengust þrjú herbergi á jarðliæð og einnig áfastur skúr, svokallað Fjós, sem var notaður til líkkrufninga. Þetta hús hýsti síðar Berklavarnastöðina Líkn og stendur núna í Árbæ sem skrifstofa safnsins. Eins og á Laufás- vegi hafði Stefán ekkert fastráðið aðstoðarfólk í Kirkju- stræti og vann þar mest einn. Niels Dungal tók við dósentsstarfinu 1. október 1926 eftir að hafa stundað sérnám erlendis í líffærameina- fræði og sýklafræði. Enginn vafi er á að hann hefur kunnað vel til allra algengustu lækningarannsókna þeirra tíma enda gerðist hann fljótt umsvifamikill í starfinu og jók það jafnt og þétt eftir því sem ný þekk- ing bættist við og kröfur til stofnunarinnar urðu meiri. Til starfa með Nielsi kom í upphafi Guðný Guðnadótt- ir og fékk hún þar undirstöðuþjálfun í almennum lækningarannsóknum og er því sannanlega fyrsti ís- lenski meinatæknirinn. Þörf fyrir nýtt og stærra hús fyrir rannsóknastofuna varð fljótt Ijóst og gjöf Þjóðverja á nýjum og fullkomn- um lækningatækjum í tilefni Alþingishátíðar 1930 mun hafa ýtt við Alþingi með fjárveitingar. Hluti af bygg- ingafénu mun hafa komið fyrir sölu á bóluefni sem Dungal framleiddi. Nýja byggingin var tekin í notkun árið 1934 og stendur hún við Barónsstíg, við hliðina á Blóðbankanum, sem síðar var byggður að frumkvæði Dungals. Auk alhliða lækningarannsókna fyrir íslenska lækna tók Niels fljótt til starfa við rannsóknir á búfjársjúk- dómum sem varð til þess að breyta verulega afkomu íslenskra bænda sem stunduðu sauðfjárrækt. Við stofn- un Keldna árið 1948 fluttust búfjárrannsóknir þangað undir stjórn Björns Sigurðssonar. Stofnun sú sem í upphafi hóf göngu sína undir stjórn Stefáns Jónssonar varð síðan undir handleiðslu Nielsar Dungal að þeim meiði sem flestar rannsóknagreinar í læknisfræði standa nú á. Má því segja að sá mæti og at- orkusami læknir og vísindamaður sé hinn eiginlegi faðir læknisfræðilegra rannsókna á íslandi. Jóhcis Hallgrímsson prófessor. „Rannsóknastofa læknadeildar Háskólans" var fyrst til húsa í kjallara að Laufásvegi 25 í Jýeykjavík en var fljótlega flutt að Kirkjustræti 12. Niels Dungal var forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í fjóra áratugi. Starf- semin jókst eftir því sem ný þekk- ing bættist við og kröfur urðu meiri. HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.