Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 13
Þriðja tilefnið sem ég vil gera að umtals- efni er að einræktun gæti verið notuð til að bæta fólki þann missi sem líkast til er sár- astur í mannlífinu - sem sé missi barns. Ég ætla ekki að fjölyrða um það hvaða að- stæður gætu orðið til þessa, en það má rétt ímynda sér löngun syrgjandi foreldra til þess að endurheimta látið barn sitt. Um leið og þetta væri ef til vill skiljan- legasta tilefnið af þeim sem ég velti hér upp þá er það jafnframt vísbending um hvað alvarlegustu hætturnar sem eru sam- fara hugmyndinni um einræktun manna. Hér á ég við þá freistni sem menn geta fall- ið í að leita tæknilegra leiða til að sigrast á sorginni og jafnvel dauðanum. Þetta er hættulegt af ýmsum ástæðum. Ein er sú að sorgin og dauðinn eru órjúfanleg frá þeim þáttum sem gefa mannlífinu gildi og merk- ingu. Við syrgjum annað fólk vegna þess að það er einstakt og samskiptin við það hafa auðgað líf okkar, og sú vitneskja að manneskjunni sé skammtaður afmarkaður tími hér á jörð er stöðug áminning um gildi þessa jarðlífs. Það er tómhyggja af versta tagi að leitast við að sigrast á þessum til- vistarskilyrðum mannsins, til dæmis með Sú vitneskja að manneskjunni sé skammtaður afmarkaður tími hér á jörð er stöðug áminning um gildi þessa jarðlífs. Með einræktun mannsins væri stigið afdrifa- ríkt skref í þá átt að umbreyta náttúrulegum gangi lífsins í tæknilegt fram- leiðsluferli. því að líta svo á að maður komi bókstaf- lega í manns stað með einræktun. Sú hugmynd að hægt sé að fá annað bam í skiptum fyrir hið látna er ekki ein- ungis hættuleg tilraun til að stríða gegn til- finningalegu og sálrænu eðli mannsins heldur ýtir einnig undir það viðhorf að manneskjan öðlist skiptagildi fremur en að hún sé ómetanleg í sjálfu sér. Þessi hugsun- arháttur er í raun skilgetið afkvæmi þeirrar tæknihyggju sem vill færa tæknilega hugs- un yfir á öll svið mannlífsins. Með einræktun mannsins væri stigið af- drifaríkt skref í þá átt að umbreyta náttúru- legum gangi lífsins í tæknilegt framleiðslu- ferli sem á að lúta áformum og útreikning- um manna. Menn ana áfram í þeirri trú að allt geti orðið viðráðanlegt og til að búa í haginn fyrir tæknivaldið verður að hlut- gera hið mannlega og láta það lúta fram- leiðslulögmálum. Menn vilja ljúka upp leyndardómum lífsins og leggja þá undir tæknivald sitt. Þegar að þessum mörkum er komið er orðið erfitt að greina á milli siðferðilegra og trúarlegra röksemda. Ekki trúarlegra í þeim skilningi að gengið sé út frá tilvist Guðs, heldur fremur á þann hátt að maðurinn eigi ekki að setja sig í það sæti sem einungis Guð getur skipað. Þessi skilningur krefst þess að menn við- urkenni takmarkanir sínar og fávisku í þeim efnum sem hér um ræðir. í því er mannleg viska iðulega fólgin, sem og í því að halda að sér höndum - fikta ekki við hluti sem menn ráða ekki við og vita ekki hvert munu leiða. Þess vegna finnst mér fátt verra í þessari umræðu en þegar sagt er: Nú er þetta hægt og þá verður það gert; þetta er einfaldlega framtíðin. Við eigum ekki að láta framtíðina ráðast af blindri tæknihyggju, heldur móta hana af viti og varkámi. Vilhjálmur Árnason heimspekingur, Ph. D., er prófcssor við heimspekideild Háskóla íslands. Áður hafa birst greinar eftir hann í Heilbrigðis- máhun um kostnað við heilbrigðisþjónustu (1/ 1993), frelsi einstaklinga (2/1993), hamingju (2/1995), upplýsta sjúklinga (1/1996), heilbrigði (2/1996), forgangsröðun (1/1997) og bataleiðir (2/1997). Pyrir jól kom út bókin Broddflugur með greinum eftir Vilhjálm. HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 1 3

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.