Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 17
Sigurður Stefán Jónsson Fiskneysla á mann á ári ísland 90 kg Portúgal 55 kg Noregur 36 kg Spánn 34 kg Danmörk 20 kg Þýskaland 11 kg Holland 7 kg þjóöir, bæði efnahagur, heilbrigðis- kerfi og lífshættir allir. Svo skemmtilega vill þó til að það voru einmitt samanburðar- rannsóknir Dananna Dyerbers og Bangs þar sem þeir báru saman Grænlendinga og Dani, neysluvenj- ur þeirra og tíðni kransæðasjúk- dóma, sem komu vísindamönnum á sporið varðandi áhrif fisk- og sjávardýrafitu gegn hjartasjúkdóm- um. Rannsóknir þeirra, sem birtust árin 1976 til 1979, voru tímamóta- verk, en fram að þeim tíma höfðu menn verið að velta því fyrir sér hvernig á því stæði að Grænlend- ingar sem borðuðu alla þessa fitu fengu ekki kransæðasjúkdóm. Eins og gefur að skilja er að mörgu leyti varhugavert að bera saman svo ólíkar þjóðir sem Græn- lendinga og Dani og draga ein- hvers konar ályktun þess efnis að ólík sjúkdómstíðni þjóðanna sé af völdum mismunandi fiskneyslu. Þess vegna gefa langtímarannsókn- ir á fjölmennum en tiltölulega eins- leitum hóp yfirleitt haldbetri upp- lýsingar um áhrif fiskneyslu á heilsufar heldur en samanburður ólíkra þjóða. í slíkum rannsóknum er líka yfirleitt hægt að taka tillit til reykinga og annarra neysluþátta sem vitað er að hafa áhrif á sjúk- dóma. Ferilrannsóknir styðja tilgátu um hollustu Að minnsta kosti sjö ferilrann- sóknir hafa verið birtar fram að þessu sem styðja þá tilgátu að fisk- Fiskur ætti að vera á borðum okk- ar að minnsta kosti tvisvar í hverri viku. neysla auki lífslíkur og minnki hættu á hjartasjúkdómum. Einna frægust þeirra er hollensk rannsókn frá árinu 1985 þar sem 825 körlum var fylgt í 20 ár. Að þeim tíma liðnum höfðu orðið 64% færri dauðsföll af völdum hjarta- sjúkdóma í hópi þeirra sem borð- uðu að jafnaði 35 grömm af fiski á dag eða sem samsvarar fiskmáltíð einu sinni til tvisvar í viku. Vönduð bandarísk rannsókn sem birtist nýlega leiðir nánast það sama í ljós. Þar voru könnuð afdrif 1822 karla sem unnu hjá bandaríska fyrirtækinu Western Electric. Aftur virðast 35 grömm af fiski á dag skipta sköpum því dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma og heildar- dánartíðni var helmingi lægri í þeim hópi borið saman við þá sem borðuðu lítinn eða engan fisk. En þar með er ekki öll sagan sögð, því nýlega sýndi bandarísk rannsókn á rúmlega 21 þúsund körlum allt aðra niðurstöðu. Þar hafði fiskneysla nákvæmlega engin áhrif á heilsu, hvorki hjartasjúk- dóma né lífslíkur. Rannsóknin náði til stærri hóps en nokkur önnur á þessu sviði en á móti kemur að hún stóð aðeins í fjögur ár og því má ef til vill halda því fram að öll kurl séu ekki enn komin til grafar í þessu máli. Óhrekjanlegar sannanir fyrir hollustu fiskmetis munu væntan- lega láta á sér standa enn um sinn. Rannsóknir á næringu og heilsu eru einfaldlega ekki þess umkomn- ar að höndla sannleikann og við munum ævinlega þurfa að túlka mismunandi og misvísandi niður- stöður ólíkra rannsókna, reikna lík- ur og meta áreiðanleika þeirra. Að lokum þurfum við sjálf að gera upp okkar eigin hug og taka eigin ákvarðanir. Það hef ég gert. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hollt að borða fisk, jafnt feitan fisk sem magran, helst tvisvar í viku eða oft- ar. Laufey Steingrímsdóttir næringar- fræöingur, Ph. D., er forstööumaöur Manneldisráðs íslands. Hiin hefur áð- ur skrifað í Heilbrigðismál, meðal ann- ars um hollustu grænmetis og ávaxta (1/1995), um pasta (3/1995) og um reykingar og holdafar (1/1996). HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.