Heilbrigðismál - 01.03.1998, Síða 22

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Síða 22
saman þá sem mest stunda lífsstíl skemmt- ana og hina sem mest stunda lífsstíl líkamsþjálfunar. Þegar það er gert verður munurinn enn meiri. Nærri lætur að lík- urnar séu ellefu sinnum meiri á því að sá hópur sem mest stundar líffstíl skemmtana sé byrjaður að reykja en hinn sem stundar lífsstíl íþrótta. í stuttu máli má segja að rannsóknir mínar og félaga minna á Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála sýni að greina megi sérstakan lífsstíl ungl- inga þar sem marktæk fylgni er á milli líkamsþjálfunar, reglusemi og heilbrigðs mataræðis. Sérstaða nýrrar kynslóðar Eins og áður er minnst á mótast lífsstíll unglinga að verulegu leyti í tómstundum þeirra og því lífi sem þeir skapa sér sjálfir utan lögsögu hefðbundinna stofnana. Að þessu leyti virðist okkur, sem utan frá horf- um, hann oft vera sjálfsprottinn og ótrú- lega næmur fyrir tískusveiflum sem koma og fara. Oft virðist sem sveiflur í atferli ungs fólks milli árganga verði fyrir tilvilj- un, án þess að við ráðum mikið við hvað er að gerast. í fljótu bragði virðist vera nokk- uð til í því að hver ný kynslóð þurfi að skapa sér sérstöðu og undirstrika hana með því að gera hlutina öðruvísi en næsta kynslóð á undan. Ég leyfi mér að varpa fram þeirri tilgátu að sveiflum í lífsstíl og menningu ungs fólks séu settar skorður af meginstofnun- um þjóðfélagsins. Fjölskyldan, skólinn, tómstundirnar - allar þessar mikilvægu „stofnanir" ákvarða að verulegu leyti hvaða svigrúm unglingamenning og lífs- stíll ungs fólks hefur. Því sterkari sem þess- ar stofnanir eru þeim mun minni ættu þessar sveiflur að vera, einkum þær óæski- legu. Því sterkari sem fjölskyldan er því meiri áhrif hefur hún á þróun mála. Ahrif fjölskyldunnar eru að sjálfsögðu margþætt. Eftirlit og aðhald foreldra svo og stuðning- ur þeirra skiptir máli. Sama má segja um tímann sem unglingar verja með foreldrum sínum. Því meiri tíma sem þeir verja með þeim, þeim mun ólíklegri eru þeir til þess að reykja eða neyta annarra vímuefna. Þær niðurstöður sem við höfum fengið í rannsóknum okkar á íslenskum unglingum síðustu fimm til tíu árin benda allar í sömu Því meiri tíma sem unglingar verja með for- eldrum sínum þeim mun ólík- legri eru ungl- ingarnir til að reykja eða neyta annarra vímu- efna. Allir þekkja hvað það getur verið ótrúlega erfitt að halda sjálfstrausti sínu og trúnni á sjálfan sig við erfiðar aðstæður. átt. Það er hið félagslega umhverfi ungl- inga, stuðningur, eftirlit og tómstundir þeirra sem ráða mestu. Ekki er hægt að ætlast til þess að unglingar, í krafti vilja- þreks síns, sjálfstrausts eða jákvæðrar sjálfsmyndar, standi algerlega á eigin fót- um. Það sem hjálpar þeim hvað mest til að standast þrýsting umhverfisins er hinn fé- lagslegi stuðningur sem unglingar þurfa að fá úr ýmsum áttum. Þetta er ofur eðlilegt. Hvernig í ósköpunum dettur okkur í hug að 13, 14 eða 15 ára unglingar geti staðið einir gegn félagslegum þrýstingi þegar svo ber undir eða haldið sjálfstrausti og já- kvæðri sjálfsmynd við framandi eða nei- kvæðar aðstæður. Þetta reynist þeim erfitt ef þeir hafa ekki fótfestu í félagslegum tengslum sínum og samskiptum við hefð- bundnar stofnanir þjóðfélagsins. Allir þekkja hvað það getur verið ótrú- lega erfitt að halda sjálfstrausti sínu og trúnni á sjálfan sig við erfiðar aðstæður. Unglingar verða að fá stuðning og aðhald. Þeim verður að standa til boða að iðka góðar og hollar tómstundir sem freista þeirra meira en óheilbrigður lífsstíll. Þann- ig búum við til farveg fyrir fræðsluna, fyrir 22 heilbrigðismAl 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.