Heilbrigðismál - 01.03.1998, Page 30

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Page 30
þannig að nikótín sé ávanaefni en aðrir að nikótín sé fíkniefni. Höf- undur er eindregið þeirrar skoðun- ar að nikótín sé fyrst og fremst ávanaefni. Meðal þeirra boðefna, sem nikó- tín losar úr taugungum í miðtauga- kerfinu, eru: acetýlkólín, noradrena- lín, serótónín og endorfín (morfín- peptíð) auk dópamíns. Þá losar nikótín trúlega bæði gass (gamma- amínósmjörsýru) og glútamínsýru úr taugungum. Af hormónum, sem nikótín losar úr taugungum má nefna kortíkótrópín, vasópressín, prólaktín og vaxtarhormón (endorfín kann og frekar að vera hormón en boðefni). í sambandi við verkun nikótíns á losun hormóna er sérlega áhuga- vert að losun á vasópressíni kann að auka minni (auk þess að draga úr þvaglátum) og losun á kortíkót- rópíni, sem eykur myndun hýdró- kortísóns, dregur í dýratilraunum úr virkni nikótíns (væntanlega með þvf að draga úr bindingu við nikó- tínviðtæki). Þetta er sérlega áhuga- vert í ljósi þess að streita og álag, sem eykur magn hýdrókortísóns í blóði, er mikil hvöt hjá reykinga- mönnum til þess að reykja meira en venjulega! Þol myndast fljótt Þol gegn verkunum nikótíns er mismikið að því best er vitað. Þol gegn banvænni verkun nikótíns, svo og gegn klígju og verkun á þarma, virðist ýmist vera meira eða miklu meira eða standa lengur en þol gegn verkun á æðar, hjarta eða gegn vellíðunarkennd og eflingu vökuvitundar af völdum nikótíns. Gróft má þannig ætla að þolmynd- un af völdum nikótíns sé minnst eða standi skemmst þar sem dópa- mín á í hlut eða noradrenalín. Bæði beinar og óbeinar athuganir benda til þess að eftir að ein sígar- etta hefur verið reykt myndist í raun og veru verulegt þol gegn verkunum nikótíns á hjarta og æð- ar og gegn vellíðunarkennd, en standi mjög stutt (tvær til þrjár klukkustundir). Ef reykingamaður gengur til náða að kvöldi og reykir ekki næst fyrr en að morgni er næsta öruggt að hann fái meiri verkun eftir fyrstu sígarettu dags- ins en þær sem hann reykir síðar um daginn. Næstu sígarettur myndi hann þá reykja til þess að viðhalda verkun nikótíns á heilann og/eða til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Reynslan sýnir að venjulegir reykingamenn reykja oftast eina til tvær sígarettur á klukkustund í vöku (og vakna ef til vill einnig á nóttunni til þess að reykja). Ef þetta er gert mun nikó- tín smám saman safnast í líkamann til kvölds og þannig bæði vinna gegn þolmyndun og sér í lagi frá- hvarfseinkennum. Með því að þol gegn þeim verkunum er mestu máli skipta fyrir tóbaksnotkun stendur svo stutt og áður ræðir munu reykingamenn alltaf fá nokkra verkun afhverri sígarettu. Ef sígaretta er reykt á 10 mínút- um eða tæplega það kemur strax tiltölulega hár þéttnitoppur í bláæðablóði (um 15 ng/ml). Þéttnin fellur því næst hratt á næstu 60 mínútum. Með óbeinum aðferðum má enn fremur ætla að magn nikó- tíns í slagæðablóði geti orðið sjö til tíu sinnum meira eftir að ein sígar- etta hefur verið reykt en er í bláæðablóði. Hið mikla magn nikó- tíns í slagæðablóðinu kemur svo að segja beint frá lungunum og það skilar sér svo næstum viðstöðulaust (á 10-20 sekúndum) til heilans. Þetta skýrir hvers vegna sígarettur eru svo öflugur nikótíngjafi og raun ber vitni (svipað á við kókaín („krakk") svo og um kannabis og ópíum til reyk- inga, sem tetrahýdrókannabínólgjafa og morfíngjafa). Gildi sígaretta sem nikótíngjafa er enn fremur fólgið í því að á „milli sígaretta" eru nikó- tínviðtækin í heilanum tiltölulega laus við nikótín og þolmyndun því minni en væri ef nikótín væri þar viðvarandi í marktækri þéttni. Ef tóbak er notað í öðrum form- um (neftóbak, munntóbak, tuggu- tóbak) eða notað hreint í tyggi- gúmmíi eða í plástrum er líklegt að þéttni nikótíns í bláæðablóði aukist hægt og haldist lengi (vegna lang- varandi áverkunar og endurdreif- ingar um líkamann) og munur á bláæðablóði og slagæðablóði verði mun minni en er við sígarettureyk- ingar enda pótt péttnin í bláæðablóði kunni að vera næstum hin sama. Nikótíntyggigúmmí og nikótín- plástur eru vel nothæfar samsetn- ingar til þess að tryggja þolmynd- un gegn nikótíni og varna frá- hvarfseinkennum og eru því not- aðar sem hjálp til þess að venja af reykingamenn. Athyglisvert er að nikótínplástrar eru ekki nothæfir til þess að framkalla eða viðhalda nikótínávana. Er því í þessu efni verulegur munur á nikótínplástri annars vegar og neftóbaki, nikótín- tyggigúmmíi eða nikótínúða í nef hins vegar, þar eð með sfðarnefndu notkunarformunum má bæði fram- kalla og viðhalda nikótínávana. Tvenns konar reykur Tóbaksreyk má skipta í tvo hluta: Agnahluta og loft- hluta. í agnahlutanum eru öll föst efni og fljótandi, sem eru í tóbaksreyk. Þar er nikótín og meira eða minna af vatni, auk svokallaðra tjöruefna, ýmissa málma og fjölda annarra efna svo og sérstakra nikó- tínmtrósamina, sem myndast kunna út frá nikótíni. í lofthlutanum eru að sjálfsögðu ýmsar lofttegund- ir (t. d. koloxíð, köfnunarefnisoxíð, brennisteins- tvíoxíð og blásýra (cýanvetni) og ýmis rokgjörn al- kóhól og aldehýð (m. a. formaldehýð). Sumar þess ara lofttegunda og fleygu efna auka slímrennsli í berkjur og hefta jafnframt bifhárahreyfingar þannig að hreinsun efri hluta öndunarfæra truflast. Af ert- ingu í berkjum og ofanverðum öndunarfærum leið- ir enn fremur hósta og andþrengsli og síðkomnar sjúklegar vefjabreytingar, einkum í berkjum. Krabbamein í lungum af völdum reykinga er aðal- lega rakið til tjöruefna í tóbaki, en fyrrnefnd ertandi efni og kadmíum, hafa að minnsta kosti samverk- andi verkun við tjöruefnin og nítrósamín. Þ. /. 30 HEILBRIGÐISMÁL 1/1998

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.