Heilbrigðismál - 01.03.1998, Page 33

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Page 33
Heilbrigðismál Kransæðasjúkdómar eru á undanhaldi Dánartíðni ein sú lægsta á Norðurlöndum Dánartíðni af völdum kmnsæða- sjúkdóma heldur áfram að lækka. Nýir útreikningar, sem byggðir eru á dánartölum frá Hagstofu íslands, sýna að svonefnd aldursstöðluð dánartíðni hefur lækkað um 13% hjá körlum og 11% hjá konum frá 1986-90 til 1991-95. Nú er svo komið að dánartíðnin er orðin ein sú lægsta á Norðurlöndum. Ef litið er á lengra tímabil sést að dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hér á landi hefur lækkað um meira en þriðjung á einum aldarfjórðungi. Athygli vekur að lækkunin er meiri í yngri aldurshópunum en þeim eldri. Breyttir lífshættir og framfarir í lækningum hafa greinilega skilað árangri. Enn tekur þessi sjúkdómur þó sinn toll, ár hvert deyja 276 karl- ar og 191 kona úr kransæðasjúk- dómum. Einnig hefur orðið mikil breyting á dánartíðni af völdum heilablæð- ingar og skyldra sjúkdóma. A und- anförnum aldarfjórðungi er um að ræða helmings lækkun á dánartíðn- inni. Hjarta- og æðasjúkdómar í heild valda tæplega 45% af öllum dauðs- föllum hér á landi. Mest munar um kransæðasjúkdóma (26%) og heila- blæðingu (10%). -jr. Kransæðasjúkdómar á Norðurlöndum Dánartíðni miðað við 100.000 (alþjóðlegur staðall) Karlar Finnland (1994) 186,6 Danmörk (1992) 165,2 Svíþjóð (1993) 149,4 Noregur (1993) 146,8 ísland (1991-95) 145,9 Konur Finnland (1994) 80,4 Danmörk (1992) 74,5 Svíþjóð (1993) 64,4 ísland (1991-95) 63,2 Noregur (1993) 59,6 Miklar breytingar á einum aldarfjórðungi Hlutfallsleg lækkun á dánartíðni hér á landi frá 1966-70 til 1991-95 Kransæðasjúkdómar Karlar 30-49 ára -76% 50-69 ára -43% 70 ára og eldri -10% Alls -34% Heilablæðing 30-49 ára -62% 50-69 ára -59% 70 ára og eldri -27% Alls -47% Kransæðasjúkdómar og heilablæðing Árleg dánartíðni miðað við 100.000 Konur -80% -46% -10% -36% -52% -70% -36% -54% HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 33

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.