Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 24
ómarkviss. Einn mælir með að bíta á jaxl- inn og harka af sér. Sá hetjuskapur herðir hnútinn enn betur. Verkjalyf ein sér gera sjaldan gagn, stundum ógagn, og geta valdið nýjum vanda. Þá er nudd, sjúkra- þjálfun og svo framvegis oft mikilvæg meðferð. En fyrrnefnda vítahringi verður að rjúfa til að von sé um árangur af nokkurri með- ferð. Það er best gert með því að byrja á að eyða þreytu og streitu. Oft þarf verulegt magn slakandi og svæfandi lyfja. Sum þunglyndislyf minnka samtímis kvíða, verki, depurð og vöðvaspennu. Hin venju- legu, léttari svefnlyf hafa hér lítið hlutverk nema sem „slökkvarar" á eftir hinum til að koma svefnferli af stað á kvöldin. Meðferð án þess að leiðrétta þreytu og streitu má líkja við hreina sóun á fé og tíma. Hlutverk sjúklingsins er að vera virkur í þjálfuninni, skilja hvað er að gerast, hafa skýr mark- mið, læra slökun og kunna að annast sjálf- an sig þegar bati hefur náðst. Það er alltaf hægt að leiðrétta truflaðan svefn Oft duga almenn heilræði eins og góð gönguferð undir kvöldið, samanber vís- una: Þegar lundin þín er hrelld þessum hlýddu orðum: Gakktu með sjó eða sittu við eld. Svo kvað völvan forðum. Slökun gefur hugarró. Mikilvægt er að sleppa örvandi efnum. Heit mjólk eða heitt bað greiðir fyrir svefni. Deyfa ljósin. Slökkva á sjónvarpinu. Komast í rúmið vel fyrir miðnætti. Bænir gagnast enn sem fyrr trúuðu fólki til að undirbúa svefn. Dáleiðsla, í höndum þeirra sem kunna með hana að fara, er virk meðferð til að lagfæra truflaðan svefn. Ef þessi ráð duga ekki þarf að nota lyf fremur en að aðhafast ekkert. Aðgerðar- leysi býður frekari vandræðum heim. Svefnlyf og róandi lyf, rétt notuð eru mikilvæg hjálpartæki, einkum í byrjun, til að leiðrétta svefntap og streitu. Lyfin hafa á undanförnum áratugum lent í eins konar skammarkrók í þjóðfélagi okkar. Hræðslu- áróðursmenn, einnig læknar, hafa lagt of- uráherslu á að svefnlyf geti verið ávana- myndandi. Þau eigi ekki að nota nema í neyð og helst sem allra minnst. Utkoman er að almenningur þorir varla að nota svefnlyf og margir læknar hvorki kunna né þora að ráðleggja um notkun þeirra. Ótímabær austur annarra lyfja er algengur af þessum sökum. Þarna býr að baki að Gott svefnlyf þarf að verka svo fljótt að hvíldartími tapist ekki í að bíða eftir svefni. Það þarf að tryggja nógu langan svefn. Það þarf að gefa eðlilegan svefn og má hvorki trufla drauma né djúpsvefn. Það á ekki að valda drunga fram eftir degi eða öðrum aukaverkunum. Það á ekki að valda ávana. Stundum þarf að velja tvö lyf saman til þess að ná þessum markmiðum. Slökun og skynsamlegir lífshættir skipta mjög miklu máli til að greiða fyrir svefni. Það eru lífsgæði að fá fullan svefn og að vera vel hvíldur að morgni. fyrir 1970 voru mörg svefnlyf mikil ávana- lyf og sum voru hættuleg, tekin í of stór- um skömmtum. Lyf hafa gjörbreyst til batnaðar og mikið úrval lyfja gerir auðvelt að forðast áhættu ávana. Hið fullkomna svefnlyf er vitaskuld ekki til, þótt mörg séu góð. Oftast dugir eitt lyf til að koma svefni í lag en stundum þarf tvö samtímis. Gott svefnlyf þarf að hafa eftirtalda eig- inleika: 1. Það þarf að verka fljótt svo að dýrmætur hvíldartími tapist ekki í að bíða eftir svefn- inum. 2. Það á að gefa eðlilegan svefn, ekki trufla drauma né djúpsvefn að neinu ráði. 3. Það má ekki valda aukaverkunum svo sem drunga fram eftir degi. 4. Lyfið þarf að svæfa en einnig að tryggja að viðkomandi sofi nógu lengi. Þegar mikil streita eða miklir verkir eru til staðar getur verið heppilegt að nota langverkandi lyf snemma kvölds en taka síðan annað fljót- verkandi lyf um háttatímann til að sofna strax. Lyfin verka þá saman yfir nóttina. 5. Lyfið má ekki hafa tilhneigingu til myndunar ávana. Þarf að varast það sér- staklega hjá fólki sem hefur tilhneigingu til fíknar. Sum þeirra lyfja sem hugsanlega geta valdið ávana eru gagnleg og geta átt sinn sess, einkum sem hjálparlyf. Séu þau notuð þarf að ræða hve mikil eða lítil áhættan er svo að áhyggjur skapist ekki að óþörfu. Avanalíkur eru ætíð mestar ef með- ferðin er gagnslítil og sjúklingurinn er áfram í vandræðum sínum. Þegar lyf eru notuð þarf sjúklingur að vita hvenær hætt verður að nota lyfið og hvernig. Markmið meðferðar þurfa að vera skýr Gera verður sjúklingi ljóst að það er á hans ábyrgð að iðka heilbrigða lífshætti, koma sér í rúmið, hætta óhóflegri neyslu á koffeini, læra slökun, stunda líkamsrækt. Sjúklingur þarf síðan að kunna að halda sér í lagi og þekkja aðferð til að ráða við tímabundið svefnleysi sem getur komið við sérstakar aðstæður, til dæmis álags- tímabil eða ferðalög. Það eru lífsgæði að fá fullan svefn og að vera vel hvíldur að morgni. Ingólfur S. Sveinsson læknir er sérfæðingur í geðlækningum og starfar á eigin stofu, á geð- deild Landspítalans og endurhæfingarmiðstöð- inni Reykjalundi. í síðasta tölublaði Heilbrigðismála birtist grein eftir Ingólf um endurhæfingu. 24 HEILBRIGÐISMÁL 2/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.