Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 8
Gamalt
Taumhald á
tilfinningum
Gott uppeldi er fólgið í
því meðal annars að hafa
taumhald á tilfinningum
sínum svo að þær sleppi
aldrei undan stjórn skyn-
seminnar og viljans. En
slíkt uppeldi fæst ekki
nema í hörðum skóla,
sem fæst okkar hafa
gengið í gegnum.
Niels Dungal prófessor
(f. 1897, á. 1965).
Fréttabréf um heilbrigðismál,
maí-júní 1955.
Allir jafn kærir
Allir menn eiga að
mynda eitt þjóðfélag, eitt
bræðrafélag. Ættjarðar-
ástin, sem er notuð til að
æsa upp þjóðaríg og
ófrið, er tilfinning sem
hefur engan rétt á sér.
Allir menn eiga að vera
okkur jafn kærir, hverrar
þjóðar sem þeir eru.
Þorsteinn Gíslason ritstjóri
(f. 1867, d. 1938).
Úr Sunnanfara. Skáldskapur
og stjórnmál, 1966.
Ást og elska
Það hugarþel er vér
köllum ást er elska, í
frummerkingu þess orðs,
að það er frjótt, skap-
andi, verndandi, gefandi,
fórnandi. En eins og
hvert annað hugarþel
þróast elskan af því starfi
er hún leiðir til . . . Vér
getum fengið ást á hverri
þeirri veru, manni, mál-
efni eða hugsjón sem vér
þjónum dyggilega og
fórnum kröftum vorum
fyrir . . . Plató kenndi að
ástin á hugsjón hins
fagra, góða og sanna
knýr menn áfram til
æðra lífs, stig af stigi.
Guðmundur Finnbogason
prófessor (f. 1873, d. 1944).
Samtíð og saga, 1943.
Flækjast
ekki fyrir
Enginn vafi er á því að
meiri regla er að komast
á götuumferðina. Það eru
færri og færri sem
„krossa strítuna" í ská-
horn, en fleiri og fleiri
sem venjast við að fara
yfir götuna innan þeirra
svæða sem afmörkuð eru
á götuhornum, þar sem
Auglýsingar um ágæti
tiltekinna bifreiðateg-
unda eru ekki nýjar af
nálinni. f blaðinu ísa-
fold birtist 1. febrúar
1919 auglýsing um
Overland bifreið. „Fjöðr-
unum þannig fyrirkom-
mest er umferðin. Með
þessu móti verður það
fátíðara að fótgangandi
menn séu að flækjast fyr-
ir á akbrautum.
Morgunblaðið, 28. júlí 1938.
Komið undir
náttúrunni
Náttúruvísindin eru sú
grein mannlegrar visku
er skýrir frá öllum líkam-
legum hlutum og rann-
sakar öfl þeirra og
eðli . . . Náttúrufræðin er
allra vísinda indælust og
ið að verstu vegir finn-
ast sem sléttir. Óvenju-
lega sver togleðursdekk
miðað við stærð bif-
reiðarinnar. Oll stjórn-
tæki eru á stýrinu svo
kvenfólk getur auðveld-
lega stjórnað henni."
nytsemi hennar harla
mikil og margfaldleg.
Hið líkamlega líf manns-
ins hér á jörðu er að
kalla má allt saman kom-
ið undir náttúrunni og
réttri þekkingu á þeim
hlutum er hún framleið-
ir . . . Náttúruvísindin
forða oss fyrir margföldu
tjóni, veita oss ærinn
ávinning og auka þannig
farsæld manna og vel-
vegnun.
Jónas Hallgrímsson skáld og
náttúrufræðingur (f. 1807,
d. 1845). Ritverk, 1989.
Upphaf tómataræktar
í byrjun aldarinnar
í sumar sem leið voru ræktað-
ar 45 tómötuplöntur í suðurenda
ræktunarhússins á Reykjum í
Mosfellssveit, hjá Bjarna bónda
Asgeirssyni, og mun það vera í
fyrsta sinn sem tómötur hafa
verið ræktaðar hér á íslandi svo
nokkru nemi. Mun það þó þykja
Iítið seinna.
Ég veit aðeins um að tómötur
hafi verið ræktaðar hér í húsum
inni tvisvar eða þrisvar sinnum
áður, en þó ekki fleiri en 2-3
plöntur alls. Það er enginn efi á
því að tómöturækt mun eiga
allmikla framtíð fyrir sér á ís-
landi ...
Tómatan er frá Perú, og var
ræktuð þar til forna, var flutt til
Evrópu skömmu eftir 1520 og er
nú ræktuð um allan heim . . .
Ávextirnir . . . eru taldir ríkir af
lífefnum (vitaminum), eru
bragðgóðir og hressandi . . .
Síðast í fyrra mánuði höfðu
alls fengist 900 þroskaðar tóm-
ötur af þessum 45 plöntum, og
þá voru ennþá nokkrir ávextir
eftir. Svo voru bragðgæðin mikli
að ég minnist ekki að hafa feng-
ið betri tómötur annars staðar,
og allar seldust þær jafnóðum
og þær þroskuðust.
Vafalaust er mikill markaður
fyrir tómötur í Reykjavík, því
þær eru ljúffengar, og þeir sem
venjast þeim verða sólgnir í þær.
Væri heppilegt að tómöturæktin
ykist sem fyrst svo hægt væri að
stöðva allan innflutning hingað
af tómötum, en hann mun vera í
byrjun nú á hinum síðustu árum.
Aðfluttar tómötur geta ekki jafn-
ast á við þær íslensku að gæðum.
Ragnar Ásgeirsson ráðunautur
(f. 1895, d. 1973). Tíminn, 7. nóvem-
ber 1925. Þess má geta að Óskar
HaUdórsson, síðar sÚdarsaltandi,
mun fyrstur manna hér á landi liafa
ræktað tómata við hverahita á Reykj-
um í Mosfellssveit árið 1913.
8 HEILBRIGÐISMAL 2/1998