Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 20
Óvær böm - algeng byrjun Kona um þrítugt kemur til læknis. Segir að vin- kona sín hafi sent sig. Annars sé hún hætt að fara til lækna. Föl, þreytt, greindarleg kona. Aðalkvartanir: Höfuðverkur, vöðvaverkir, sífelld þreyta í mörg ár, sljóleiki, pirruð í skapi, reynir þó að vera „eins og manneskja". Nefnir aukalega að hún sofi aðeins tvær til fjórar stundir í upphafi næt- ur. Svefninn er óvær eða enginn úr því. Bíður morgunsins andvaka. Segir að vinkonan telji að svefnskorturinn sé aðalvandamálið. Eftirfarandi saga býr að baki: Átti góða bernsku og æsku í góðri fjölskyldu. Duglegur unglingur. Giftist um tvítugt. Eignaðist barn fljótlega. Þótt barnið virtist heilbrigt að öllu leyti var það óvært á nóttunni fyrstu tvö árin. Barn sem er óvært sefur ekki nema smádúra alla nóttina og á daginn er sama sagan. Blessað barnið vaknar, grætur og eins og allir vita er ekkert að gera annað en að sinna grátandi ungbarni. Drífa sig fram úr og annast barnið með þeim ráðum sem til eru. Stundum finnur læknirinn eyrnabólgu sem vissu- lega getur orðið þrálát, en læknast þó alltaf um síð- ir. Svo getur verið þarmakrampi, ungbarnaastmi, fæðuofnæmi. í sjálfu sér er gott þegar einhver skýr- ing finnst og þar með verkefni til að leysa og von um að ástandinu linni. En stundum finnst engin skýring og þá er bara að vona að ekkert alvarlegt sé að sem öllum hafi yfir- sést, og reyna að halda út. Svo er haldið áfram þrátt fyrir þreytu, spennu, bauga undir augum, höfuð- verk, vöðvabólgur, magaverk, minnisleysi, nætur- svita og martraðir. Þetta er venjuleg lýsing á því streituástandi sem óhjákvæmilega skapast. Smám saman bætist í þetta einkennasafn og einkennin lita lífsstílinn. Snjallir foreldrar skiptast á vöktum við slíkar að- stæður, annað sefur í öðru herbergi eða öðru húsi meðan hitt tekur vaktina. En til eru atvinnuaðstæð- ur sem leyfa ekki slíka samhjálp og til eru einstæðir foreldrar sem þurfa að sinna vinnu yfir daginn eða hinum börnunum yfir daginn. Hjálpi allir heilagir því barni sem þarf að umgangast slíka foreldra - móður eða föður - örþreytta, vankaða, pirraða, gleðilausa. „Mamma er svo stressuð og mest á sjálfri sér," sönglaði einhver. Ekki er að furða þótt hjónabönd jagist í sundur við slíkar aðstæður. Það verða stundum allir hjálparlausir. Loks birtir til. Barnið hættir að gráta á nóttunni og sefur eins og engill hvað sem breytingunni olli. En langþráð hvíld foreldrisins lætur á sér standa. Móðirin er komin í vítahring síþreytu og streitu. Sofnar seint og illa, vaknar sí og æ í svitabaði við martraðir, vöðvaverki og friðleysi, þreytt frá morgni til kvölds. Hún hefur lært af auðmýkjandi reynslu að ekki þýðir að jarma svefnpillur út úr lækninum. Hann er hræddur við ávana og þekkir ekki önnur svæfandi lyf en þau sem hann telur að valdið geti ávana. Þar með hefst dapurlegur kafli sem getur orðið langur. Foreldrið reynir að standa sig eins og mann- eskja þótt komið sé í fyrrnefndan vítahring. Svefn- lyfin eru á bannlista. Læknirinn virðist kunna allt annað en að leiðrétta svefnskortsástand. Hann býð- ur upp á skýringuna þunglyndi sem nú er mjög í tísku og fín og dýr lyf við því. Einnig misgóð lyf við verkjum og frábær lyf við hækkuðum magasýr- um og blóðþrýstingi, auk rannsókna með nýjustu hátækni. Þótt hér sé talað um óvær börn sem tilefni þreytu getur svipað ástand skapast vegna annarra harð- indakafla i lífi hvers manns. Vandræðaástand streitu og þreytu getur staðið í áratugi eða svo lengi sem svefn kemst ekki í lag. Undraverðast er að greindasta fólk skuli ekki átta sig á að engin mann- vera þrífst með slitróttan svefn í örfáar stundir á sólarhring - og það veit ekki heldur að til eru leiðir út úr vítahringnum. Þess má geta að ofangreind kona endurheimti heilsu sína á þremur mánuðum. I. S. S. „Svefninn veitir öllum sem þreyttir eru skjól," sagði skáldið. 20 HEILBRIGÐISMÁL 2/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.