Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 30

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 30
Uppiýst samþykki sjúklinga Það sem liggur til grundvallar svonefndu upplýstu samþykki eru hugmyndir um að sjúklingur eigi að ráða sjálfur hvað gert er við hann, með öðrum orðum er verið að gefa honum tækifæri til að velja á upp- lýstan hátt úr þeim valkostum sem í boði eru. Hann fær að hafna þeirri meðferð sem hann vill ekki. Það má því segja að þetta falli undir griða- rétt (sem byggist á því að láta sjúkl- inginn í friði). Þetta segir þó ekki alla söguna því til þess að koma nauðsynlegum upplýsingum til skila til sjúklings þarf að gefa honum tíma og sá tími innan heilbrigðisþjónustunnar kost- ar fé. 1 sumum tilvikum þarf að nota sérstök ráð til að geta átt greið sam- skipti við sjúklinginn eins og til dæmis þjónustu túlka og þar með er gjöf upplýsinganna orðin enn dýr- ari. Ef við hins vegar viðurkennum gildi persónulegs sjálfræðis og göngumst inn á það viðhorf að all- ir sjúklingar séu gerendur en ekki bara þolendur, þá verðum við líka að viðurkenna þátt þeirra og mikil- vægi í öllum ákvörðunum og með- ferðinni sjálfri. Þessi atriði varða því mannréttindi sjúklingsins. Það að sjá ekki til þess að hann geti haft greið samskipti við heilbrigðisstarfsmann- inn og komið skoðunum sínum á framfæri verða því mannréttinda- brot. I þessu ljósi yrði því þáttur eins og til dæmis túlkaþjónusta for- gangsverkefni til þess að hægt væri að virða þá sem hana þurfa sem per- sónur og gerendur á sama hátt og reynt væri að gera varðandi aðra sjúklinga. Þetta sýnir að ríkið getur þurft að leggja fram fé til að tryggja hinn einstaklingsbundna rétt. Að virða þann rétt sem sjúklingurinn á til upplýsinga um eigið ástand, meðferð og batahorfur er því erfið- ara en gæti virst við fyrstu sýn. Þrátt fyrir að læknirinn hafi hina faglegu þekkingu og reynslu af sjúkl- ingum með samsvarandi sjúkdóm þá skynjar sjúkl- ingurinn sjálfur best veikindi sín. mætti hugsanlega kalla skyldu sjúklingsins til að vera sjálfráða og þá um leið rétt starfsfólksins til að eiga viðræður við ein- stakling sem tekur þátt í samtalinu á ábyrgan hátt og eftir bestu getu. Tvenns konar réttur í umfjöllun um mannréttindi er gerður greinarmunur á tvenns konar réttindum, annars vegar er talað um einstaklings- bundin réttindi og hins vegar um samfé- lagsleg réttindi. Þau fyrrnefndu hafa nokkra hliðstæðu við það sem nefnt hefur verið á íslensku griðaréttur en hin síðari líkjast gæðarétti. Einstaklingsbundni rétturinn miðar að vernd á mannhelgi og frelsi persónunnar. Hann er bundinn við einstaklinginn sem manneskju og er sagður neikvæður réttur þar sem kveðið er á um það við ríki og ein- staklinga að ganga ekki á mannhelgi per- sónunnar. Samfélagsleg réttindi eru á hinn bóginn talin jákvæð réttindi þar sem ætlast er til af yfirvöldum að þau tryggi jafnan aðgang einstaklinga að tilteknum gæðum og þau eiga að tryggja réttláta dreifingu þeirra. Gengið er út frá því að hin einstaklings- bundnu réttindi séu svonefnd þröskuldar- réttindi í þeim skilningi að annað hvort eru þau virt eða ekki. Sem dæmi má nefna að annað hvort virðum við þagnarskylduna og friðhelgi einkalífsins eða ekki. Þar sem réttindin eru neikvæð, það er ganga út á 30 HEILBRIGÐISMÁL 2/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.