Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 23
IS5. / T.J. ræður heilsufarsástandi og batalíkum mjög mikið. Langvarandi þreyta hefur til dæmis lamandi áhrif á ónæmiskerfið sem veldur því að við erum verr varin fyrir nær öllum sjúkdómum. Víst er að góð hvíld, bjartsýni og hugarró eru máttug til lækninga. Sálvefrænir sjúkdómar. Meðal þeirra sjúkdóma sem almennt eru taldir sálvef- rænir eða sállíkamlegir að miklu leyti eru meltingarsjúkdómar (magabólgur, maga- sár, þarmakrampi), vöðvaspennuhöfuð- verkur, mígreni, vöðvabólgur og mikið af verkjavandamálum. Sumir húðsjúkdómar að ógleymdum flensum, frunsum og kvefi eiga greiðari aðgang að þeim sem eru þreyttir. Hvenær sem lækna þarf sálvefrænan sjúkdóm er sjálfsagt að ganga beint til verks, greina hvort svefntap og þreyta er til staðar og byrja á að leiðrétta það strax. Hins vegar kann sú leiðrétting að taka tíma, hafi mikið farið úrskeiðis. Stundum þarf ekki meiri aðgerð en þetta eitt og sjúk- leikinn hverfur. Kvíði er tíð orsök svefnleysis. Það eitt að bæta truflaðan svefn minnkar kvíða. „Svefninn veitir öllum sem þreyttir eru skjól," segir í barnavísu og á það við hér. Sá sem kominn er að uppgjöf fær í svefnin- um kærkomið frí frá áhyggjum sínum yfir nóttina og aukið þrek til að þola kvíða næsta dags. Endurnýjað þrek og hugarró getur jafnvel dugað til að leysa vandann sem kvíðanum olli. Oft er álitamál fyrir lækna hvort rétt er að nota lyf til að draga úr kvíða. Margir læknar nota þá ágætu viðmiðun að þeir gefa aðeins lyf þegar kvíðinn er svo mikill að svefn hefur truflast. Þá er eðlilegt að nota kvíðaróandi lyf sem svefnlyf og er þar mikið úrval. Lyfin hafa flest Iangan verk- unartíma, þau auðvelda svefn meðan verk- un þeirra er mest, þ.e. yfir nóttina, en gefa auk þess nokkra róandi verkun næsta dag. Með þessari aðferð má komast langt með litlu magni lyfja og jafnvel sleppa við lyfja- töku yfir daginn. Þunglyndisástand er ætíð blandið kvíða og algeng orsök svefnleysis. Þarna er lyfja- meðferð oft æskileg, stundum bráðnauð- synleg. Mörg þunglyndislyf, einkum þau eldri, leiðrétta svefn ágætlega. Þegar svefntap er verulegt er brýnast að koma því í lag þar sem það er dapurlegt fyrir hvern mann að vera mjög þreyttur eins og við öll þekkjum. Mörg þessara lyfja eru heppileg til að gefa einu sinni á sólarhring og sjálfsagt að gefa heildarskammtinn að kvöldi. Sum nýrri þunglyndislyfjanna geta truflað svefn. Sá sem kominn er í ástand streitu, þreytu og depurðar hefur Iítið gagn af lyfi sem truflar svefn hans enn meir og eykur spennu hans jafnvel þótt það gefi einhvers konar orkutilfinningu. Oflætisástand (manía) er oft talið and- stæða þunglyndis. Það einkennist af mik- illi orku- og athafnaþörf og lítilli þörf til að sofa. Slíkt ástand kemur varla fyrir án þess að mikið svefntap hafi átt sér stað áður og læknast ekki fyrr en svefni hefur verið komið í lag. Verkjavandamál. Langvarandi svefntap leiðir alltaf til streitu og í beinu framhaldi oft einnig til verkja (vöðvaspennu, höfuð- verkjar, vöðvagigtar, magaverkjar o. s. frv.). En sársauki og verkir geta einnig byrjað vegna meiðsla og fjölda sjúkdóma. Hvað sem olli í upphafi er líklegt að sársaukinn trufli svefn eða ræni honum alveg og þá er vítahringur í gangi. Vöðvagigt hleðst utan á það sem fyrir var. Þreyta, kvíði og reiði minnka verkjaþol. Uppgjafarástand þung- lyndis getur auðveldlega þróast upp úr þessu. Hér er því möguleiki á heilu kerfi versnandi vítahringja. Meðferðarúrræði eru fjölbreytt, en oft Myndin sýnir heilt kerfi vítahringja sem hafa tilhneigingu til að viðhaldast af sjálfu sér, hafi þeir komist í gang. Streitu- ástand sem þetta lagast ógjarnan, þrátt fyrir ýmiss konar meðferð, fyrr en svefn- skortur og þreyta hafa verið leiðrétt. Hvenær sem lækna þarf sál- vefrænan sjúk- dóm er sjálfsagt að ganga beint til verks, greina hvort svefntap og þreyta er til staðar og byrja að leiðrétta það strax. Sú leiðrétting kann að taka tíma, hafi mikið farið úrskeiðis. HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.