Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 31
„að láta fólk í friði", eru þau ekki beinlínis
háð efnahag þjóðarinnar.
Samfélagslegu réttindin eru hins vegar
jákvæð og fjalla um dreifingu gæða. Þau
eru háð fjármagni og eru ekki þröskuldar-
réttindi vegna þess að hægt er að uppfylla
þau í mismiklum mæli. Gæðin sem úr er
að spila eru mismikil, allt eftir efnahags-
legri getu. Þau réttindi sem aðaláhersla
hefur verið lögð á að tryggja í þeim laga-
setningum um réttindi sjúklinga sem settar
hafa verið í nágrannalöndum okkar ganga
fyrst og fremst út á að tryggja hinn ein-
staklingsbundna rétt. A það einnig við um
þau lög um réttindi sjúklinga sem gengu í
gildi hér á landi á miðju ári 1997.
Með því að viðurkenna þátt sjúklingsins
í meðferðinni hlýtur að verða keppikefli
þeirra sem starfa með sjúklingum að sjá til
þess að öll samskipti verði sem greiðust og
eðlilegur hluti af fagmennsku þeirra. Ekki
er þó hægt að gera ofurmannlegar kröfur
til starfsfólksins því að til þess að upplýs-
ingarnar komist sem best til skila og að
þátttaka sjúklingsins byggist á réttum for-
sendum er líka nauðsynlegt að hann hafi
ákveðna grunnþekkingu á eigin líkama og
starfsemi hans.
Til þess að hafa forsendur til að verða
„sjálfráða sjúklingur" verður einstaklingur-
inn að vera vel upplýstur um eigin líkama.
Hér endurspeglast mikilvægi góðrar al-
mennrar menntunar. Það er ekki nóg að til-
einka sér vitneskjuna um eigin líkama eftir
að maður verður veikur, heldur þarf hún
að vera liður í uppeldi sérhvers einstakl-
ings til þess að hann geti, þegar á þarf að
halda, axlað þá ábyrgð að vera „sjálfráða
sjúklingur".
Réttindi og skyldur
Það má segja að réttindi sjúklinga og
skyldur heilbrigðisstarfsfólks séu tvær
hliðar á sama peningi. Það er skylda starfs-
mannsins að haga sér á ákveðinn hátt til að
réttur sjúklingsins sé tryggður. Þessar
skyldur hafa hingað til verið tilgreindar í
lögum og siðareglum heilbrigðisstétta. En
einmitt með því að velta peningnum við og
ræða um þann flöt sem kalla má rétt sjúkl-
inga í stað þess að tala einvörðungu um
skyldur starfsfólks á sér stað ákveðin við-
horfsbreyting. Það er einmitt í þessari við-
horfsbreytingu sem mikilvægi umræðunn-
ar liggur. Það er gerð tilraun til að líta á
samskipti heilbrigðisstarfsfólks og sjúkl-
inga frá sjónarhorni sjúklingsins sjálfs. í
stað þess að ganga út frá skyldum starfs-
fólks og tala út frá reynslu heilbrigðis-
starfsmannsins er talað um rétt sjúklingsins
Það má segja að
réttindi sjúkl-
inga og skyldur
heilbrigðis-
starfsfólks séu
tvær hliðar á
sama peningi.
og við setjum okkur í spor hans. Það sem
gerir það sérstaklega brýnt siðferðilega að
skoða málin út frá sjónarhorni sjúklingsins
er einmitt sú veika staða, og þar með sú
hætta á kúgun, sem hann er í innan heil-
brigðiskerfisins. Með þessum nýja sjónar-
hóli birtast ný sjónarmið sem nauðsynlegt
er að taka tillit til. Þau réttindamál sem nú
eru talin hvað brýnust, og endurspeglast í
þeim alþjóðasamþykktum sem við erum
aðilar að, birtast í þáttum eins og hvernig
eigi að tryggja upplýst samþykki sjúklings
fyrir meðferð, greiða aðgang hans að
sjúkraskrám, vernda persónuupplýsingar
um sjúklinginn og greiða leið kvartana til
réttra aðila.
Með breyttum aðstæðum gætu önnur
mál öðlast meira vægi og farið væri að tala
til dæmis um réttinn til að þekkja eigin
uppruna, í tilvikum þar sem einstaklingur-
inn er getinn með gjafasæði, réttinn til að
þekkja ekki eigin erfðaefni og réttinn til að
takmarka aðgang að vefjasýnum frá sjúkl-
ingi.
Þó að ofangreind atriði séu ekki mikil-
væg í daglegu lífi þeirra sem njóta þjón-
ustu heilbrigðiskerfisins kunna þau að öðl-
ast aukið vægi á komandi árum. Umræðan
verður því að vera í takt við þær öru breyt-
ingar sem eiga sér stað á sviði rannsókna
og lækninga.
Ástríður Stefnnsdóttir er læknir og hefur auk
þess lokið námi í heimspeki.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 31