Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 16
um. Það er marktækt lægra á Vest- fjörðum og Norðurlandi heldur en í Reykjavík. Aftur á móti er ekki marktækur munur milli nýgengis- ins á Austurlandi og í Reykjavík, þó mikill sé. Nýgengi hjá konum er hæst í Reykjavík en lægst á Norð- urlandi vestra. Krabbamein í þvag- blöðru hefur aukist verulega und- anfarna áratugi, einkum meðal karla. Reykingar eru taldar sterkur áhættuþáttur. Einnig hefur þessi sjúkdómur verið tengdur hættuleg- um efnum, ekki síst í efnaiðnaði. Erfitt er að skýra hátt nýgengi þessa sjúkdóms meðal karla á Austurlandi, en það hefur lítið breyst á þessum tuttugu árum. Ristilkrabbamein. Nýgengi hjá körlum er hæst í Reykjavík en lang- lægst á Austurlandi. Nýgengi hjá konum er hæst í Reykjavík en lægst á Vestfjörðum. Meðal karla er ný- gengið marktækt hærra í Reykjavík og á Reykjanesi en annars staðar á landinu. Meðal kvenna er varla marktækur munur á nýgengi milli kjördæma. Frá 1977-86 til 1987-96 hefur nýgengi aukist í nokkrum kjördæmum en minnkað í öðrum, en munurinn er lítill. Krabbamein í ristli er algengt á Vesturlöndum, mun algengara en til dæmis í Asíu og Afríku. Þetta hefur meðal ann- ars verið rakið til mikillar neyslu dýrafitu og lítillar neyslu trefjaríkr- ar fæðu. Eggjastokkakrabbamein. Ný- gengi er hæst á Norðurlandi, þar sem það hefur aukist mest. Ný- gengi þar er marktækt hærra en í Reykjavík. Að öðru leyti er ekki um marktækan mun að ræða milli kjör- dæma nema á Suðurlandi þar sem nýgengið er marktækt lægra en í Reykjavík. Lítið er vitað um áhættuþætti þessa sjúkdóms. Legbolskrabbamein. Nýgengi er hæst í Reykjavík og er það mark- Nýgengi krabbameins eftir kjördæmum. Karlar. Árlegt nýgengi miðað við 100.000 karla, 1977-1996. Byggt á upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. I aftari dálkinum (%) er sýnt hundraðshlutfall af nýgengi á öllu landinu. Marktækur munur miðað við Reykjavík: *p<0.05% **p<0.01% ***p<0.001% Öll Blööruháls- Lungna- Maga- Þvagblööru- Ristil- krabba- kirlils- krabba- krabba- krabba- krabba- mein krabbamein mein mein mein mein Nýgengi % Nýgengi % Nýgengi % Nýgengi % Nýgengi % Nýgengi % Landið allt 268,0 100 54,9 100 32,1 100 23,5 100 19,3 100 18,7 100 Reykjavík 300,7 112 66,3 121 37,5 117 22,9 97 22,1 115 23,7 127 Reykjanes 267,4 100’“ 56,2 102’ 34,2 107 23,9 102 18,7 97 20,4 109 Vesturland 221,0 82“* 44,3 81*** 18,7 58*’* 23,4 100 15,9 82 13,9 74“ Vestfirðir 220,1 82*** 47,7 87** 26,2 82* 26,4 112 9,7 50*** 12,0 64*** Norðurland vestra 233,7 87*** 41,2 75*** 27,3 85» 21,5 91 11,1 58*** 11,8 63*** Norðurland eystra 228,3 85’*’ 39,4 rjr2*** 27,1 84“ 20,2 86 15,4 80* 14,0 75*** Austurland 227,5 85*** 42,8 78**’ 27,3 85* 19,9 85 27,8 144 7,3 39*** Suðurland 244,7 91*** 56,4 103 23,2 72*** 21,8 93 20,7 107 17,2 92* 16 HEILBRIGÐISMÁL 2/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.