Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 7
Hálftíma áreynsla á hverjum degi gerir meira en að draga úr hættu á hjartasjúkdóm- um. Með þessu móti má einnig minnka líkur á krabbameini í ristli, að sögn bandaríska tíma- ritsins Vibrant life. Réttur taktur? Rannsóknir sýna að tónlist hefur áhrif á lík- amsstarfsemina. Er það skýrt með því að hljóm- fall tónlistarinnar geti myndað einhvers konar samhljóm með hjart- slætti, öndun og heila- bylgjum, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Talið er að tónlist hafi jafnvel áhrif á matarlyst. Ef leikin er róleg tónlist á veitingastöðum borðar fólk minna en þar sem þögnin ræður ríkjum. Vibrant Life, mars-apríl 1998. Hættuleg þyngd Þeir sem eru of feitir eru í tvöfaldri til þre- faldri hættu á að deyja úr hjartasjúkdómum samanborið við þá sem eru mátulega þungir. Þar við bætist hætta á syk- ursýki og jafnvel krabba- meini. Það vakti athygli í niðurstöðum rannsókna frá Norður-Karólínu að hættan er meiri fyrir fimmtugt en hjá þeim sem eldri eru. Harvard Health Letter, mars 1998. Bað fyrir svefninn Þeir sem eiga í erfið- leikum með að sofna á kvöldin ættu að reyna gamalt og gott ráð: Fara í heitt bað áður en lagst er til hvílu. Að baðinu loknu lækkar líkams- hitinn nokkuð hratt, það eykur syfju og getur tryggt djúpan og endur- nærandi svefn. Vibrant Life, júlí-ágúst 1998. E-vítamín handa þeim eldri Rannsókn sem gerð var við Tufts háskóla í Bandaríkjunum bendir til þess að eldri borgarar sem taka E-vítamín reglulega (200-800 al- þjóðaeiningar á dag) séu betur á sig komnir en þeir sem fá lítið af þessu vítamíni. Þeir fá síður kvef eða flensu og hugs- anlega hægir vítamín- neyslan á elliglöpum. Áður hefur verið fullyrt að E-vítamín veiti vörn Eldri borgarar ættu að taka E-vítamín daglega. gegn hjartasjúkdómum, krabbameini og gigt. Health, september 1997. Þær léttu anda léttar Konur sem eru þriðj- ungi of þungar eru í þrisvar sinnum meiri hættu á að fá astma held- ur en hæfilega þungar konur. Vísindamenn í Boston segja að um- framþyngdin reyni mikið á öndunarfærin og að þær þungu séu einnig næmari en aðrar konur fyrir þeim þáttum sem koma astma af stað. American Health, júlí-ágúst 1998. Heilbrigðari lífshættir Neysluvenjur Banda- ríkjamanna hafa breyst til batnaðar síðasta aldar- fjórðunginn. Kannanir sýna að dregið hefur úr neyslu á eggjum, rauðu kjöti og feitri mjólk. Jafn- framt hefur aukist neysla á grænmeti, ávöxtum, korni og mögrum mjólk- urafurðum. Hins vegar hefur sykurneyslan auk- ist. Þrátt fyrir þetta sýna aðrar rannsóknir að enn sé hægt að bæta lífshætt- ina. Vibrant Life, júlí-ágúst 1998. Hvað segirðu? Heyrnarleysi er nær helmingi algengara með- al reykingamanna en þeirra sem reykja ekki. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Wisconsin í Bandaríkj- unum. Þeir sem reykja ekki sjálfir en eru mikið í reyk frá öðrum eru einn- ig í aukinni hættu. JAMA, júni 1998. Kívíávöxturinn er hlað- inn næringarefnum. Valdi Eva ekki rétt? Ef Eva hefði verið að leita að næringarríkum ávexti í aldingarðinum forðum daga hefði hún valið kíví í stað eplis. Þegar félag bandarískra næringarfræðinga bar saman 27 algengar teg- undir ávaxta kom í ljós að kíví hefur mest nær- ingargildi miðað við þyngd. í öðru og þriðja sæti voru melónutegund- ir (papaya og canta- loupe). Meira að segja appelsínur voru ofar á blaði en epli. American Health, október 1997. Gleymska vegna reykinga Hollensk rannsókn sýnir að reykingamenn sem komnir eru á efri ár standi sig ekki eins vel og aðrir á prófum sem meta andlega hæfni. Þeim hættir frekar en hinum reyklausu til að gleyma hvar þeir lögðu lyklana og hvað sam- ferðafólkið heitir. Þá eiga þeir einnig erfitt með að telja smámynt eða muna símanúmer. Hugsanlega er skýr- inga að leita í því að reykingar geta stíflað smáæðar við heilann. Pathfinder, apríl 1998. HEILBRIGÐiSMÁL 2/1998 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.