Heilbrigðismál - 01.06.1998, Blaðsíða 21
hirði ekki um hann. Ólokin verkefni eru af-
greidd með setningunni „nóg er nóttin".
Sólsetrið og rökkrið eru hætt að stýra. Sú
tilhneiging að láta sjónvarpið eða annað
álíka stjórna háttatímanum er varhuga-
verð. Hægt og hægt safnast þreyta, sem
fólk áttar sig ekki á að þurfi að leiðrétta.
Þreytunni fylgir aukin spenna sem vekur
og dylur þannig þreytuna að hluta. Fólk
reynir svo að komast gegnum daginn með
örvandi efnum.
Kannanir benda til að þriðjungur full-
orðinna Bandaríkjamanna búi við skertan
svefn í daglegu lífi. Þar af telja þrír af
hverjum fjórum að svefnskorturinn skaði
heilsuna. Um 13% dauðaslysa í umferð þar
í landi eru talin stafa af því að ökumenn
sofna við stýrið. Sá fjöldi jafngildir því að
fullhlaðin risaþota farist daglega. Grunur
leikur á að svefnskortur valdi fleiri slysum
en ölvun við akstur veldur.
Það er visst áhyggjuefni að líkamsrækt-
arstöðvar okkar, sem sinna vel þjálfun
og næringarráðgjöf, skuli ekki leggja meiri
áherslu á þýðingu hvíldar í heilbrigð-
um lífsstíl. Ófþjálfun getur verið vanda-
mál, einkum ef hvíld er ónóg.
Allir vita að þreyttur maður sem þarf að
halda áfram getur það ekki nema með því
að herða sig upp og knýja sig áfram. Það
sama gerist hið innra. Sjálfvirka taugakerf-
ið jafnt sem hormónin hækka spennu.
Þreytu er ýtt til hliðar í bili en hún eykst og
streita vex að sama skapi.
Þriðjungur
fullorðinna
Bandaríkja-
manna býr við
skertan svefn í
daglegu lífi.
Um 13%
dauðaslysa í
umferð þar í
landi eru talin
stafa af því að
ökumenn sofna
við stýrið.
Grunur leikur á
að svefnskortur
valdi fleiri
slysum en
ölvun við
akstur.
Svefn er for-
senda heilbrigði
á sama hátt og
vatn, loft og
næring. Mikil-
vægi hans
kemur greini-
lega í ljós við
svefnskort.
Hin algenga tilhneiging langþreyttra ein-
staklinga að bjarga sér í gegnum daginn
með hjálp örvandi efna verðskuldar frekari
umræðu. Kaffi er drukkið á íslandi í meira
mæli en í nokkru öðru landi sem vitað er
um. Fyrir nokkrum árum sýndi könnun Ei-
ríks Arnar Arnarsonar og Asu Guðmunds-
dóttur að meðalneysla íslenskra karlmanna
yfir sextán ára aldri á kaffi eða drykkjum
sem innihalda koffein (kóladrykkjum, tei
o.fl.) jafngilti sjö kaffibollum á dag. Konur
drukku einum bolla minna. Tveggja til
þriggja lítra dagleg neysla á kaffi eða kóla-
drykkjum er algeng hjá fólki sem komið er
í þreytuástand.
Koffein er örvandi, langverkandi lyf.
Mikið kaffi drukkið að deginum truflar
auðveldlega nætursvefn. Nikótín tóbaksins
er annað örvandi lyf sem verkar róandi
fyrstu sekúndumar en hækkar síðan
spennu flestra líffærakerfa. Algengt er að
bæði efnin, koffein og níkótín, séu notuð
samtímis sem hjálpartæki fólks sem komið
er í hinn sjálfvirka vítahring svefnskorts,
þreytu og streitu. Þau eru öflugir hvatar til
að gera ástandið enn verra.
Vítahringir sípreytu
Svefnrannsóknir hafa varpað ljósi á það
hvernig vítahringir síþreytu viðhaldast hjá
þeim sem hafa orðið hraktir af svefntapi.
Streituviðbrögð eru sjálfvirk bjargráð
lifandi veru í hrakningum af hvaða tagi
sem þeir eru. Vöðvaspenna, verkir af öllu
tagi, meltingartruflanir, kvíði, hugarangur
eða æsingur - allt þetta veldur því að
svefninn er hættur að koma nema stuttar
stundir í senn. Líkamlegur sársauki af því
einu að bylta sér í djúpum svefni, þegar
svefn loks gefst, sársaukinn af því að
hreyfa auma vöðva, vekur auðveldlega.
Draumar verða martraðir þegar hormóna-
framleiðsla líkamans miðast við neyðar-
ástand hinnar þreyttu lífveru og slíkir
draumar vekja.
Það blasir við að örþreyttur maður á
takmarkaða möguleika á að fá endurnær-
andi svefn, einmitt vegna þess að streitu-
ástandið sem slíkt - tilfinningaleg spenna,
vöðvaverkir og aðrar truflanir - hindra
svefn.
Samspil líkamlegra
og andlegra pátta
Eftir að ljóst er orðið að líkami og sál er
ekki tvennt heldur eitt gangverk með sí-
virku samspili líkamlegra og andlegra
þátta hefur skilningur aukist á því að lífs-
stíll, hugarástand og andleg líðan yfirleitt
HEILBRIGÐISMÁL 2/1998 21